Hvernig má auka gagnsæi og virkni á hlutabréfamarkaði? Aðalsteinn Eymundsson og Páll Friðriksson skrifar 23. október 2019 07:30 Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, svo sem smæð markaðarins, að almennir fjárfestar hafi verið tregir að fjárfesta í hlutabréfum eftir bankahrunið árið 2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki séð hag sinn í að koma inn á íslenska markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar fyrirferðarmiklir á markaðnum og fleira. Eitt atriði sem áhugavert er að skoða nánar er hvernig viðskipti fara fram á markaði og hvaða reglur gilda um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á undanförnum árum hefur umfang tilkynntra viðskipta að jafnaði verið yfir 60% af viðskiptum í kauphöllinni. Í slíkum viðskiptum semja tveir markaðsaðilar um viðskiptin utan viðskiptakerfis kauphallar, t.d. í gegnum síma eða spjallforrit, og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomulag viðskiptanna felur í sér að ekkert gagnsæi er til staðar áður en þau fara fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma viðskiptin setja ekki fram kaup- og sölutilboð í kerfi kauphallarinnar sem eru sýnileg almenningi. Í þessum tilvikum eru fjármálafyrirtæki að nýta sér undanþágur frá gagnsæi tilboða (e. pre-trade transparency waivers), sem Fjármálaeftirlitið getur leyft að vissum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að auka mætti gagnsæi á markaði með því að draga úr notkun á fyrrnefndum undanþágum. Þannig væru kaup og sölutilboð í auknum mæli sýnileg almenningi og endurspegluðu betur framboð á og eftirspurn eftir þeim hlutabréfum sem um ræðir. Einnig væri verðmyndunin gagnsærri þar sem viðskipti með hefðbundinni pörun kaup- og sölutilboða sem eru sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar myndu að öðru óbreyttu aukast. Breytt framkvæmd gæti því mögulega stuðlað að meiri virkni og aukinni tiltrú á markaði. Til stendur að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð ESB nr. 600/2014 (MiFIR). Einn megintilgangur með MiFID II og MiFIR er að auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru ýmis úrræði sem geta gagnast stjórnvöldum við að ná fram því markmiði. Eftir innleiðingu verður t.d. hægt að skilgreina hlutabréf allt að fimm útgefenda sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem hlutabréf með virkan markað óháð því hvort þau uppfylli viðmið þar um. Til að hlutabréf teljist hafa virkan markað þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt en engin hlutabréf á Íslandi uppfylla öll viðmiðin. Skilyrðin varða meðal annars lágmarksfjölda viðskipta og veltu. Þegar félag er með virkan markað fylgja því takmarkanir á notkun tiltekinna undanþága frá gagnsæi áður en viðskipti fara fram. Það þýðir að eingöngu er hægt að nýta undanþágurnar þangað til svokallað veltuþak virkjast (e. double volume cap). Ekki er hægt að nýta undanþágurnar í tiltekinn tíma eftir að veltuþakið virkjast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið gagnsæi þar sem aðilum á markaði eru settar þröngar skorður varðandi önnur viðskipti en þau sem fara fram í gegnum hefðbundna pörun kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi kauphallar. Það að enginn hlutabréfaútgefandi sem er skráður á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið um virkan markað þýðir að gagnsæi í aðdraganda viðskipta getur orðið töluvert minna hér á landi, þar sem auðveldara er að eiga viðskipti án þess að birta opinberlega kaup- og sölutilboð. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort skilgreina eigi hlutabréf allt að fimm útgefenda á Íslandi sem hlutabréf með virkan markað á grundvelli MiFID II og MiFIR regluverksins. Þann 7. október sl. sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila á hlutabréfamarkaði þar sem óskað var sjónarmiða um framangreint. Dreifibréfið má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfundar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að styrkja íslenskan hlutabréfamarkað til að kynna sér málið vel og senda sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.Aðalsteinn er forstöðumaður verðbréfaeftirlits hjá FME.Páll er framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá FME. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, svo sem smæð markaðarins, að almennir fjárfestar hafi verið tregir að fjárfesta í hlutabréfum eftir bankahrunið árið 2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki séð hag sinn í að koma inn á íslenska markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar fyrirferðarmiklir á markaðnum og fleira. Eitt atriði sem áhugavert er að skoða nánar er hvernig viðskipti fara fram á markaði og hvaða reglur gilda um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á undanförnum árum hefur umfang tilkynntra viðskipta að jafnaði verið yfir 60% af viðskiptum í kauphöllinni. Í slíkum viðskiptum semja tveir markaðsaðilar um viðskiptin utan viðskiptakerfis kauphallar, t.d. í gegnum síma eða spjallforrit, og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomulag viðskiptanna felur í sér að ekkert gagnsæi er til staðar áður en þau fara fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma viðskiptin setja ekki fram kaup- og sölutilboð í kerfi kauphallarinnar sem eru sýnileg almenningi. Í þessum tilvikum eru fjármálafyrirtæki að nýta sér undanþágur frá gagnsæi tilboða (e. pre-trade transparency waivers), sem Fjármálaeftirlitið getur leyft að vissum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að auka mætti gagnsæi á markaði með því að draga úr notkun á fyrrnefndum undanþágum. Þannig væru kaup og sölutilboð í auknum mæli sýnileg almenningi og endurspegluðu betur framboð á og eftirspurn eftir þeim hlutabréfum sem um ræðir. Einnig væri verðmyndunin gagnsærri þar sem viðskipti með hefðbundinni pörun kaup- og sölutilboða sem eru sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar myndu að öðru óbreyttu aukast. Breytt framkvæmd gæti því mögulega stuðlað að meiri virkni og aukinni tiltrú á markaði. Til stendur að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð ESB nr. 600/2014 (MiFIR). Einn megintilgangur með MiFID II og MiFIR er að auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru ýmis úrræði sem geta gagnast stjórnvöldum við að ná fram því markmiði. Eftir innleiðingu verður t.d. hægt að skilgreina hlutabréf allt að fimm útgefenda sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem hlutabréf með virkan markað óháð því hvort þau uppfylli viðmið þar um. Til að hlutabréf teljist hafa virkan markað þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt en engin hlutabréf á Íslandi uppfylla öll viðmiðin. Skilyrðin varða meðal annars lágmarksfjölda viðskipta og veltu. Þegar félag er með virkan markað fylgja því takmarkanir á notkun tiltekinna undanþága frá gagnsæi áður en viðskipti fara fram. Það þýðir að eingöngu er hægt að nýta undanþágurnar þangað til svokallað veltuþak virkjast (e. double volume cap). Ekki er hægt að nýta undanþágurnar í tiltekinn tíma eftir að veltuþakið virkjast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið gagnsæi þar sem aðilum á markaði eru settar þröngar skorður varðandi önnur viðskipti en þau sem fara fram í gegnum hefðbundna pörun kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi kauphallar. Það að enginn hlutabréfaútgefandi sem er skráður á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið um virkan markað þýðir að gagnsæi í aðdraganda viðskipta getur orðið töluvert minna hér á landi, þar sem auðveldara er að eiga viðskipti án þess að birta opinberlega kaup- og sölutilboð. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort skilgreina eigi hlutabréf allt að fimm útgefenda á Íslandi sem hlutabréf með virkan markað á grundvelli MiFID II og MiFIR regluverksins. Þann 7. október sl. sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila á hlutabréfamarkaði þar sem óskað var sjónarmiða um framangreint. Dreifibréfið má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfundar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að styrkja íslenskan hlutabréfamarkað til að kynna sér málið vel og senda sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.Aðalsteinn er forstöðumaður verðbréfaeftirlits hjá FME.Páll er framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá FME.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun