Körfubolti

Kinu látinn fara frá Hamri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kinu í leik með Þór gegn KR.
Kinu í leik með Þór gegn KR. vísir/bára
1. deildarlið Hamars í Hveragerði ákvað í dag að segja upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Kinu Rochford.

Kinu kom til félagsins í upphafi leiktíðar en staldraði stutt við í blómabænum.

Kinu var með um 20 stig og 12 fráköst að meðaltali í leik hjá Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppninni í Dominos-deildinni í fyrra en er með 11,8 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik með Hamri í vetur.

Máté Dalmay, þjálfari Hamars, staðfesti að samningi við Kinu hefði verið sagt upp en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.


Tengdar fréttir

Kinu: Ég hata ekki Ísland

Körfuboltakappinn Kinu Rochford hjá Hamri segist alls ekki hata Ísland eins og hann lét í skína á tísti á Twitter fyrr í dag. Hann hefur fjarlægt tístið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×