Mark Clattenburg stakk upp í óánægða stuðningsmenn Liverpool: Þetta VAR allt rétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 09:30 Mark Clattenburg og svo þeir Divock Origi og Victor Lindelof í baráttunni. Samsett/Getty Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, var sáttur með umdeilda Varsjá í leik Manchester United og Liverpool í gær. Manchester United komst yfir í leiknum á marki sem Liverpool mönnum fannst aldrei átt að standa vegna meints brots á Divock Origi. Divock Origi missti boltann á hættulegum stað og Manchester United refsaði með marki eftir skyndisókn.REPORT: Adam Lallana rescues point for Liverpool against Man United in Old Trafford thriller where VAR takes centre stage https://t.co/V7r4Ibf1umpic.twitter.com/zbEHLWJinx — MailOnline Sport (@MailSport) October 20, 2019 Liverpool stuðningsmenn sáu Manchester United manninn Victor Lindelof sparka í Origi og vildu frá aukaspyrnu. Stuðningsmenn Manchester United sögðu Belganum aftur á móti að standa í lappirnar og sökuðu hann um leikaraskap. Mark Clattenburg fór yfir atvikið í pistli sínum í Daily Mail og það er hans mat að markið hafi átt að standa, sem það gerði. „Átti VAR að dæma mark Manchester United af. Nei. Það var hárrétt að leyfa marki Marcus Rashford að standa. Divock Origi datt eftir tæklingu frá Victor Lindelof en Martin Atkinson var í fullkominni aðstöðu til að sjá þetta,“ skrifaði Mark Clattenburg. „Martin Atkinson sá atvikið greinilega og leyfði leiknum að halda áfram. Það er hægt að deila um það hvort að það hafi verið brot á Origi og mitt mat er að það var rétt hjá Atkinson að leyfa leiknum að fljóta þarna,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg var einnig sammála því að dæma mark Sadio Mane af vegna hendi. „Boltinn fer greinilega í hendina á honum og hann græðir á þeirri snertingu. Það var því rétt að dæma markið af,“ skrifaði Clattenburg. Liverpool náði á endanum að jafna metin skömmu fyrir leikslok en þetta voru fyrstu tvö stigin sem Liverpool liðið tapar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, var sáttur með umdeilda Varsjá í leik Manchester United og Liverpool í gær. Manchester United komst yfir í leiknum á marki sem Liverpool mönnum fannst aldrei átt að standa vegna meints brots á Divock Origi. Divock Origi missti boltann á hættulegum stað og Manchester United refsaði með marki eftir skyndisókn.REPORT: Adam Lallana rescues point for Liverpool against Man United in Old Trafford thriller where VAR takes centre stage https://t.co/V7r4Ibf1umpic.twitter.com/zbEHLWJinx — MailOnline Sport (@MailSport) October 20, 2019 Liverpool stuðningsmenn sáu Manchester United manninn Victor Lindelof sparka í Origi og vildu frá aukaspyrnu. Stuðningsmenn Manchester United sögðu Belganum aftur á móti að standa í lappirnar og sökuðu hann um leikaraskap. Mark Clattenburg fór yfir atvikið í pistli sínum í Daily Mail og það er hans mat að markið hafi átt að standa, sem það gerði. „Átti VAR að dæma mark Manchester United af. Nei. Það var hárrétt að leyfa marki Marcus Rashford að standa. Divock Origi datt eftir tæklingu frá Victor Lindelof en Martin Atkinson var í fullkominni aðstöðu til að sjá þetta,“ skrifaði Mark Clattenburg. „Martin Atkinson sá atvikið greinilega og leyfði leiknum að halda áfram. Það er hægt að deila um það hvort að það hafi verið brot á Origi og mitt mat er að það var rétt hjá Atkinson að leyfa leiknum að fljóta þarna,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg var einnig sammála því að dæma mark Sadio Mane af vegna hendi. „Boltinn fer greinilega í hendina á honum og hann græðir á þeirri snertingu. Það var því rétt að dæma markið af,“ skrifaði Clattenburg. Liverpool náði á endanum að jafna metin skömmu fyrir leikslok en þetta voru fyrstu tvö stigin sem Liverpool liðið tapar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira