Sjálfri sér verst Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. október 2019 07:00 Hér skal ósagt látið hversu oft þau hafa heyrst orðin sem Bogi Ágústsson lét nýverið falla í fréttatíma RÚV: „Mikil óvissa ríkir nú um hvað tekur við í breskum stjórnmálum.“ Víst er að þau hafa heyrst ótal sinnum frá því úrslit í hinni ógæfulegu þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit voru ljós. Það er þungbært að horfa á þjóð kalla sjálfviljuga yfir sig glundroða og upplausn og standa síðan eftir ringluð og ráðvillt. Einmitt þannig er komið fyrir bresku þjóðinni. Misvitrir stjórnmálamenn teymdu hana út í þjóðaratkvæðagreiðslu um veru í Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni var hver lygin á fætur annarri borin á borð fyrir kjósendur. Þeir sem lugu mest og höfðu hæst áttu ekki von á að úrslit kosninganna yrðu á þann veg að Bretar höfnuðu Evrópusambandinu. Það gerðu þeir og stór hluti þeirra er nú gripinn aðskilnaðarkvíða, og það ekki að ástæðulausu. Í rúm þrjú ár hefur atburðarásin í Brexit verið eins og í kvikmyndinni Groundhog Day, hver dagur er nánast eins. Það eina sem hefur breyst er að breska þjóðin gerir sér æ betri grein fyrir því að stjórnmálamenn hennar eru duglitlir og ráðalausir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er reyndar alltaf jafn borubrattur þrátt fyrir að hann hljóti að vita innst inni að það er þjóðinni ekki fyrir bestu að standa utan Evrópusambandsins. Egóið rekur hann áfram. Hann er óneitanlega meiri karakter en forveri hans, hin sviplitla Theresa May, og töffaraleg orð hans um að hann vilji frekar liggja dauður ofan í skurði en sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins eru orðin fleyg. Kannski eru þau það eina eftirminnilega sem breskur stjórnmálamaður hefur sagt um málið í öll þessi ár. Ekki hefur leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, haft mikið fram að færa, enda gamaldags sósíalisti sem sér enga ástæðu til að berjast í þágu Evrópuhugsjónarinnar. Ólán Breta er mikið og margvíslegt og hluti af því er að Verkamannaflokkurinn skuli ekki eiga formann sem dugar. Brexit-þreytu gætir í breskum fjölmiðlum og það svo mjög að Sky sjónvarpsstöðin er farin að auglýsa hvar áhorfendur geti horft á Brexit-lausar fréttir stöðvarinnar. Fréttamenn eru orðnir leiðir á að segja frá sömu tuggum stjórnmálamannanna dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Þeir gera sér grein fyrir því að almenningur er orðinn enn þreyttari en þeir. Engin furða miðað við að sama atburðarás hefur verið í gangi í nokkur ár með engri niðurstöðu annarri en þeirri að málinu er frestað. Auðvitað átti Brexit aldrei að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsætisráðherrann sem ýtti málinu úr vör, David Cameron, er dæmi um stjórnmálamann sem brást þegar þörf var á því að hann stæði í lappirnar. Vanhæfni hans varð til þess að í dag er breska þjóðin klofin og í sárum. Í aðdraganda kosninga var hún blekkt og að henni logið. Æ fleiri átta sig á því, en of seint. Breska þjóðin var sjálfri sér verst og þarf nú að takast á við afleiðingarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér skal ósagt látið hversu oft þau hafa heyrst orðin sem Bogi Ágústsson lét nýverið falla í fréttatíma RÚV: „Mikil óvissa ríkir nú um hvað tekur við í breskum stjórnmálum.“ Víst er að þau hafa heyrst ótal sinnum frá því úrslit í hinni ógæfulegu þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit voru ljós. Það er þungbært að horfa á þjóð kalla sjálfviljuga yfir sig glundroða og upplausn og standa síðan eftir ringluð og ráðvillt. Einmitt þannig er komið fyrir bresku þjóðinni. Misvitrir stjórnmálamenn teymdu hana út í þjóðaratkvæðagreiðslu um veru í Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni var hver lygin á fætur annarri borin á borð fyrir kjósendur. Þeir sem lugu mest og höfðu hæst áttu ekki von á að úrslit kosninganna yrðu á þann veg að Bretar höfnuðu Evrópusambandinu. Það gerðu þeir og stór hluti þeirra er nú gripinn aðskilnaðarkvíða, og það ekki að ástæðulausu. Í rúm þrjú ár hefur atburðarásin í Brexit verið eins og í kvikmyndinni Groundhog Day, hver dagur er nánast eins. Það eina sem hefur breyst er að breska þjóðin gerir sér æ betri grein fyrir því að stjórnmálamenn hennar eru duglitlir og ráðalausir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er reyndar alltaf jafn borubrattur þrátt fyrir að hann hljóti að vita innst inni að það er þjóðinni ekki fyrir bestu að standa utan Evrópusambandsins. Egóið rekur hann áfram. Hann er óneitanlega meiri karakter en forveri hans, hin sviplitla Theresa May, og töffaraleg orð hans um að hann vilji frekar liggja dauður ofan í skurði en sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins eru orðin fleyg. Kannski eru þau það eina eftirminnilega sem breskur stjórnmálamaður hefur sagt um málið í öll þessi ár. Ekki hefur leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, haft mikið fram að færa, enda gamaldags sósíalisti sem sér enga ástæðu til að berjast í þágu Evrópuhugsjónarinnar. Ólán Breta er mikið og margvíslegt og hluti af því er að Verkamannaflokkurinn skuli ekki eiga formann sem dugar. Brexit-þreytu gætir í breskum fjölmiðlum og það svo mjög að Sky sjónvarpsstöðin er farin að auglýsa hvar áhorfendur geti horft á Brexit-lausar fréttir stöðvarinnar. Fréttamenn eru orðnir leiðir á að segja frá sömu tuggum stjórnmálamannanna dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Þeir gera sér grein fyrir því að almenningur er orðinn enn þreyttari en þeir. Engin furða miðað við að sama atburðarás hefur verið í gangi í nokkur ár með engri niðurstöðu annarri en þeirri að málinu er frestað. Auðvitað átti Brexit aldrei að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsætisráðherrann sem ýtti málinu úr vör, David Cameron, er dæmi um stjórnmálamann sem brást þegar þörf var á því að hann stæði í lappirnar. Vanhæfni hans varð til þess að í dag er breska þjóðin klofin og í sárum. Í aðdraganda kosninga var hún blekkt og að henni logið. Æ fleiri átta sig á því, en of seint. Breska þjóðin var sjálfri sér verst og þarf nú að takast á við afleiðingarnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun