Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2019 14:47 Áætlað er að frá hjólbörðum berist árlega 160-230 tonn af örplasti til sjávar. Vísir/vilhelm Hjólbarðar eru langstærsta uppspretta örplasts á Íslandi, eða um 75 prósent. Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslu sjávarlíftæknisetursins Biopol. Skýrslan var unnin fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og var kynnt á málþingi sem fram fór í dag. Plastrusl finnst hvarvetna í hafinu af öllum stærðum og gerðum, allt niður í örplastagnir sem myndast ýmist við niðurbrot plasts í sjónum eða berast þangað frá landi. Í skýrslunni voru greindar uppsprettur örplasts á Íslandi, lagt mat á stærð þeirra og eftir hvaða leiðum örplastið berst til sjávar. Hjólbarðar innihalda plast sem verður að örplasti við slit og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru hjólbarðar langstærsta uppspretta örplasts hér landi eða um 75 prósent. Áætlað er að frá þeim berist árlega 160-230 tonn til sjávar. Hjólbarðar eru einnig langstærsta einstaka uppspretta örplasts í nágrannalöndum. Plastagnir úr vegmerkingum koma næst hér á landi en um 6-43 tonn berast árlega í sjóinn frá þeim. Þar á eftir er plast úr húsamálningu, eða um 15-36 tonn, þá plastagnir frá þvotti, 8-32 tonn og plast úr skipamálningu, 3-10 tonn. Aðrar uppsprettur eru mun smærri, svo sem gervigrasvellir, snyrtivörur og urðunarstaðir. Þá eru farleiðir örplasts til hafs ólíkar eftir uppsprettum og misflókið að meta stærð þeirra. Af skýrslunni má ráða að 90 prósent eða meira af örplasti sem myndast á landi berist með regnvatni til sjávar. Helstu farleiðir örplasts í hafið eru því með rennandi vatni af vegum, götum og stéttum, m.a. í gegn um niðurföll og ræsi. Umhverfismál Tengdar fréttir Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Hjólbarðar eru langstærsta uppspretta örplasts á Íslandi, eða um 75 prósent. Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslu sjávarlíftæknisetursins Biopol. Skýrslan var unnin fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og var kynnt á málþingi sem fram fór í dag. Plastrusl finnst hvarvetna í hafinu af öllum stærðum og gerðum, allt niður í örplastagnir sem myndast ýmist við niðurbrot plasts í sjónum eða berast þangað frá landi. Í skýrslunni voru greindar uppsprettur örplasts á Íslandi, lagt mat á stærð þeirra og eftir hvaða leiðum örplastið berst til sjávar. Hjólbarðar innihalda plast sem verður að örplasti við slit og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru hjólbarðar langstærsta uppspretta örplasts hér landi eða um 75 prósent. Áætlað er að frá þeim berist árlega 160-230 tonn til sjávar. Hjólbarðar eru einnig langstærsta einstaka uppspretta örplasts í nágrannalöndum. Plastagnir úr vegmerkingum koma næst hér á landi en um 6-43 tonn berast árlega í sjóinn frá þeim. Þar á eftir er plast úr húsamálningu, eða um 15-36 tonn, þá plastagnir frá þvotti, 8-32 tonn og plast úr skipamálningu, 3-10 tonn. Aðrar uppsprettur eru mun smærri, svo sem gervigrasvellir, snyrtivörur og urðunarstaðir. Þá eru farleiðir örplasts til hafs ólíkar eftir uppsprettum og misflókið að meta stærð þeirra. Af skýrslunni má ráða að 90 prósent eða meira af örplasti sem myndast á landi berist með regnvatni til sjávar. Helstu farleiðir örplasts í hafið eru því með rennandi vatni af vegum, götum og stéttum, m.a. í gegn um niðurföll og ræsi.
Umhverfismál Tengdar fréttir Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30
Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30
Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57