Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 17:06 Sigmundur Davíð hélt ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins í Reykjanesbæ. vísir/vilhelm Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag. Miðflokkurinn leitar um þessar mundir að reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera kerfis. Í samtali við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigmundur vonast til þess að reynslusögurnar nýtist til þess að kortleggja þann vanda sem þingmenn Miðflokksins hafa orðið varir við að sé til staðar og í framhaldinu verði hægt að leita leiða til að leysa þann vanda. „Það kemur í framhaldi af því að ég og aðrir þingmenn höfum upplifað það á ferðum okkar og fundum að heyra endalaust af slíkum sögum. Við töldum rétt að reyna að ná einhverri heildarmynd, kortleggja vandann til þess að bregðast við honum,“ sagði Sigmundur Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Finna lausnirnar og framkvæmda þær Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins sagði Sigmundur Davíð að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að lýðræðið væri hætt að virka sem skildi og í raun væri það kerfið sem réði. „Við í Miðflokknum höfum kynnt að eitt af megináhersluefnum okkar næstu misseri verði að takast á við báknið og minnka það en gera kerfið um leið betur í stakk búið til að þjónusta almenning,“ sagði Sigmundur og bætti seinna við. „Það að okkur takist að vel upp er alveg sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulægri hópa samfélagsins.“ Sigmundur sagði að á fyrsta sólarhringnum eftir að flokkurinn hóf að auglýsa eftir reynslusögum hafi tugir sagna borist. Þær verði skoðaðar auk þeirra sem enn eiga eftir að bætast við og afraksturinn muni svo birtast í formi lausna. Þá lýsti Sigmundur því hvernig samfélagið gæti litið út ef „skynsemi og vilji almennings hefði ráðið för.“ „Búið væri að greiða úr mestu umferðarteppum höfuðborgarsvæðisins og Sundabraut langt komin. Eldri borgarar gætu valið um að vinna lengur eða setjast í helgan stein og njóta sparnaðar og lífeyristekna án þess að skerðingar eyðilegðu drauma þeirra um efri árin. Og nú í desember fengju meira að segja börn í Reykjavík að halda litlu jólin. Við værum eitt samfélag, öflugra en nokkru sinni fyrr og betur í stakk búið að nýta hugkvæmni fólksins og gæði landsins öllum til heilla,“ sagði Sigmundur og lauk að lokum máli sínu með því að segja að Miðflokkurinn gæti skilað þeim árangri. Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag. Miðflokkurinn leitar um þessar mundir að reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera kerfis. Í samtali við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigmundur vonast til þess að reynslusögurnar nýtist til þess að kortleggja þann vanda sem þingmenn Miðflokksins hafa orðið varir við að sé til staðar og í framhaldinu verði hægt að leita leiða til að leysa þann vanda. „Það kemur í framhaldi af því að ég og aðrir þingmenn höfum upplifað það á ferðum okkar og fundum að heyra endalaust af slíkum sögum. Við töldum rétt að reyna að ná einhverri heildarmynd, kortleggja vandann til þess að bregðast við honum,“ sagði Sigmundur Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Finna lausnirnar og framkvæmda þær Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins sagði Sigmundur Davíð að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að lýðræðið væri hætt að virka sem skildi og í raun væri það kerfið sem réði. „Við í Miðflokknum höfum kynnt að eitt af megináhersluefnum okkar næstu misseri verði að takast á við báknið og minnka það en gera kerfið um leið betur í stakk búið til að þjónusta almenning,“ sagði Sigmundur og bætti seinna við. „Það að okkur takist að vel upp er alveg sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulægri hópa samfélagsins.“ Sigmundur sagði að á fyrsta sólarhringnum eftir að flokkurinn hóf að auglýsa eftir reynslusögum hafi tugir sagna borist. Þær verði skoðaðar auk þeirra sem enn eiga eftir að bætast við og afraksturinn muni svo birtast í formi lausna. Þá lýsti Sigmundur því hvernig samfélagið gæti litið út ef „skynsemi og vilji almennings hefði ráðið för.“ „Búið væri að greiða úr mestu umferðarteppum höfuðborgarsvæðisins og Sundabraut langt komin. Eldri borgarar gætu valið um að vinna lengur eða setjast í helgan stein og njóta sparnaðar og lífeyristekna án þess að skerðingar eyðilegðu drauma þeirra um efri árin. Og nú í desember fengju meira að segja börn í Reykjavík að halda litlu jólin. Við værum eitt samfélag, öflugra en nokkru sinni fyrr og betur í stakk búið að nýta hugkvæmni fólksins og gæði landsins öllum til heilla,“ sagði Sigmundur og lauk að lokum máli sínu með því að segja að Miðflokkurinn gæti skilað þeim árangri.
Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira