Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 16:50 Guðlaugur Þór Þórðarson ávarpaði Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi í dag. norden.org/Johannes Jansson Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verður falið að skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlandanna enn frekar. Gert er ráð fyrir að nýjar tillögur verði settar fram í skýrslunni sem muni liggja fyrir um mitt næsta ár. Samstaða náðist um þetta á fundi norrænna utanríkisráðherra í dag og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi frá í ræðu sem hann flutti á þingi Norðurlandaráðs í dag. „Það er mér mikil ánægja að náðst hafi samstaða um frekari eflingu norræns samstarfs á alþjóðavettvangi og ekki síður að Björn Bjarnason skyldi veljast til verksins. Fáir eru eins vel í stakk búnir til að móta framtíðarsýn í þessum málum,“ sagði Guðlaugur Þór. Efling samstarfsins hafi verið forgangsmál í formennsku Íslands í samstarfi norrænu utanríkisráðherranna. Fyrsti áfanginn í þeirri vinnu var stöðuskýrsla sem forstöðumenn norrænu alþjóðastofnananna unnu og afhentu í vor um framkvæmd tillagna úr skýrslu Thorvald Stoltenbergs frá 2009 að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Björn Bjarnason mun skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlanda enn frekar.Fréttablaðið/VilhelmNorðurslóðir og málefni hinsegin fólks Guðlaugur Þór fór um víðan völl í ræðu sinni en hann gerði málefni hinsegin fólks meðal annars að umræðuefni. „Norðurlöndin voru í fararbroddi þeirra ríkja sem settu umhverfismál og jafnréttimál á oddinn, og barátta okkar í málefnum LGBTI fólks hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi barátta okkar, ásamt fjölda annarra sem betur fer, hefur fært þessi mál frá jaðri inn á miðju í mörgum samfélögum,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá vék hann máli sínu að málefnum norðurslóða og auknum áhuga Bandaríkjamanna á svæðinu en Ísland gegnir nú formennsku í Norðurskautsráðinu. „Það er ánægjuefni enda viljum að Bandaríkin séu sem virkust á alþjóðavettvangi. Það er mikilvægt að hafa í huga að núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi kalla á meiri, en ekki minni, samvinnu við okkar bandamenn,“ sagði Guðlaugur Þór. Mannréttindi Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verður falið að skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlandanna enn frekar. Gert er ráð fyrir að nýjar tillögur verði settar fram í skýrslunni sem muni liggja fyrir um mitt næsta ár. Samstaða náðist um þetta á fundi norrænna utanríkisráðherra í dag og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi frá í ræðu sem hann flutti á þingi Norðurlandaráðs í dag. „Það er mér mikil ánægja að náðst hafi samstaða um frekari eflingu norræns samstarfs á alþjóðavettvangi og ekki síður að Björn Bjarnason skyldi veljast til verksins. Fáir eru eins vel í stakk búnir til að móta framtíðarsýn í þessum málum,“ sagði Guðlaugur Þór. Efling samstarfsins hafi verið forgangsmál í formennsku Íslands í samstarfi norrænu utanríkisráðherranna. Fyrsti áfanginn í þeirri vinnu var stöðuskýrsla sem forstöðumenn norrænu alþjóðastofnananna unnu og afhentu í vor um framkvæmd tillagna úr skýrslu Thorvald Stoltenbergs frá 2009 að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Björn Bjarnason mun skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlanda enn frekar.Fréttablaðið/VilhelmNorðurslóðir og málefni hinsegin fólks Guðlaugur Þór fór um víðan völl í ræðu sinni en hann gerði málefni hinsegin fólks meðal annars að umræðuefni. „Norðurlöndin voru í fararbroddi þeirra ríkja sem settu umhverfismál og jafnréttimál á oddinn, og barátta okkar í málefnum LGBTI fólks hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi barátta okkar, ásamt fjölda annarra sem betur fer, hefur fært þessi mál frá jaðri inn á miðju í mörgum samfélögum,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá vék hann máli sínu að málefnum norðurslóða og auknum áhuga Bandaríkjamanna á svæðinu en Ísland gegnir nú formennsku í Norðurskautsráðinu. „Það er ánægjuefni enda viljum að Bandaríkin séu sem virkust á alþjóðavettvangi. Það er mikilvægt að hafa í huga að núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi kalla á meiri, en ekki minni, samvinnu við okkar bandamenn,“ sagði Guðlaugur Þór.
Mannréttindi Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira