Óútskýrð ítrekuð kattadráp í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. nóvember 2019 12:15 Kattarmálið í Hveragerði er undarlegt en nokkrir kettir hafa drepist í bæjarfélaginu án skýringa. Grunurinn beinist að frostlegi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kettir halda áfram að drepast í Hveragerði án nokkurra skýringa en helsti dettur mönnum í hug að kettirnir drepist af völdum frostlögs. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir málið ótrúlega leiðinlegt og vill ekki trúa því að einhver sé að drepa ketti viljandi. Nokkrir kettir hafa drepist í Hveragerði á árinu á dularfullan hátt án skýringa. Bæjaryfirvöld hafa fengið nóg af málinu og hafa tekið það í sínar hendur. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri í Hveragerði. „Við höfum ákveðið hér hjá Hveragerðisbæ að kortleggja þetta mál með frostlögseitranir og erum búin að biðja þá sem að geta með óhyggjandi hætti sýnt fram á það að dýrin þeirra hafi dáið af þeim völdum að hafa samband við okkur svo við getum kortlagt það svæði sem um er að ræða“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri. Og hún bætir við. „Ef við sjáum að þetta sé algengara á einu svæði en öðru þá ætlum við að fara að kemba það svæði með það fyrir augun að kanna hvort það geti verið að frostlögur sé að leka úr bílum eða jafnvel úr snjóbræðslum til þess að geta allavega útilokað þann möguleika“. „Jú, þetta er ekkert skemmtilegt. Það vill engin standa í svona. En það er alveg ljós að við viljum gera allt sem við getum til að uppræta þetta og ætlum að gera það)“. Aldís Hafsteindsóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.En eru kettir ekki velkomnir í Hveragerði eins og önnur dýr? „Jú, ég er sjálf mjög hrifin af köttum og hef átt nokkra. Þeir eru að sjálfsögðu velkomnir hér og við munum ekki líða svona, samfélagið vill þetta ekki, þetta er ólöglegt. Lögreglan gerir það sem hún getur til að uppræta svona hegðun en við þurfum fyrst og fremst að kanna hvort þetta geti verið einhverskonar óviljaverk, að það sé að leka einhversstaðar frá“, segir Aldís. B réf sem Aldís skrifaði til bæjarbúa inn á Facbookarsíðu Hvergerðinga: „Í ljósi umræðunnar varðandi ketti vil ég koma eftirfarandi á framfæri við bæjarbúa: Ég hef rætt þetta mál enn og aftur við lögregluna. Lögreglan vill koma því á framfæri að ef að fólk hefur rökstuddan grun um að eitrað hafi verið fyrir dýrum þá verður viðkomandi eigandi/forráðamaður að hafa samband og tilkynna atburðinn strax til lögreglu. Þannig er hægt að skrá málin og vinna með þau í framhaldinu. Við ræddum þetta einnig hér á bæjarskrifstofunni og nú viljum við gjarnan að þeir eigendur sem misst hafa dýrin sín og staðfest hefur verið að sé af völdum frostlögs hafi samband við bæjarskrifstofu og tilkynni málið og gefi jafnframt upp nafn og heimilisfang og hvar dýrið fannst ef það fannst utan heimilis. EKki tilkynna sögusagnir því við viljum heyra frá eigendum. Við höfum hug á að kortleggja svæðið sem um ræðir og kanna hvort eitthvað finnist með því sem leitt getur okkur á rétt spor. Einnig viljum við gjarnan beina því til húseigenda í Hveragerði og þá sérstaklega í kringum Laufskóga, Dynskóga, Frumskóga og Bláskóga að fara vel yfir alla bíla og farartæki sem mögulega geta lekið frostlegi og einnig allar snjóbræðslur á svæðinu. Ef að fylla þarf frostlegi ítrekað á kerfi getur það bent til leka. Þegar við höfum kortlagt svæðið munum við grípa til frekari aðgerða og þá sérstaklega ef að eitthvað mynstur kemur í ljós. Einnig hefur okkur verið sagt frá því að mögulegt er að setja staðsetningartæki á gæludýr og með því skrá ferðir dýranna. Þannig væri auðveldlega hægt að skrá ferðir þeirra og finna út hvar þau komast í óþerra ef það gerist. Það mætti sjálfsagt reyna það en ég veit þó ekki hvar maður fær þannig græju. En sem sagt: senda upplýsingar á mottaka@hveragerdi. Yfirfara alla bíla og snjóbræðslur og aðra staði sem mögulega gætu lekið frostlegi“. Dýr Hveragerði Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Kettir halda áfram að drepast í Hveragerði án nokkurra skýringa en helsti dettur mönnum í hug að kettirnir drepist af völdum frostlögs. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir málið ótrúlega leiðinlegt og vill ekki trúa því að einhver sé að drepa ketti viljandi. Nokkrir kettir hafa drepist í Hveragerði á árinu á dularfullan hátt án skýringa. Bæjaryfirvöld hafa fengið nóg af málinu og hafa tekið það í sínar hendur. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri í Hveragerði. „Við höfum ákveðið hér hjá Hveragerðisbæ að kortleggja þetta mál með frostlögseitranir og erum búin að biðja þá sem að geta með óhyggjandi hætti sýnt fram á það að dýrin þeirra hafi dáið af þeim völdum að hafa samband við okkur svo við getum kortlagt það svæði sem um er að ræða“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri. Og hún bætir við. „Ef við sjáum að þetta sé algengara á einu svæði en öðru þá ætlum við að fara að kemba það svæði með það fyrir augun að kanna hvort það geti verið að frostlögur sé að leka úr bílum eða jafnvel úr snjóbræðslum til þess að geta allavega útilokað þann möguleika“. „Jú, þetta er ekkert skemmtilegt. Það vill engin standa í svona. En það er alveg ljós að við viljum gera allt sem við getum til að uppræta þetta og ætlum að gera það)“. Aldís Hafsteindsóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.En eru kettir ekki velkomnir í Hveragerði eins og önnur dýr? „Jú, ég er sjálf mjög hrifin af köttum og hef átt nokkra. Þeir eru að sjálfsögðu velkomnir hér og við munum ekki líða svona, samfélagið vill þetta ekki, þetta er ólöglegt. Lögreglan gerir það sem hún getur til að uppræta svona hegðun en við þurfum fyrst og fremst að kanna hvort þetta geti verið einhverskonar óviljaverk, að það sé að leka einhversstaðar frá“, segir Aldís. B réf sem Aldís skrifaði til bæjarbúa inn á Facbookarsíðu Hvergerðinga: „Í ljósi umræðunnar varðandi ketti vil ég koma eftirfarandi á framfæri við bæjarbúa: Ég hef rætt þetta mál enn og aftur við lögregluna. Lögreglan vill koma því á framfæri að ef að fólk hefur rökstuddan grun um að eitrað hafi verið fyrir dýrum þá verður viðkomandi eigandi/forráðamaður að hafa samband og tilkynna atburðinn strax til lögreglu. Þannig er hægt að skrá málin og vinna með þau í framhaldinu. Við ræddum þetta einnig hér á bæjarskrifstofunni og nú viljum við gjarnan að þeir eigendur sem misst hafa dýrin sín og staðfest hefur verið að sé af völdum frostlögs hafi samband við bæjarskrifstofu og tilkynni málið og gefi jafnframt upp nafn og heimilisfang og hvar dýrið fannst ef það fannst utan heimilis. EKki tilkynna sögusagnir því við viljum heyra frá eigendum. Við höfum hug á að kortleggja svæðið sem um ræðir og kanna hvort eitthvað finnist með því sem leitt getur okkur á rétt spor. Einnig viljum við gjarnan beina því til húseigenda í Hveragerði og þá sérstaklega í kringum Laufskóga, Dynskóga, Frumskóga og Bláskóga að fara vel yfir alla bíla og farartæki sem mögulega geta lekið frostlegi og einnig allar snjóbræðslur á svæðinu. Ef að fylla þarf frostlegi ítrekað á kerfi getur það bent til leka. Þegar við höfum kortlagt svæðið munum við grípa til frekari aðgerða og þá sérstaklega ef að eitthvað mynstur kemur í ljós. Einnig hefur okkur verið sagt frá því að mögulegt er að setja staðsetningartæki á gæludýr og með því skrá ferðir dýranna. Þannig væri auðveldlega hægt að skrá ferðir þeirra og finna út hvar þau komast í óþerra ef það gerist. Það mætti sjálfsagt reyna það en ég veit þó ekki hvar maður fær þannig græju. En sem sagt: senda upplýsingar á mottaka@hveragerdi. Yfirfara alla bíla og snjóbræðslur og aðra staði sem mögulega gætu lekið frostlegi“.
Dýr Hveragerði Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira