„Ef Liverpool vinnur Man. City í nóvember þá er þetta komið hjá þeim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 10:00 Leikmenn Liverpool fagna marki í gærkvöldi. Getty/Andrew Powell Það eru bara níu umferðir búnar að ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnuspekingur Sky Sports var samt alveg klár í að henda út risastórri yfirlýsingu. Liverpool er með sex stiga forystu á Mancheter City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði fyrstu stigum sínum í leik númer níu þegar Liverpool menn björguðu stigi á móti Manchester United á Old Trafford um síðustu helgi. Paul Merson var mættur í settið hjá Sky Sports í gærkvöldi þar sem farið var yfir Liverpool-liðið. Liverpool 4-1 útisigur á belgíska félaginu Genk í gær og Merson var spurður út í mat sitt á Liverpool liðinu á þessari stundu eins og sjá má hér fyrir neðan."I think if they beat them, that's it" "Bit early to say that in November, surely?" Paul Merson thinks if Liverpool defeat Man City at Anfield in November, they will wrap up the Premier League title Watch The Debate on Sky Sports Premier League #LFC#MCFC#PLpic.twitter.com/YESx5VMVxt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 23, 2019„Liverpool var ekki að tapa stigum á Old Trafford heldur var þetta unnið stig hjá liðinu. Leikirnir á móti Manchester United eru eins og bikarúrslitaleikir. Þeir sem horfðu á leikinn voru líka að velta því fyrir sér af hverju United liðið spilar ekki svona vel í hverri viku,“ sagði Paul Merson. „Sex stiga forskot er ennþá mikið forskot og Liverpool tekur á móti Manchester City á heimavelli sínum áður en þeir mæta þeim á útivelli,“ sagði Merson en Liverpool fær Manchester City í heimsókn á Anfield 11. nóvember næstkomandi. „Ef Liverpool vinnur Man. City í nóvember þá er þetta komið hjá þeim,“ sagði Merson en er ekki full snemmt að koma með slíkar yfirlýsingar? „Við erum að tala um lið sem tapaði aðeins einum leik á síðasta tímabili og hefur unnið alla leiki nema einn á þessu tímabili og sá endaði með jafntefli. Þetta er ekki fótboltalið sem er að fara að tapa fimm leikjum eftir það því það þyrfti að gerast. Manchester City vinnur aldrei alla leikina sína,“ sagði Merson. Paul Merson spilaði yfir 300 leiki með Arsenal og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar sinnum með félaginu. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár. Enski boltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Það eru bara níu umferðir búnar að ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnuspekingur Sky Sports var samt alveg klár í að henda út risastórri yfirlýsingu. Liverpool er með sex stiga forystu á Mancheter City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði fyrstu stigum sínum í leik númer níu þegar Liverpool menn björguðu stigi á móti Manchester United á Old Trafford um síðustu helgi. Paul Merson var mættur í settið hjá Sky Sports í gærkvöldi þar sem farið var yfir Liverpool-liðið. Liverpool 4-1 útisigur á belgíska félaginu Genk í gær og Merson var spurður út í mat sitt á Liverpool liðinu á þessari stundu eins og sjá má hér fyrir neðan."I think if they beat them, that's it" "Bit early to say that in November, surely?" Paul Merson thinks if Liverpool defeat Man City at Anfield in November, they will wrap up the Premier League title Watch The Debate on Sky Sports Premier League #LFC#MCFC#PLpic.twitter.com/YESx5VMVxt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 23, 2019„Liverpool var ekki að tapa stigum á Old Trafford heldur var þetta unnið stig hjá liðinu. Leikirnir á móti Manchester United eru eins og bikarúrslitaleikir. Þeir sem horfðu á leikinn voru líka að velta því fyrir sér af hverju United liðið spilar ekki svona vel í hverri viku,“ sagði Paul Merson. „Sex stiga forskot er ennþá mikið forskot og Liverpool tekur á móti Manchester City á heimavelli sínum áður en þeir mæta þeim á útivelli,“ sagði Merson en Liverpool fær Manchester City í heimsókn á Anfield 11. nóvember næstkomandi. „Ef Liverpool vinnur Man. City í nóvember þá er þetta komið hjá þeim,“ sagði Merson en er ekki full snemmt að koma með slíkar yfirlýsingar? „Við erum að tala um lið sem tapaði aðeins einum leik á síðasta tímabili og hefur unnið alla leiki nema einn á þessu tímabili og sá endaði með jafntefli. Þetta er ekki fótboltalið sem er að fara að tapa fimm leikjum eftir það því það þyrfti að gerast. Manchester City vinnur aldrei alla leikina sína,“ sagði Merson. Paul Merson spilaði yfir 300 leiki með Arsenal og vann ensku úrvalsdeildina tvisvar sinnum með félaginu. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár.
Enski boltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira