Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 20:47 William B. Taylor hefur lengi starfað í bandarísku utanríkisþjónustunni. AP/J.Scott Applewhite William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum.Þetta hefur New York Times eftir þingmanni demókrata sem var viðstaddur vitnisburð Taylor sem fór fram fyrir luktum dyrum, auk yfirlýsingar Taylor sem Times hefur undir höndunum og lesa má hér. Í frétt Times segir að viðstaddir demókratar telji að vitnisburður Taylor gæti reynst stórskaðlegur fyrir Trump. Trump hefur verið sakaður um að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að Úkraínumenn en ekki Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Er Taylor sagður hafa gefið ítarlegar útskýringar á samskiptum Trump við yfirvöld í Úkraínu sem gangi þvert gegn því sem forsetinn og samstarfsmenn hafa haldið fram að undanförnu. Í yfirlýsingu sem Taylor las upp á fundinum kemur fram að Taylor hafi lýst efasemdum sínum yfir því að tengja hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við rannsókn á Joe Biden, einum af forsetaframbjóðanda Demókrata, og syni hans Hunter Biden, sem starfaði fyrir úkraínska gasfyrirtækið Burisma. Hann hafi hins vegar fengið þær útskýringar frá bandamönnum forsetans að Trump væri fjárfestir og að þegar fjárfestar væru að skrifa undir samning við einhvern sem skuldaði þeim, þá tryggðu þeir að þeir fengu greiðslu áður en að skrifað væri undir ávísun. Trump og bandamenn hafa ítrekað sagt að ekki hafi verið farið fram á það við yfirvöld í Úkraínu að greiði kæmi á móti greiða. Í máli Taylor kom hins vegar fram að þetta væri ekki rétt. Hann hafi fengið þær upplýsingar að Trump hafi verið afar skýr með það að hvorki ætti að bjóða forseta Úkraínu á fund í Hvíta húsinu né tryggja þeim hernaðaraðstoð nema forseti Úkraínu myndi gefa út opinbera yfirlýsingu um að rannsókn á Biden og Burisma yrði hafin. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum.Þetta hefur New York Times eftir þingmanni demókrata sem var viðstaddur vitnisburð Taylor sem fór fram fyrir luktum dyrum, auk yfirlýsingar Taylor sem Times hefur undir höndunum og lesa má hér. Í frétt Times segir að viðstaddir demókratar telji að vitnisburður Taylor gæti reynst stórskaðlegur fyrir Trump. Trump hefur verið sakaður um að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden og stoðlausa samsæriskenningu um að Úkraínumenn en ekki Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Er Taylor sagður hafa gefið ítarlegar útskýringar á samskiptum Trump við yfirvöld í Úkraínu sem gangi þvert gegn því sem forsetinn og samstarfsmenn hafa haldið fram að undanförnu. Í yfirlýsingu sem Taylor las upp á fundinum kemur fram að Taylor hafi lýst efasemdum sínum yfir því að tengja hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við rannsókn á Joe Biden, einum af forsetaframbjóðanda Demókrata, og syni hans Hunter Biden, sem starfaði fyrir úkraínska gasfyrirtækið Burisma. Hann hafi hins vegar fengið þær útskýringar frá bandamönnum forsetans að Trump væri fjárfestir og að þegar fjárfestar væru að skrifa undir samning við einhvern sem skuldaði þeim, þá tryggðu þeir að þeir fengu greiðslu áður en að skrifað væri undir ávísun. Trump og bandamenn hafa ítrekað sagt að ekki hafi verið farið fram á það við yfirvöld í Úkraínu að greiði kæmi á móti greiða. Í máli Taylor kom hins vegar fram að þetta væri ekki rétt. Hann hafi fengið þær upplýsingar að Trump hafi verið afar skýr með það að hvorki ætti að bjóða forseta Úkraínu á fund í Hvíta húsinu né tryggja þeim hernaðaraðstoð nema forseti Úkraínu myndi gefa út opinbera yfirlýsingu um að rannsókn á Biden og Burisma yrði hafin.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00
Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29