Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 13:58 Eins og sjá má þá gáfu rúður bíla sig í grjótfokinu sem var í Suðursveit í morgun. Mikið sandfok var á Suðurlandi í morgun. Reyndar væri réttara að tala um grjótfok því vindurinn reif upp steinvölur og er fjöldi bíla skemmdur eftir að hafa lent í ósköpunum. Raymond Hoffmann leiðsögumaður tók meðfylgjandi myndband af skemmdum bílum. Hann segir vindhraðann hafa farið upp í 50 metra á sekúndu í Suðursveit hvar myndskeiðið er tekið upp. Nánar tiltekið við Hala sveitahótel. Vísir ræddi við konu sem er í afgreiðslunni þar og hún sagði vindinn nú hafa gengið niður en hann var býsna hvass í morgun. Raymond hjálpaði ferðamönnum að líma fyrir gat á rúðum bílanna en hann vill vara fólk við að vera á ferðinni. „Það verður meiri vindur í kvöld,“ segir Raymond sem sá fjóra skemmda bíla og eina rútu sem hafði lent í grjóthríðinni.Klippa: Bílrúður brotnar í SuðursveitUppfært 15:40 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur gert nánari grein fyrir því hvað gengur á þarna á Suðurlandinu en hann segir að með N-storminum sem ríkti í morgun hafi feykiharðir sveipir gengið niður hlíðar jöklanna, sérstaklega sunnantil á Vatnajökli. „Það eru einkum tveir vegakaflar sem þarf að varast í N-áttinni á þessum slóðum. Í fyrsta lagið vestasti hluti Skeiðarársands, frá Lómagnúpi, en þar getur verið mjög byljótt og síðan sandfok, einkum við brúna yfir Gígjukvísl. Austar á sandinum er veðrið yfirleitt skárra sem og í Öræfum. Þar til komið er í beygjuna til austurs við Faguhólsmýri. Stendur þar ofan af Öræfajökli. Þaðan rekja þeir sig staðirnir einn af öðrum allt austur að Hornafjarðarfljóti. Hvað verstir þrír kaflar í Suðursveit og á einum þeirra er nýlegur vindmælir við Borgarhöfn. Þar mældist mesta hviðan 43 m/s,“ skrifar Einar. Hann bætir því við, sem áður sagði, að veður hafi skánað nú yfir miðjan daginn en hann gangi aftur upp síðdegis og í kvöld eftir kl. 17 megi búast við snörpum byljum, sandfoki og grjótflugi.Það er svo hvasst í Vík í Mýrdal að rúðan á bílaleigubílnum mínum splundraðist í vindhviðu pic.twitter.com/a4cTxz5KN3— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 24, 2019 Bílar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Umferðaröryggi Veður Tengdar fréttir Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Mikið sandfok var á Suðurlandi í morgun. Reyndar væri réttara að tala um grjótfok því vindurinn reif upp steinvölur og er fjöldi bíla skemmdur eftir að hafa lent í ósköpunum. Raymond Hoffmann leiðsögumaður tók meðfylgjandi myndband af skemmdum bílum. Hann segir vindhraðann hafa farið upp í 50 metra á sekúndu í Suðursveit hvar myndskeiðið er tekið upp. Nánar tiltekið við Hala sveitahótel. Vísir ræddi við konu sem er í afgreiðslunni þar og hún sagði vindinn nú hafa gengið niður en hann var býsna hvass í morgun. Raymond hjálpaði ferðamönnum að líma fyrir gat á rúðum bílanna en hann vill vara fólk við að vera á ferðinni. „Það verður meiri vindur í kvöld,“ segir Raymond sem sá fjóra skemmda bíla og eina rútu sem hafði lent í grjóthríðinni.Klippa: Bílrúður brotnar í SuðursveitUppfært 15:40 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur gert nánari grein fyrir því hvað gengur á þarna á Suðurlandinu en hann segir að með N-storminum sem ríkti í morgun hafi feykiharðir sveipir gengið niður hlíðar jöklanna, sérstaklega sunnantil á Vatnajökli. „Það eru einkum tveir vegakaflar sem þarf að varast í N-áttinni á þessum slóðum. Í fyrsta lagið vestasti hluti Skeiðarársands, frá Lómagnúpi, en þar getur verið mjög byljótt og síðan sandfok, einkum við brúna yfir Gígjukvísl. Austar á sandinum er veðrið yfirleitt skárra sem og í Öræfum. Þar til komið er í beygjuna til austurs við Faguhólsmýri. Stendur þar ofan af Öræfajökli. Þaðan rekja þeir sig staðirnir einn af öðrum allt austur að Hornafjarðarfljóti. Hvað verstir þrír kaflar í Suðursveit og á einum þeirra er nýlegur vindmælir við Borgarhöfn. Þar mældist mesta hviðan 43 m/s,“ skrifar Einar. Hann bætir því við, sem áður sagði, að veður hafi skánað nú yfir miðjan daginn en hann gangi aftur upp síðdegis og í kvöld eftir kl. 17 megi búast við snörpum byljum, sandfoki og grjótflugi.Það er svo hvasst í Vík í Mýrdal að rúðan á bílaleigubílnum mínum splundraðist í vindhviðu pic.twitter.com/a4cTxz5KN3— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 24, 2019
Bílar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Umferðaröryggi Veður Tengdar fréttir Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent