Ábyrgð Íslands í samfélagi þjóðanna Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 21. október 2019 07:00 Íslendingum er í mun að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna. Í nýlegri könnun kemur fram að 86% þjóðarinnar telji það siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum. Íslendingar nutu á sínum tíma góðs af lánum frá Alþjóðabankanum á árunum 1951-1973 til uppbyggingar innviða í okkar eigin samfélagi og þarf tæpast að fjölyrða um þá framþróun sem orðið hefur á Íslandi frá miðri síðustu öld. Í dag er Alþjóðabankinn hins vegar einn helsti vettvangur íslenskrar þróunarsamvinnu og næstu tvö árin situr Ísland í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) er ein fimm stofnana Alþjóðabankans og sú þeirra sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin. Á hverju ári leggur hún fram um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum löndum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum er m.a. varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þessum löndum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála IDA. Íslendingar geta verið stoltir af 58 ára farsælu samstarfi við IDA en með því höfum við gegnum tíðina átt þátt í að bólusetja 330 milljónir barna, veita 96 milljónum manna aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónum manna grunnheilbrigðisþjónustu – en slíkur var árangurinn af verkefnum IDA undanfarin átta ár. Í nýrri stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu segir að með virkri þátttöku leitist Ísland við að uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Þátttaka Íslands í IDA er mikilvægur hluti af því starfi.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkismál Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Íslendingum er í mun að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna. Í nýlegri könnun kemur fram að 86% þjóðarinnar telji það siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum. Íslendingar nutu á sínum tíma góðs af lánum frá Alþjóðabankanum á árunum 1951-1973 til uppbyggingar innviða í okkar eigin samfélagi og þarf tæpast að fjölyrða um þá framþróun sem orðið hefur á Íslandi frá miðri síðustu öld. Í dag er Alþjóðabankinn hins vegar einn helsti vettvangur íslenskrar þróunarsamvinnu og næstu tvö árin situr Ísland í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) er ein fimm stofnana Alþjóðabankans og sú þeirra sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin. Á hverju ári leggur hún fram um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum löndum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum er m.a. varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þessum löndum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála IDA. Íslendingar geta verið stoltir af 58 ára farsælu samstarfi við IDA en með því höfum við gegnum tíðina átt þátt í að bólusetja 330 milljónir barna, veita 96 milljónum manna aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónum manna grunnheilbrigðisþjónustu – en slíkur var árangurinn af verkefnum IDA undanfarin átta ár. Í nýrri stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu segir að með virkri þátttöku leitist Ísland við að uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Þátttaka Íslands í IDA er mikilvægur hluti af því starfi.Höfundur er utanríkisráðherra
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun