Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 13:41 Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/EPA Rannsókn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna leiddi í ljós að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, misfór ekki viljandi með leynilegar upplýsingar með því að nota einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra. Umfjöllun um málið reyndist Clinton erfiður ljár í þúfu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Málið snerist um að þegar Clinton var utanríkisráðherra notaði hún einkatölvupóstþjón í störfum sínum frekar en opinbert póstfang sitt á vegum alríkisstjórnarinnar. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakaði meðal annars hvort Clinton hefði þannig misfarið með leynilegar upplýsingar en felldi rannsóknina niður án þess að nokkur væri ákærður árið 2016. Umfjöllun um tölvupóstana fór hátt í kosningabaráttunni árið 2016 þegar Clinton atti kappi við Donald Trump, núverandi forseta. James Comey, þáverandi forstjóri FBI, var harðlega gagnrýndur fyrir veita Clinton ákúrur fyrir vangát með tölvupóstana þrátt fyrir að FBI hefði ekki talið nokkuð saknæmt hafa gerst. Aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar skrifaði Comey Bandaríkjaþingi svo umdeild bréf þar sem hann sagði að FBI hefði opnað rannsóknina á tölvupóstum Clinton eftir að fleiri tölvupóstar fundust við aðra og ótengda sakamálarannsókn. Ekkert frekar kom fram í þeim póstum en rök hafa verið færð fyrir því að bréf Comey hafi mögulega veitt framboði Clinton náðarhöggið svo skömmu fyrir kjördag.Bað Rússa um að finna póstana Utanríkisráðuneytið rannsakaði tölvupóstana í um þrjú ár. Niðurstaða þess var að þó að aukin hætta á að leynilegar upplýsingar gætu borist fylgdi því að Clinton notaði eigin tölvupóstþjón hafi ekkert kerfisbundið eða vísvitandi misferli átt sér stað í meðferð upplýsinganna, að sögn New York Times. Þrjátíu og átta núverandi og fyrrverandi embættismenn voru taldir sekir um að brjóta gegn öryggisverkferlum með tölvupóstum sem fóru í gegnum tölvupóstþjón Clinton. Rannsakendur töldu engu að síður að í langflestum tilfellum hafi embættismenn vitað af ferlunum og reynt sitt besta til að fara eftir þeim. „Það voru engar sannfærandi vísbendingar um kerfisbundið, viljandi misferli með leynilegar upplýsingar,“ segir í skýrslu rannsakendanna. Trump og fleiri repúblikanar hafa ítrekað ráðist að Clinton vegna tölvupóstsmálsins. Í kosningabaráttunni hvatti Trump rússnesk stjórnvöld meðal annars til þess að finna tölvupósta sem starfsmenn Clinton eyddu af tölvupóstþjóninum á þeim forsendum að þeir vörðuðu persónuleg mál, frekar en störf hennar sem ráðherra. Þrátt fyrir það hefur fjöldi ráðgjafa og embættismanna Trump viðurkennt að nota eigin samskiptaleiðir í opinberum störfum. Þannig hafa Ivanka Trump, dóttir forsetans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, notað eigin tölvupóst í opinberum störfum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Rannsókn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna leiddi í ljós að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, misfór ekki viljandi með leynilegar upplýsingar með því að nota einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra. Umfjöllun um málið reyndist Clinton erfiður ljár í þúfu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Málið snerist um að þegar Clinton var utanríkisráðherra notaði hún einkatölvupóstþjón í störfum sínum frekar en opinbert póstfang sitt á vegum alríkisstjórnarinnar. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakaði meðal annars hvort Clinton hefði þannig misfarið með leynilegar upplýsingar en felldi rannsóknina niður án þess að nokkur væri ákærður árið 2016. Umfjöllun um tölvupóstana fór hátt í kosningabaráttunni árið 2016 þegar Clinton atti kappi við Donald Trump, núverandi forseta. James Comey, þáverandi forstjóri FBI, var harðlega gagnrýndur fyrir veita Clinton ákúrur fyrir vangát með tölvupóstana þrátt fyrir að FBI hefði ekki talið nokkuð saknæmt hafa gerst. Aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar skrifaði Comey Bandaríkjaþingi svo umdeild bréf þar sem hann sagði að FBI hefði opnað rannsóknina á tölvupóstum Clinton eftir að fleiri tölvupóstar fundust við aðra og ótengda sakamálarannsókn. Ekkert frekar kom fram í þeim póstum en rök hafa verið færð fyrir því að bréf Comey hafi mögulega veitt framboði Clinton náðarhöggið svo skömmu fyrir kjördag.Bað Rússa um að finna póstana Utanríkisráðuneytið rannsakaði tölvupóstana í um þrjú ár. Niðurstaða þess var að þó að aukin hætta á að leynilegar upplýsingar gætu borist fylgdi því að Clinton notaði eigin tölvupóstþjón hafi ekkert kerfisbundið eða vísvitandi misferli átt sér stað í meðferð upplýsinganna, að sögn New York Times. Þrjátíu og átta núverandi og fyrrverandi embættismenn voru taldir sekir um að brjóta gegn öryggisverkferlum með tölvupóstum sem fóru í gegnum tölvupóstþjón Clinton. Rannsakendur töldu engu að síður að í langflestum tilfellum hafi embættismenn vitað af ferlunum og reynt sitt besta til að fara eftir þeim. „Það voru engar sannfærandi vísbendingar um kerfisbundið, viljandi misferli með leynilegar upplýsingar,“ segir í skýrslu rannsakendanna. Trump og fleiri repúblikanar hafa ítrekað ráðist að Clinton vegna tölvupóstsmálsins. Í kosningabaráttunni hvatti Trump rússnesk stjórnvöld meðal annars til þess að finna tölvupósta sem starfsmenn Clinton eyddu af tölvupóstþjóninum á þeim forsendum að þeir vörðuðu persónuleg mál, frekar en störf hennar sem ráðherra. Þrátt fyrir það hefur fjöldi ráðgjafa og embættismanna Trump viðurkennt að nota eigin samskiptaleiðir í opinberum störfum. Þannig hafa Ivanka Trump, dóttir forsetans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, notað eigin tölvupóst í opinberum störfum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30