Vara flugmenn við að treysta á Reykjavíkurflugvöll við erfið skilyrði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 11:18 Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Egill Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna telur að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þurfi Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma séu líkur á ísingu og skertum bremsuskilyrðum. Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp undanfarið eitt og hálft ár þar sem væntingar flugmanna með þjónustu Isavia hafa brugðist. Þetta kemur fram í mati öryggisnefndarinnar sem birtist á vef FÍA í dag og sent var íslenskum atvinnuflugmönnum í tölvupósti. Þar segir að áhafnir flugvéla hafi í gegnum tíðina getað reitt sig á Reykjavíkurflugvöll sem ákjósanlegan varaflugvöll. Undanfarin ár hafi þó þrengt að vellinum, ekki síst vegna takmarkana á þjónustutíma sem auglýstur sé í flugmálahandbók, AIP Iceland. Í bókinni kemur fram að Reykjavíkurflugvöllur sé lokaður fyrir allri umferð frá klukkan 23 að kvöldi til sjö að morgni á virkum dögum en átta að morgni um helgar. Þá er hann lokaður ýmsa helgidaga. Hins vegar segir einnig í bókinni að Reykjavíkurflugvöll sé hægt að fá opnaðan með flugupplýsingaþjónustu (AFIS) utan þjónustutíma með 15 mínútna fyrirvara, meðal annars fyrir millilandaflug sem notar flugvöllinn sem varaflugvöll. „Nú hafa komið upp amk. tvö tilvik á 18 mánuðum þar sem væntingar flugmanna til þessarar þjónustu hafa brugðist og Isavia ekki tekist að gera flugvöllinn nothæfan á 15 mínútum eins og kemur fram í flugmálahandbók,“ segir í mati öryggisnefndarinnar. Það er því mat Öryggisnefndar FÍA að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þarf Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma ef líkur eru á ísingu og skertum bremsuskilyrðum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna telur að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þurfi Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma séu líkur á ísingu og skertum bremsuskilyrðum. Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp undanfarið eitt og hálft ár þar sem væntingar flugmanna með þjónustu Isavia hafa brugðist. Þetta kemur fram í mati öryggisnefndarinnar sem birtist á vef FÍA í dag og sent var íslenskum atvinnuflugmönnum í tölvupósti. Þar segir að áhafnir flugvéla hafi í gegnum tíðina getað reitt sig á Reykjavíkurflugvöll sem ákjósanlegan varaflugvöll. Undanfarin ár hafi þó þrengt að vellinum, ekki síst vegna takmarkana á þjónustutíma sem auglýstur sé í flugmálahandbók, AIP Iceland. Í bókinni kemur fram að Reykjavíkurflugvöllur sé lokaður fyrir allri umferð frá klukkan 23 að kvöldi til sjö að morgni á virkum dögum en átta að morgni um helgar. Þá er hann lokaður ýmsa helgidaga. Hins vegar segir einnig í bókinni að Reykjavíkurflugvöll sé hægt að fá opnaðan með flugupplýsingaþjónustu (AFIS) utan þjónustutíma með 15 mínútna fyrirvara, meðal annars fyrir millilandaflug sem notar flugvöllinn sem varaflugvöll. „Nú hafa komið upp amk. tvö tilvik á 18 mánuðum þar sem væntingar flugmanna til þessarar þjónustu hafa brugðist og Isavia ekki tekist að gera flugvöllinn nothæfan á 15 mínútum eins og kemur fram í flugmálahandbók,“ segir í mati öryggisnefndarinnar. Það er því mat Öryggisnefndar FÍA að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þarf Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma ef líkur eru á ísingu og skertum bremsuskilyrðum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30