Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð.
BBC segir frá því í dag að lögregla hafi verið kölluð að iðnaðarsvæðinu Waterglade í bænum Grays í Essex klukkan 1:40 að staðartíma í nótt. Í bílnum voru 38 fullorðnir og piltur á táningsaldri.
Lítið er vitað um Robinson annað en að hann er 25 ára gamall Norður-Íri. Vörubílnum var ekið frá Búlgaríu til Bretlands og kom hann til Bretlands síðastliðinn laugardag.
Forsvarsmaður samtaka vörubílstjóra á Bretlandi segir að útlit sé fyrir að tengivagninn þar sem líkin fundust sé frystivagn sem geti kælt niður í -25 gráður. Hann segir að ljóst að aðstæður þeirra sem í vagninum voru hafi verið „alveg hræðilegar“.
Vörubílnum hefur verið komið fyrir á öruggum stað þar sem yfirvöld vinna nú að því að bera kennsl á líkin. Búist er við að það muni taka langan tíma.
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur

Tengdar fréttir

39 lík fundust í vörubíl í Englandi
Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt.