Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2019 20:50 Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. EPA/MICK TSIKAS Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Atlantshafsbandalagið „heiladautt“ og segir ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin. Hann sagði þar að auki að mögulega þyrfti að endurskoða tilgang bandalagsins, með tilliti til viðhorfs yfirvalda Bandaríkjanna og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. Macron sagðist ekki viss um hvort hann trúði enn því að 5. grein sáttmála NATO væri við lýði. Sú grein fjallar um að öll ríki bandalagsins komi ríki sem ráðist er á til aðstoðar. Þessi orð lét hann falla í viðtali við Economist. Vitnaði hann í það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið hermenn sína til baka frá Sýrlandi um tíma í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem eru einnig í NATO, og uppreisnarhópa sem þeir styrkja gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra. Sú ákvörðun var fordæmd af forsvarsmönnum margra Evrópuríkja, sem hafa starfað með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu. Þar á meðal eru Frakkar. Ákvörðunin kom bandamönnum Bandaríkjanna á óvart. Macron sagði í kjölfar hennar, eins og bent er á í frétt Reuters, að Evrópa ætti að hætta að láta eins og undirtilla Bandaríkjanna varðandi Mið-Austurlönd.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist ósammála Macron og segir ummæli hans hastarleg, samkvæmt frétt BBC. Þó ljóst væri að bandalagið ætti í vandræðum væru orð Macron óþörf.Hefur lengi talað um aukið samstarf Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. Yfirvöld annarra Evrópuríkja eins og Bretlands hafa þess í stað bent á mikilvægi NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið sterkt. Evrópuríki væru að auka fjárútlát til varnarmála, eins og Trump hefur krafist á undanförnum árum, og Bandaríkin væru þar að auki að auka umsvif sín í Evrópu og sameiginlegum heræfingum færi fjölgandi. Hann sagði allar tilraunir til að veikja tengslin yfir Atlantshafið kæmu ekki eingöngu niður á NATO heldur einnig öryggi Evrópu. Þeir einu sem virðast taka vel í orð Macron eru yfirvöld Rússlands. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, tjáði sig um ummælin á Facebook og sagði þau sönn. Macron hefði lýst stöðu NATO vel. Bandaríkin Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Atlantshafsbandalagið „heiladautt“ og segir ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin. Hann sagði þar að auki að mögulega þyrfti að endurskoða tilgang bandalagsins, með tilliti til viðhorfs yfirvalda Bandaríkjanna og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. Macron sagðist ekki viss um hvort hann trúði enn því að 5. grein sáttmála NATO væri við lýði. Sú grein fjallar um að öll ríki bandalagsins komi ríki sem ráðist er á til aðstoðar. Þessi orð lét hann falla í viðtali við Economist. Vitnaði hann í það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið hermenn sína til baka frá Sýrlandi um tíma í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem eru einnig í NATO, og uppreisnarhópa sem þeir styrkja gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra. Sú ákvörðun var fordæmd af forsvarsmönnum margra Evrópuríkja, sem hafa starfað með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu. Þar á meðal eru Frakkar. Ákvörðunin kom bandamönnum Bandaríkjanna á óvart. Macron sagði í kjölfar hennar, eins og bent er á í frétt Reuters, að Evrópa ætti að hætta að láta eins og undirtilla Bandaríkjanna varðandi Mið-Austurlönd.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist ósammála Macron og segir ummæli hans hastarleg, samkvæmt frétt BBC. Þó ljóst væri að bandalagið ætti í vandræðum væru orð Macron óþörf.Hefur lengi talað um aukið samstarf Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. Yfirvöld annarra Evrópuríkja eins og Bretlands hafa þess í stað bent á mikilvægi NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið sterkt. Evrópuríki væru að auka fjárútlát til varnarmála, eins og Trump hefur krafist á undanförnum árum, og Bandaríkin væru þar að auki að auka umsvif sín í Evrópu og sameiginlegum heræfingum færi fjölgandi. Hann sagði allar tilraunir til að veikja tengslin yfir Atlantshafið kæmu ekki eingöngu niður á NATO heldur einnig öryggi Evrópu. Þeir einu sem virðast taka vel í orð Macron eru yfirvöld Rússlands. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, tjáði sig um ummælin á Facebook og sagði þau sönn. Macron hefði lýst stöðu NATO vel.
Bandaríkin Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira