Klopp kvartaði undan myndbandsdómgæslu eftir jafnteflið á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2019 07:00 Klopp hefur ekki enn tekist að sigra á Old Trafford Jürgen Norbert Klopp, hinn síkáti og skemmtilegi þjálfari Liverpool, var vægast sagt ósáttur með varsjána eða myndbandsdómgæslu í leik liðsins geg Manchester United í gær. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og varð til þess að Liverpool tókst ekki að jafna met Chelsea frá 2005. Í viðtali eftir leik sagði Klopp að mark Manchester United í leiknum sýndi fram á galla myndbandsdómgæslu og tilgangs hennar. Í aðdraganda marksins fékk Divock Origi smá snertingu frá Victor Lindelöf og hrundi í jörðina. Í reglum varðandi notkun myndbandsdómgæslu kemur fram að mistök dómara þurfa að vera augljós og þetta féll því ekki undir það. Svo má deila um hvort þetta hafi í raun verið brot. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, benti á að fótbolti væri ekki körfubolti og því mættu menn rekast saman endrum og eins án þess að um brot væri að ræða. Varðandi leikinn sjálfan þá var Klopp nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en Adam Lallana jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við áttum góð augnablik í síðari hálfleik en í fyrri hálfleik leyfðum við Manchester United að gera það sem þeir vildu, leyfðum þeim að vera árásagjarnir og vinna knöttinn út um allan völl,“ sagði Klopp eftir leik. „Nánast allt var á móti okkur í dag en við töpuðum ekki. Við áttum skilið stigið, ég er 100% viss um það,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Jürgen Norbert Klopp, hinn síkáti og skemmtilegi þjálfari Liverpool, var vægast sagt ósáttur með varsjána eða myndbandsdómgæslu í leik liðsins geg Manchester United í gær. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og varð til þess að Liverpool tókst ekki að jafna met Chelsea frá 2005. Í viðtali eftir leik sagði Klopp að mark Manchester United í leiknum sýndi fram á galla myndbandsdómgæslu og tilgangs hennar. Í aðdraganda marksins fékk Divock Origi smá snertingu frá Victor Lindelöf og hrundi í jörðina. Í reglum varðandi notkun myndbandsdómgæslu kemur fram að mistök dómara þurfa að vera augljós og þetta féll því ekki undir það. Svo má deila um hvort þetta hafi í raun verið brot. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, benti á að fótbolti væri ekki körfubolti og því mættu menn rekast saman endrum og eins án þess að um brot væri að ræða. Varðandi leikinn sjálfan þá var Klopp nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en Adam Lallana jafnaði metin þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Við áttum góð augnablik í síðari hálfleik en í fyrri hálfleik leyfðum við Manchester United að gera það sem þeir vildu, leyfðum þeim að vera árásagjarnir og vinna knöttinn út um allan völl,“ sagði Klopp eftir leik. „Nánast allt var á móti okkur í dag en við töpuðum ekki. Við áttum skilið stigið, ég er 100% viss um það,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30
Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15