Þetta eru reglugerðirnar sem ráðherra felldi úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 15:58 Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra tæplega ellefu hundruð reglugerða sem nú hafa verið felldar úr gildi. Á mánudaginn felldi Kristján Þór Júlíusson úr gildi alls 1.098 reglugerðir og setti í staðinn átta nýjar reglugerðir sem leysa þær af hólmi. Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975 sem varðar fiskveiðilandhelgi Íslands. Þá má einnig nefna reglugerð frá árinu 1980 um varnir gegn hundaæði og reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda frá 1977. „Þetta voru hátt í ellefu hundruð reglugerðir, misskemmtilegar og misþarfar,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu á mánudaginn þegar reglugerðirnar voru felldar úr gildi. „Svo ég nefni bara eitt dæmi um veiðar á línu á djúpslóð. Þar sem að reglan hefur verið sú að gefa út eina reglugerð fyrir hvert lítið svæði,“ sagði Kristján.Sjá einnig: Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Með nýju fyrirkomulagi verði nú aðeins gefin út ein reglugerð fyrir línuveiðar á djúpslóð. „Það eru svona atriði sem að kannski í stóra samhenginu skipta ekki máli en einfalda fólki lífið að þurfa ekki að leita á mörgum stöðum að því verklagi sem þeim er ætlað að fara eftir.Reglugerðir um afnám reglugerða Stór hluti reglugerðanna varðar til dæmis úthlutun tollkvóta, byggðakvóta eða aflaheimilda sem eru löngu úreltar þar sem þær varða einungis tiltekið ár eða tímaramma. Í bunkanum er einnig að finna reglugerðir um afnám reglugerða, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á tilteknum svæðum og um friðanir einstakra svæða eða tegunda svo fátt eitt sé nefnt. Alls er um að ræða 547 stofnreglugerðir auk 551 breytingarreglugerða við þær. Á slóðinni hér að neðan má finna lista yfir þær 547 stofnreglugerðir sem felldar voru úr gildi en samkvæmt svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur ekki verið tekinn saman listi yfir breytingarreglugerðirnar 551. Hinar átta nýju stofnreglugerðir eru reglugerð um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð, um veiðar á rækju, um veiðar með dragnót við Ísland, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð, um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu, um friðunarsvæði við Ísland, um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.Tengd skjölStofnreglugerðir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott Stjórnsýsla Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Á mánudaginn felldi Kristján Þór Júlíusson úr gildi alls 1.098 reglugerðir og setti í staðinn átta nýjar reglugerðir sem leysa þær af hólmi. Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975 sem varðar fiskveiðilandhelgi Íslands. Þá má einnig nefna reglugerð frá árinu 1980 um varnir gegn hundaæði og reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda frá 1977. „Þetta voru hátt í ellefu hundruð reglugerðir, misskemmtilegar og misþarfar,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu á mánudaginn þegar reglugerðirnar voru felldar úr gildi. „Svo ég nefni bara eitt dæmi um veiðar á línu á djúpslóð. Þar sem að reglan hefur verið sú að gefa út eina reglugerð fyrir hvert lítið svæði,“ sagði Kristján.Sjá einnig: Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Með nýju fyrirkomulagi verði nú aðeins gefin út ein reglugerð fyrir línuveiðar á djúpslóð. „Það eru svona atriði sem að kannski í stóra samhenginu skipta ekki máli en einfalda fólki lífið að þurfa ekki að leita á mörgum stöðum að því verklagi sem þeim er ætlað að fara eftir.Reglugerðir um afnám reglugerða Stór hluti reglugerðanna varðar til dæmis úthlutun tollkvóta, byggðakvóta eða aflaheimilda sem eru löngu úreltar þar sem þær varða einungis tiltekið ár eða tímaramma. Í bunkanum er einnig að finna reglugerðir um afnám reglugerða, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á tilteknum svæðum og um friðanir einstakra svæða eða tegunda svo fátt eitt sé nefnt. Alls er um að ræða 547 stofnreglugerðir auk 551 breytingarreglugerða við þær. Á slóðinni hér að neðan má finna lista yfir þær 547 stofnreglugerðir sem felldar voru úr gildi en samkvæmt svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur ekki verið tekinn saman listi yfir breytingarreglugerðirnar 551. Hinar átta nýju stofnreglugerðir eru reglugerð um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð, um veiðar á rækju, um veiðar með dragnót við Ísland, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð, um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu, um friðunarsvæði við Ísland, um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.Tengd skjölStofnreglugerðir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott
Stjórnsýsla Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira