Bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni á sjö mínútum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 18:53 Heimir Már Pétursson skoðaði aðstæður með Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar. Vísir/Skjáskot Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar í beinni útsendingu. Ástæða lekans er óútskýrð. „Það er óútskýrð bilun í boðkerfi hússins sem gerir það að verkum að hér fara þrír stútar í gang sem eru í raun og veru hugsaðir til þess að kæla niður brunalokun sem á að auka líftíma hennar í bruna ef til hans kemur,“ sagði Sigurjón. Brunalokunin er hugsuð þannig að komi til bruna fellur niður tjald sem á að tefja útbreiðslu eldsins. Stútarnir þrír sem bunuðu vatni í dag eiga að kæla tjaldið til að lengja líftíma hennar í bruna.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði. Stútarnir voru opnir í sjö mínútur. „Það er mikið vatn sem kemur á skömmum tíma og kannski ákveðin öryggistilfinning í því að ef til bruna komi að kerfið virkar en óheppilegt að það skyldi fara af stað með þessum hætti í dag,“ sagði Sigurjón.Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/EgillÞegar fréttastofu bar að garði í dag var verið að hreinsa vatn úr nokkrum verslunum og ljóst að tjón vegna vatnslekans er eitthvað. „Þetta eru 4-5 verslanir auk veitingahúss á fyrstu hæðinni sem varð fyrir einhverju tjóni. Það er verið að meta hversu mikið það er,“ sagði Sigurjón. Unnið er að því að finna út hvað orsakaði bilunina. „Það eru aðilar frá Securitas sem eru að skoða það ásamt rafvirkjum og tæknistjóra hússins sem eru að reyna að finna út hver skýringin er.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar í beinni útsendingu. Ástæða lekans er óútskýrð. „Það er óútskýrð bilun í boðkerfi hússins sem gerir það að verkum að hér fara þrír stútar í gang sem eru í raun og veru hugsaðir til þess að kæla niður brunalokun sem á að auka líftíma hennar í bruna ef til hans kemur,“ sagði Sigurjón. Brunalokunin er hugsuð þannig að komi til bruna fellur niður tjald sem á að tefja útbreiðslu eldsins. Stútarnir þrír sem bunuðu vatni í dag eiga að kæla tjaldið til að lengja líftíma hennar í bruna.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði. Stútarnir voru opnir í sjö mínútur. „Það er mikið vatn sem kemur á skömmum tíma og kannski ákveðin öryggistilfinning í því að ef til bruna komi að kerfið virkar en óheppilegt að það skyldi fara af stað með þessum hætti í dag,“ sagði Sigurjón.Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/EgillÞegar fréttastofu bar að garði í dag var verið að hreinsa vatn úr nokkrum verslunum og ljóst að tjón vegna vatnslekans er eitthvað. „Þetta eru 4-5 verslanir auk veitingahúss á fyrstu hæðinni sem varð fyrir einhverju tjóni. Það er verið að meta hversu mikið það er,“ sagði Sigurjón. Unnið er að því að finna út hvað orsakaði bilunina. „Það eru aðilar frá Securitas sem eru að skoða það ásamt rafvirkjum og tæknistjóra hússins sem eru að reyna að finna út hver skýringin er.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22