Sakfelld fyrir að kýla lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2019 13:24 Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur. FBL/Þórsteinn Kona var í Héraðsdómi Reykjaness þann 18. september sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hún kýldi óeinkennisklæddan lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumarið 2018. Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur.Tróð sér á milli lögreglumanna í miðri skýrslutöku Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit á tónlistarhátíðinni Secret Solstice aðfaranótt 24. júní 2018. Með þeim voru tveir sérþjálfaðir lögregluhundar. Fyrir utan aðalinngang að Laugardalshöllinni merkir annar lögregluhundurinn meint fíkniefni á kærasta ákærðu. Óskuðu lögreglumenn því eftir að fá að ræða við hann. Kærasti konunnar heimilaði leit á sér en ákærða fylgdist grannt með samskiptum lögreglumanna og kærasta síns. Fíkniefni fundust í brjóstvasa hans og var hann því leiddur afsíðis í því skyni að ljúka málinu með vettvangsskýrslu. Þegar lögregla var í óða önn að taka af honum skýrslu tróð ákærða sér á milli lögreglumannanna. Lögreglumaðurinn ýtti þá í öxl hennar í því skyni að fá hana í burtu. Við það féll ákærða aftur fyrir sig en annar lögreglumaður greip hana. Stuttu síðar hljóp ákærða að lögreglumönnunum og kýldi lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað. Var ákærða handtekin og færð í fangageymslu. Sagði að henni hefði ekki mátt vera ljóst að mennirnir væru lögreglumenn Í skýrslu sem tekin var af ákærðu kvaðst hún kannast við atvikið og tók fram að hún hafi verið búin að drekka aðeins of mikið áfengi. Fyrir dómi sagðist hún aftur á móti ekki hafa vitað að mennirnir væru lögreglumenn, þeir hafi verið óeinkennisglæddir. Hún minntist þess hvorki að þeir hafi sýnt henni lögregluskilríki né sagt henni að að þeir væru í raun lögreglumenn. Ákærða neitaði sök fyrir dómi og krafðist sýknu. Krafan byggðist á því að henni hafi ekki mátt vera ljóst að þeir menn sem höfðu afskipti af kærasta hennar í umrætt sinn hafi verið lögreglumenn. Þá taldi hún ósannað að hún hafi veitt lögreglumanninum hnefahögg. Dómari í málinu sagði að framburður ákærðu og kærasta hennar um það sem gerðist hefði ekki verið fyllilega samhljóða. Hann hafi verið ótrúverðugur og í „hrópandi ósamræmi“ við framburð allra þeirra lögreglumanna sem gáfu skýrslu fyrir dómi. Trúverðugur framburður þeirra var lagður til grundvallar sem sönnun þess að ákærða hafi í slegið lögreglumanninn með hnefahöggi í andlitið. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Kona var í Héraðsdómi Reykjaness þann 18. september sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hún kýldi óeinkennisklæddan lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumarið 2018. Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur.Tróð sér á milli lögreglumanna í miðri skýrslutöku Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit á tónlistarhátíðinni Secret Solstice aðfaranótt 24. júní 2018. Með þeim voru tveir sérþjálfaðir lögregluhundar. Fyrir utan aðalinngang að Laugardalshöllinni merkir annar lögregluhundurinn meint fíkniefni á kærasta ákærðu. Óskuðu lögreglumenn því eftir að fá að ræða við hann. Kærasti konunnar heimilaði leit á sér en ákærða fylgdist grannt með samskiptum lögreglumanna og kærasta síns. Fíkniefni fundust í brjóstvasa hans og var hann því leiddur afsíðis í því skyni að ljúka málinu með vettvangsskýrslu. Þegar lögregla var í óða önn að taka af honum skýrslu tróð ákærða sér á milli lögreglumannanna. Lögreglumaðurinn ýtti þá í öxl hennar í því skyni að fá hana í burtu. Við það féll ákærða aftur fyrir sig en annar lögreglumaður greip hana. Stuttu síðar hljóp ákærða að lögreglumönnunum og kýldi lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað. Var ákærða handtekin og færð í fangageymslu. Sagði að henni hefði ekki mátt vera ljóst að mennirnir væru lögreglumenn Í skýrslu sem tekin var af ákærðu kvaðst hún kannast við atvikið og tók fram að hún hafi verið búin að drekka aðeins of mikið áfengi. Fyrir dómi sagðist hún aftur á móti ekki hafa vitað að mennirnir væru lögreglumenn, þeir hafi verið óeinkennisglæddir. Hún minntist þess hvorki að þeir hafi sýnt henni lögregluskilríki né sagt henni að að þeir væru í raun lögreglumenn. Ákærða neitaði sök fyrir dómi og krafðist sýknu. Krafan byggðist á því að henni hafi ekki mátt vera ljóst að þeir menn sem höfðu afskipti af kærasta hennar í umrætt sinn hafi verið lögreglumenn. Þá taldi hún ósannað að hún hafi veitt lögreglumanninum hnefahögg. Dómari í málinu sagði að framburður ákærðu og kærasta hennar um það sem gerðist hefði ekki verið fyllilega samhljóða. Hann hafi verið ótrúverðugur og í „hrópandi ósamræmi“ við framburð allra þeirra lögreglumanna sem gáfu skýrslu fyrir dómi. Trúverðugur framburður þeirra var lagður til grundvallar sem sönnun þess að ákærða hafi í slegið lögreglumanninn með hnefahöggi í andlitið.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07