„Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 12:00 Ítalski dómarinn Gianluca Rocchi hafði í nógu að snúast í leik Chelsea og Ajax á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann dæmdi tvær vítaspyrnur á Ajax og rak tvo leikmenn hollensku meistaranna af velli á sömu mínútunni. Daley Blind fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og Joël Veltmann fyrir að handleika boltann innan teigs. Chelsea fékk víti sem Jorginho skoraði úr og minnkaði muninn í 3-4. Reece James jafnaði svo í 4-4 fyrir Chelsea sem urðu lokatölur leiksins. Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru sérfræðingar í Meistaradeildarmessunni í gær. Þá greindi á um ýmis atriði í dómgæslunni. „Mér fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af,“ sagði Jóhannes Karl. Ólafur var ekki sammála Skagamanninum og hrósaði Rocchi fyrir hans frammistöðu. „Þetta er það sem við viljum sjá. Hann leyfði þessu að þróast aðeins og var ekki snöggur að flauta. Síðan hagast atvik þannig að Blind fær rautt fyrir brot sem var rétt. Og fyrst hann mat þetta sem hendi víti fær hann seinna gula,“ sagði Ólafur. Jóhannes Karl vildi meina að dómarinn hefði verið full mikið í sviðsljósinu í leiknum. „Skemmtunin var gríðarlega góð en það breytir því ekki að dómarinn var, að mínu mati, í alltof stóru hlutverki. Og þetta VAR-dæmi er að verða alltof stórt. Það pirrar mig hvað þeir eru farnir að skoða þetta alveg ofan í smáatriði. Að mínu mati hefði hann ekki átt að reka tvo Ajax-menn út af,“ sagði Jóhannes Karl sem var á því að Veltman hefði átt að sleppa við rauða spjaldið. „Við værum ekkert að tala um að þetta væri sanngjarnt nema af því að þetta fór jafntefli. Ef Ajax hefði tapað þessum leiknum værum við ekki að tala um þetta svona,“ bætti Jóhannes Karl við. Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Ítalski dómarinn Gianluca Rocchi hafði í nógu að snúast í leik Chelsea og Ajax á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann dæmdi tvær vítaspyrnur á Ajax og rak tvo leikmenn hollensku meistaranna af velli á sömu mínútunni. Daley Blind fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og Joël Veltmann fyrir að handleika boltann innan teigs. Chelsea fékk víti sem Jorginho skoraði úr og minnkaði muninn í 3-4. Reece James jafnaði svo í 4-4 fyrir Chelsea sem urðu lokatölur leiksins. Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru sérfræðingar í Meistaradeildarmessunni í gær. Þá greindi á um ýmis atriði í dómgæslunni. „Mér fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af,“ sagði Jóhannes Karl. Ólafur var ekki sammála Skagamanninum og hrósaði Rocchi fyrir hans frammistöðu. „Þetta er það sem við viljum sjá. Hann leyfði þessu að þróast aðeins og var ekki snöggur að flauta. Síðan hagast atvik þannig að Blind fær rautt fyrir brot sem var rétt. Og fyrst hann mat þetta sem hendi víti fær hann seinna gula,“ sagði Ólafur. Jóhannes Karl vildi meina að dómarinn hefði verið full mikið í sviðsljósinu í leiknum. „Skemmtunin var gríðarlega góð en það breytir því ekki að dómarinn var, að mínu mati, í alltof stóru hlutverki. Og þetta VAR-dæmi er að verða alltof stórt. Það pirrar mig hvað þeir eru farnir að skoða þetta alveg ofan í smáatriði. Að mínu mati hefði hann ekki átt að reka tvo Ajax-menn út af,“ sagði Jóhannes Karl sem var á því að Veltman hefði átt að sleppa við rauða spjaldið. „Við værum ekkert að tala um að þetta væri sanngjarnt nema af því að þetta fór jafntefli. Ef Ajax hefði tapað þessum leiknum værum við ekki að tala um þetta svona,“ bætti Jóhannes Karl við. Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45
Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00