Skoðun

Meira fyrir minna

Konráð Guðjónsson skrifar
Kolefnisfótspor Íslendinga hefur stækkað mikið síðustu áratugi og sífellt f leiri virðast reiðubúnir að leggjast á árarnar til að snúa þeirri þróun við. Stundum hefur verið talað fyrir því að lausnin sé að draga úr hagvexti. Miðað við sögulega þróun er það þó ekki endilega að sjá.

Undanfarinn áratug hefur losun koltvísýrings (CO2) í hlutfalli við efnahagsumsvif (landsframleiðslu) lækkað um 9% á grundvelli framleiðslu en 36% ef horft er á hvar endanleg neysla á sér stað, eða kolefnisfótsporið. Frá 1970 nemur lækkun hvors tveggja meira en 50%. Lækkunin hefur að mestu orðið án þess að að því hafi verið sérstaklega stefnt, heldur einfaldlega með betri tækni og nýtingu framleiðsluþátta.

Það má því rétt ímynda sér hversu mikið er hægt að draga úr losun þegar stjórnvöld, atvinnulífið og landsmenn allir róa saman að því markmiði á sama tíma og stuðlað er að sköpun starfa og tækniframförum, sem einnig er kallað hagvöxtur.

Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×