Nýi Neymar stimplaði sig inn hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 09:00 Rodrygo var í miklu stuði með Real Madrid í gærkvöldi. Ótrúlegt að hann sé að gera þetta átján ára gamall á stærsta sviðinu. Getty/Quality Sport Images Í mörg ár var Brasilíumaðurinn Neymar orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Neymar fór hins vegar fyrst til Barcelona og svo til Paris Saint Germain. Í gærkvöldi sáu stuðningsmenn Real Madrid nýjustu stjörnu liðsins síns stimpla sig inn og áttuðu sig um leið á því að þeir eru nú komnir með „uppfærða“ útgáfu af Neymar. Hinn átján ára gamli Rodrygo skoraði þrennu í 6-0 sigri Real Madrid á Galatasaray í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Aðeins einn yngri leikmaður hefur skorað þrennu fyrir Real Madrid og það var sjálfur Raul. Rodrygo er þegar kominn með viðurnefnið „Nýi Neymar“ eftir að hann fór sömu leið og sá eldri eða frá Santos og til Spánar. Rodrygo fór hins vegar ekki til Barcelona heldur til Real Madrid.Brazilian forward Rodrygo has announced himself on club football's biggest stage with a 'perfect' hat-trick for Real Madrid. https://t.co/uDeEbWLYJH pic.twitter.com/fCD6Beif95 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 Það hefur verið ekki vitað mikið um þennan strák sem er jafnhár og Neymar eða 174 sentímetrar. Rodrygo heitir fullu nafni Rodrygo Silva de Goes og fæddist 9. janúar 2001. Hann kom í sumar til Real Madrid og hefur síðan skorað fimm sinnum í fyrstu sex leikjunum með félaginu. „Draumur rættist hjá mér þegar ég heyrði allan Bernabeu leikvanginn syngja nafnið mitt. Ég er svo ánægður og þetta er búið að vera frábært kvöld. Ég þarf samt að reyna að halda ró minni,“ sagði Rodrygo eftir leik.@RodrygoGoes: "Hey madridistas, it's Rodrygo! I'm really happy with the team's victory tonight and with my first hat-trick! HALA MADRID!" #RMUCL | #HalaMadridpic.twitter.com/NMYzotag3a — Real Madrid C.F. (@realmadriden) November 6, 2019 Rodrygo skoraði fullkomna þrennu á Bernabeu í gær. Hann skoraði fyrst með vinstri fótar skot á fjórðu mínútu og bætti síðan við skallamarki á sjöundu mínútu. Brasilíumaðurinn Marcelo lagði upp bæði mörkin fyrir ungan landann sinn. Rodrygo varð þar með fyrstur í Meistaradeildinni til að skora tvisvar á fyrstu sjö mínútunum.18 years, 301 days. Youngest player ever to score a perfect UCL hat-trick. All in a day’s work. pic.twitter.com/DeVRDKIXGZ — B/R Football (@brfootball) November 6, 2019 Rodrygo lagði síðan upp mark fyrir Karim Benzema áður en hann innsiglaði þrennuna í uppbótatíma, nú með hægri fótar skoti eftir sendingu frá Benzema. Mark með vinstri, skalla og hægri fæti. Ekki slæmt við átján ára gamlan strák, á stóra sviðinu með einu af stærstu félögum heims. „Hann kom mér ekki á óvart. Hann er klár, fljótur að læra og er ólmur í að læra og bæta sinn leik. Hann þarf að styrkja sig líkamlega en hvað varðar tækni þá þekkir hann allt sem hægt er að geta með boltann,“ sagði knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane. „Rodrygo er aðeins átján ára gamall en hann óttast ekkert. Ég elska að sjá ungan fótboltamann spila svona,“ sagði Karim Benzema um Rodrygo. The youngest players to achieve a perfect hat-trick in the Champions League: 18-301 RODRYGO GOES 20-306 Kylian Mbappé 22-312 Michael Owen 22-354 Karim Benzema 24-060 Harry Kane 24-237 Samuel Eto’o — MisterChip (English) (@MisterChiping) November 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Í mörg ár var Brasilíumaðurinn Neymar orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Neymar fór hins vegar fyrst til Barcelona og svo til Paris Saint Germain. Í gærkvöldi sáu stuðningsmenn Real Madrid nýjustu stjörnu liðsins síns stimpla sig inn og áttuðu sig um leið á því að þeir eru nú komnir með „uppfærða“ útgáfu af Neymar. Hinn átján ára gamli Rodrygo skoraði þrennu í 6-0 sigri Real Madrid á Galatasaray í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Aðeins einn yngri leikmaður hefur skorað þrennu fyrir Real Madrid og það var sjálfur Raul. Rodrygo er þegar kominn með viðurnefnið „Nýi Neymar“ eftir að hann fór sömu leið og sá eldri eða frá Santos og til Spánar. Rodrygo fór hins vegar ekki til Barcelona heldur til Real Madrid.Brazilian forward Rodrygo has announced himself on club football's biggest stage with a 'perfect' hat-trick for Real Madrid. https://t.co/uDeEbWLYJH pic.twitter.com/fCD6Beif95 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 Það hefur verið ekki vitað mikið um þennan strák sem er jafnhár og Neymar eða 174 sentímetrar. Rodrygo heitir fullu nafni Rodrygo Silva de Goes og fæddist 9. janúar 2001. Hann kom í sumar til Real Madrid og hefur síðan skorað fimm sinnum í fyrstu sex leikjunum með félaginu. „Draumur rættist hjá mér þegar ég heyrði allan Bernabeu leikvanginn syngja nafnið mitt. Ég er svo ánægður og þetta er búið að vera frábært kvöld. Ég þarf samt að reyna að halda ró minni,“ sagði Rodrygo eftir leik.@RodrygoGoes: "Hey madridistas, it's Rodrygo! I'm really happy with the team's victory tonight and with my first hat-trick! HALA MADRID!" #RMUCL | #HalaMadridpic.twitter.com/NMYzotag3a — Real Madrid C.F. (@realmadriden) November 6, 2019 Rodrygo skoraði fullkomna þrennu á Bernabeu í gær. Hann skoraði fyrst með vinstri fótar skot á fjórðu mínútu og bætti síðan við skallamarki á sjöundu mínútu. Brasilíumaðurinn Marcelo lagði upp bæði mörkin fyrir ungan landann sinn. Rodrygo varð þar með fyrstur í Meistaradeildinni til að skora tvisvar á fyrstu sjö mínútunum.18 years, 301 days. Youngest player ever to score a perfect UCL hat-trick. All in a day’s work. pic.twitter.com/DeVRDKIXGZ — B/R Football (@brfootball) November 6, 2019 Rodrygo lagði síðan upp mark fyrir Karim Benzema áður en hann innsiglaði þrennuna í uppbótatíma, nú með hægri fótar skoti eftir sendingu frá Benzema. Mark með vinstri, skalla og hægri fæti. Ekki slæmt við átján ára gamlan strák, á stóra sviðinu með einu af stærstu félögum heims. „Hann kom mér ekki á óvart. Hann er klár, fljótur að læra og er ólmur í að læra og bæta sinn leik. Hann þarf að styrkja sig líkamlega en hvað varðar tækni þá þekkir hann allt sem hægt er að geta með boltann,“ sagði knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane. „Rodrygo er aðeins átján ára gamall en hann óttast ekkert. Ég elska að sjá ungan fótboltamann spila svona,“ sagði Karim Benzema um Rodrygo. The youngest players to achieve a perfect hat-trick in the Champions League: 18-301 RODRYGO GOES 20-306 Kylian Mbappé 22-312 Michael Owen 22-354 Karim Benzema 24-060 Harry Kane 24-237 Samuel Eto’o — MisterChip (English) (@MisterChiping) November 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira