Þorsteinn og Þorsteinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 23. október 2019 07:14 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, 22. október, þar sem hefðbundnir frjálshyggjuvindar blása hressilega um röksemdafærsluna. Þorsteinn kvartar yfir sköttum og vitnar í elstu klisju þeirrar umræðu; orð Benjamíns Franklín um að ekkert sé öruggt í lífinu nema dauðinn og skattar. Sjálfur tel ég ýmislegt annað öruggt í lífinu, en er ánægður með að Franklín hafi rækilega fest í sessi mikilvægi skattheimtu til að standa straum af samneyslunni. Ekkert er öruggt í lífinu nema dauðinn og sú staðreynd að samfélög taka höndum saman um rekstur velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis, vegakerfis og ýmislegs fleira, er kannski ekki eins sexí í augum frjálshyggjufólks og útlegging Þorsteins á orðum Franklín. Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir eru óhófleg ríkisútgjöld. Hann talar um „taumlausa útgjaldaþenslu“, grípur til þekktra frasa um að „ríkisbáknið“ sé að þenjast út og segir: „Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum.“ Við fyrsta yfirlestur á greininni hélt ég reyndar að í greininni væri verið að kvarta yfir því að útgjöld hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá misskilningur skýrist af því að ég hlustaði á Þorstein Víglundsson í umræðum á Alþingi 13. september, þar sem hann kvartaði yfir ónógri útgjaldaaukningu. Þetta sagði Þorsteinn þá: „Það er það sem ég held, þegar við horfum um öxl, eftir þetta hagvaxtarskeið sem nú er að líða undir lok, að við ættum að syrgja hvað mest hvað við höfum leyft innviðunum að drabbast niður, hvað við höfum engan veginn haldið fjárfestingarstigi nægilega háu. Matið er núna að 350-400 milljarða vanti í innviðafjárfestingar um allt land í vegakerfi, viðhaldi á opinberum byggingum og svo mætti áfram telja. Við náum ekki enn í skottið á okkur þar og þar verðum við að gera betur.“ Hraði og síbreytileiki einkennir nútímann að mörgu leyti. Dægurmálin koma og fara og athyglin dreifist víða. Ein afleiðing þessa er að við munum síður það sem sagt hefur verið áður. Þorsteinn virðist þannig hafa gleymt því hvað hann sagði á þingi fyrir rúmum mánuði síðan. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvað honum finnst eftir mánuð; er hann þá sammála sjálfum sér í september um að það þyrfti að auka útgjöld, eða sammála sjálfum sér í október um að það þurfi að draga úr þeim?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær, 22. október, þar sem hefðbundnir frjálshyggjuvindar blása hressilega um röksemdafærsluna. Þorsteinn kvartar yfir sköttum og vitnar í elstu klisju þeirrar umræðu; orð Benjamíns Franklín um að ekkert sé öruggt í lífinu nema dauðinn og skattar. Sjálfur tel ég ýmislegt annað öruggt í lífinu, en er ánægður með að Franklín hafi rækilega fest í sessi mikilvægi skattheimtu til að standa straum af samneyslunni. Ekkert er öruggt í lífinu nema dauðinn og sú staðreynd að samfélög taka höndum saman um rekstur velferðarþjónustu, heilbrigðiskerfis, vegakerfis og ýmislegs fleira, er kannski ekki eins sexí í augum frjálshyggjufólks og útlegging Þorsteins á orðum Franklín. Hitt sem Þorsteinn kvartar yfir eru óhófleg ríkisútgjöld. Hann talar um „taumlausa útgjaldaþenslu“, grípur til þekktra frasa um að „ríkisbáknið“ sé að þenjast út og segir: „Miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs munu útgjöld ríkissjóðs án fjármagnsgjalda hafa aukist um rúmlega 200 milljarða króna á ári frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum.“ Við fyrsta yfirlestur á greininni hélt ég reyndar að í greininni væri verið að kvarta yfir því að útgjöld hefðu ekki vaxið nægjanlega. Sá misskilningur skýrist af því að ég hlustaði á Þorstein Víglundsson í umræðum á Alþingi 13. september, þar sem hann kvartaði yfir ónógri útgjaldaaukningu. Þetta sagði Þorsteinn þá: „Það er það sem ég held, þegar við horfum um öxl, eftir þetta hagvaxtarskeið sem nú er að líða undir lok, að við ættum að syrgja hvað mest hvað við höfum leyft innviðunum að drabbast niður, hvað við höfum engan veginn haldið fjárfestingarstigi nægilega háu. Matið er núna að 350-400 milljarða vanti í innviðafjárfestingar um allt land í vegakerfi, viðhaldi á opinberum byggingum og svo mætti áfram telja. Við náum ekki enn í skottið á okkur þar og þar verðum við að gera betur.“ Hraði og síbreytileiki einkennir nútímann að mörgu leyti. Dægurmálin koma og fara og athyglin dreifist víða. Ein afleiðing þessa er að við munum síður það sem sagt hefur verið áður. Þorsteinn virðist þannig hafa gleymt því hvað hann sagði á þingi fyrir rúmum mánuði síðan. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvað honum finnst eftir mánuð; er hann þá sammála sjálfum sér í september um að það þyrfti að auka útgjöld, eða sammála sjálfum sér í október um að það þurfi að draga úr þeim?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun