Stórt skref í íbúalýðræði Dóra Magnúsdóttir skrifar 22. október 2019 07:00 Ný íbúaráð í hverfum og borgarhlutum Reykjavíkur taka til starfa á næstu vikum og standa vonir okkar, sem að undirbúningi nýrra ráða höfum staðið, að hér verði tekið stórt skref í lýðræðisátt. Ég tók við formennsku í hverfisráði Háaleitis og Bústaða vorið 2014 og fannst mér ég heyra það víða frá að hverfisráðin væru ekki að sinna sínu hlutverki nægilega vel. Eftir á að hyggja voru þetta fremur óheppileg skilaboð sem trufluðu mig í að mynda mér sjálfstæða skoðun á starfinu. Ég gerði þó mitt besta til að læra „umferðarreglurnar“ í þessari vinnu og kynnast því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Eftir nokkurn tíma varð ég þess áskynja að hverfisráðin höfðu í reynd heilmikið að segja og lögðu oft heilmikið af mörkum á vogarskálarnar við að breyta ýmsu varðandi málefni hverfanna, bæði stór og smá, þó svo áhrifin væru stundum lítt sýnileg og árangur af vinnunni tók oft langan tíma. Hverfisráðin gömlu voru svo sannarlega ekki fullkomin og það var orðið tímabært að endurskoða þau frá A-Ö. Það hefur nú verið gert með tilkomu nýrra íbúaráða sem munu taka til starfa á næstu vikum. Fljótlega eftir að nýr meirihluti tók til starfa í Reykjavík var ákveðið að hverfisráðin myndu ekki taka til starfa í óbreyttri mynd eða þar til niðurstaða væri komin varðandi breytingar á fyrirkomulagi þeirra. Farið var í mikið og víðtækt samráð við fólk í hverfum borgarinnar og ótal hugmyndum safnað. Þeir þættir sem voru gagnrýndir í samráðsferlinu voru of hátt hlutfall kjörinna fulltrúa í gömlu ráðunum, en þeir voru fimm, þrír úr meirihluta og tveir úr minnihluta en fulltrúum íbúasamtaka bauðst að sitja fundina sem áheyrnarfulltrúar. Þessu hefur nú verið breytt þannig að nú eru helmingaskipti, þrír kjörnir fulltrúar og þrír fulltrúar úr grasrótarstarfi hverfanna; einn fulltrúi íbúasamtaka, einn fulltrúi foreldrafélags skólastarfs og einn slembivalinn og hafa allir fulltrúar kosningarétt og sama vægi í ráðinu. Mikilvægt þótti að halda inni kjörnum fulltrúum vegna tengsla við stjórnsýslu borgarinnar; fagsvið, pólitísk ráð og nefndir en að sama skapi var mikilvægt að gera fulltrúum félagsstarfs í hverfunum hærra undir höfði. Nú verður í fyrsta sinn gerð tilraun með slembival fulltrúa í hverfastarfi en slíkt fyrirkomulag hefur gefist vel víða erlendis. Sú staða er uppi í flestum borgarhlutum að fleiri en ein íbúasamtök og foreldrafélög eru starfandi en þeim gefst kostur á að skipta hlutverkinu á milli sín á tímabilinu. Þetta fyrirkomulag íbúaráðanna er tilraunaverkefni sem verður endurmetið eftir eitt ár. Það sem skiptir þó mestu máli, og er að mínu mati eitt mikilvægasta lýðræðisskref sem tekur hefur verið í málefnum borgarbúa síðustu áratugi, er að nú verða fundirnir opnir sem þýðir að fulltrúar alls félagsstarfs í hverfunum, sem ekki eiga formlegan fulltrúa hverju sinni, geta mætt á fundi, sent inn tillögur innan ákveðins tímaramma og tekið þátt í umræðum um þau málefni sem verða á dagskrá funda íbúaráðanna. Á það sama að sjálfsögðu við um alla íbúa hverfanna.Höfundur er nýskipaður formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Magnúsdóttir Reykjavík Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Ný íbúaráð í hverfum og borgarhlutum Reykjavíkur taka til starfa á næstu vikum og standa vonir okkar, sem að undirbúningi nýrra ráða höfum staðið, að hér verði tekið stórt skref í lýðræðisátt. Ég tók við formennsku í hverfisráði Háaleitis og Bústaða vorið 2014 og fannst mér ég heyra það víða frá að hverfisráðin væru ekki að sinna sínu hlutverki nægilega vel. Eftir á að hyggja voru þetta fremur óheppileg skilaboð sem trufluðu mig í að mynda mér sjálfstæða skoðun á starfinu. Ég gerði þó mitt besta til að læra „umferðarreglurnar“ í þessari vinnu og kynnast því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Eftir nokkurn tíma varð ég þess áskynja að hverfisráðin höfðu í reynd heilmikið að segja og lögðu oft heilmikið af mörkum á vogarskálarnar við að breyta ýmsu varðandi málefni hverfanna, bæði stór og smá, þó svo áhrifin væru stundum lítt sýnileg og árangur af vinnunni tók oft langan tíma. Hverfisráðin gömlu voru svo sannarlega ekki fullkomin og það var orðið tímabært að endurskoða þau frá A-Ö. Það hefur nú verið gert með tilkomu nýrra íbúaráða sem munu taka til starfa á næstu vikum. Fljótlega eftir að nýr meirihluti tók til starfa í Reykjavík var ákveðið að hverfisráðin myndu ekki taka til starfa í óbreyttri mynd eða þar til niðurstaða væri komin varðandi breytingar á fyrirkomulagi þeirra. Farið var í mikið og víðtækt samráð við fólk í hverfum borgarinnar og ótal hugmyndum safnað. Þeir þættir sem voru gagnrýndir í samráðsferlinu voru of hátt hlutfall kjörinna fulltrúa í gömlu ráðunum, en þeir voru fimm, þrír úr meirihluta og tveir úr minnihluta en fulltrúum íbúasamtaka bauðst að sitja fundina sem áheyrnarfulltrúar. Þessu hefur nú verið breytt þannig að nú eru helmingaskipti, þrír kjörnir fulltrúar og þrír fulltrúar úr grasrótarstarfi hverfanna; einn fulltrúi íbúasamtaka, einn fulltrúi foreldrafélags skólastarfs og einn slembivalinn og hafa allir fulltrúar kosningarétt og sama vægi í ráðinu. Mikilvægt þótti að halda inni kjörnum fulltrúum vegna tengsla við stjórnsýslu borgarinnar; fagsvið, pólitísk ráð og nefndir en að sama skapi var mikilvægt að gera fulltrúum félagsstarfs í hverfunum hærra undir höfði. Nú verður í fyrsta sinn gerð tilraun með slembival fulltrúa í hverfastarfi en slíkt fyrirkomulag hefur gefist vel víða erlendis. Sú staða er uppi í flestum borgarhlutum að fleiri en ein íbúasamtök og foreldrafélög eru starfandi en þeim gefst kostur á að skipta hlutverkinu á milli sín á tímabilinu. Þetta fyrirkomulag íbúaráðanna er tilraunaverkefni sem verður endurmetið eftir eitt ár. Það sem skiptir þó mestu máli, og er að mínu mati eitt mikilvægasta lýðræðisskref sem tekur hefur verið í málefnum borgarbúa síðustu áratugi, er að nú verða fundirnir opnir sem þýðir að fulltrúar alls félagsstarfs í hverfunum, sem ekki eiga formlegan fulltrúa hverju sinni, geta mætt á fundi, sent inn tillögur innan ákveðins tímaramma og tekið þátt í umræðum um þau málefni sem verða á dagskrá funda íbúaráðanna. Á það sama að sjálfsögðu við um alla íbúa hverfanna.Höfundur er nýskipaður formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar