Stal sjúkrabíl og ók á fólk í Osló Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. október 2019 11:06 Skotum var hleypt af þegar sjúkrabíllinn var stöðvaður. EPA/Stian Lysberg Solum Vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á fjölda fólks í hverfinu Torshov í Osló um hádegisbil í dag. NRK segir frá því að sjúkralið hafi verið í útkalli við Åsengata í Torshov þegar bílnum var rænt. Í fréttinni segir að sjúkrabílnum hafi verið ekið á fólk, barnavagn og eyðilagt skilti. Lögregla greinir frá því á Twitter að vopnaður maður hafi rænt bílnum. Lögreglan hleypti af skotum þegar hann var stöðvaður við Krebs gate. Skotið var á dekk sjúkrabílsins en ku maðurinn ekki hafa særst við handtöku. Vitni segja manninn einnig hafa skotið á lögregluþjóna en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu.Samkvæmt lögreglunni ók maðurinn um í fimmtán mínútur áður en hann var stöðvaður. Leit stendur yfir að konu sem talin er koma að málinu. Er hún sögð vera 165 sentimetrar á hæð., krullað brúnt hét, í svörtum jakka og undir áhrifum. Ekki liggur fyrir um fjölda slasaða að svo stöddu. Sjö mánaða tvíburarar voru í barnavagni sem ekið var á. Annar tvíburanna særðist lítillega en ekki er vitað um ástandið hins. Maðurinn sem stal sjúkrabílnum er talinn hafa velt bíl sínum þar nærri. Vitni segir hann hafa skriðið út úr bílnum með poka úr Ikea og flúið af vettvangi slyssins. Skömmu eftir það er hann sagður hafa stolið sjúkrabílnum.Hér að neðan má meðal annars sjá myndband af lögregluþjónum reyna að stöðva sjúkrabílinn og skjóta á hann. #Oslo Vi har kontroll på en ambulanse som ble stjålet, av en bevæpnet mann. Det ble avfyrt skudd for å stanse gjerningsmannen, han er ikke kritisk skadd. Oppdatering vil komme. — OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) October 22, 2019 Noregur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á fjölda fólks í hverfinu Torshov í Osló um hádegisbil í dag. NRK segir frá því að sjúkralið hafi verið í útkalli við Åsengata í Torshov þegar bílnum var rænt. Í fréttinni segir að sjúkrabílnum hafi verið ekið á fólk, barnavagn og eyðilagt skilti. Lögregla greinir frá því á Twitter að vopnaður maður hafi rænt bílnum. Lögreglan hleypti af skotum þegar hann var stöðvaður við Krebs gate. Skotið var á dekk sjúkrabílsins en ku maðurinn ekki hafa særst við handtöku. Vitni segja manninn einnig hafa skotið á lögregluþjóna en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu.Samkvæmt lögreglunni ók maðurinn um í fimmtán mínútur áður en hann var stöðvaður. Leit stendur yfir að konu sem talin er koma að málinu. Er hún sögð vera 165 sentimetrar á hæð., krullað brúnt hét, í svörtum jakka og undir áhrifum. Ekki liggur fyrir um fjölda slasaða að svo stöddu. Sjö mánaða tvíburarar voru í barnavagni sem ekið var á. Annar tvíburanna særðist lítillega en ekki er vitað um ástandið hins. Maðurinn sem stal sjúkrabílnum er talinn hafa velt bíl sínum þar nærri. Vitni segir hann hafa skriðið út úr bílnum með poka úr Ikea og flúið af vettvangi slyssins. Skömmu eftir það er hann sagður hafa stolið sjúkrabílnum.Hér að neðan má meðal annars sjá myndband af lögregluþjónum reyna að stöðva sjúkrabílinn og skjóta á hann. #Oslo Vi har kontroll på en ambulanse som ble stjålet, av en bevæpnet mann. Det ble avfyrt skudd for å stanse gjerningsmannen, han er ikke kritisk skadd. Oppdatering vil komme. — OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) October 22, 2019
Noregur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira