Enski boltinn

Woodward: Kaupi ekki leikmenn eftir að hafa horft á myndbönd á YouTube

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn afar umdeildi Ed Woodward.
Hinn afar umdeildi Ed Woodward. vísir/getty
Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, segir af og frá að hann velji þá leikmenn sem félagið kaupir. Hann segist aðeins sjá um peningahliðina.

„Fótboltasérfræðingar taka allar ákvarðanir varðandi leikmannakaup. Ég sé bara um peningana,“ sagði Woodward í viðtali við stuðningsmannablaðið United We Stand. Þar fer hann um víðan völl.

„Knattspyrnustjórinn hefur neitunarvald þegar kemur að leikmannakaupum. Við myndum aldrei kaupa leikmann sem stjórinn vill ekki. Hann myndi einfaldlega ekki nota hann,“ sagði Woodward.

„Ég er ekki með puttana í þessu eins og fólk heldur. Samkvæmt Gróu á Leiti vel ég leikmenn út frá myndböndum á YouTube. Svo er ekki. Það er list að hafa gott auga fyrir leikmönnum. Ég hef engan áhuga á því.“

Stuðningsmenn United vilja Woodward burt.vísir/getty
Woodward hefur fengið mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum United á undanförnum árum.

Hann tók við starfi stjórnarformanns United 2013, sama ár og Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri liðsins. Síðan þá hefur United ekki verið nálægt því að vinna Englandsmeistaratitilinn.

Woodward segir að United hafi gert mistök í leikmannakaupum á síðustu árum.

„Við verðum að viðurkenna að leikmannakaupin hafa ekki verið nógu góð,“ sagði Woodward.

„Við viljum gera þetta almennilega því þegar þú eyðir háum fjárhæðum í leikmenn viltu að kaupin heppnist oftar vel en illa.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×