Fundu móður konu sem skilin var eftir sem barn í ruslagámi fyrir 29 árum Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2019 11:28 Ingrid og Jens Christian Nørve frá þættinum Åsted Norge. TV2 Stjórnendur norska sjónvarpsþáttarins Åsted Norge á TV2 hafa haft uppi á móður konu sem var skilin eftir sem ungbarn í ruslagámi fyrir 29 árum. Er þetta í fyrsta skipti sem samband DNA-rannsókna og ættfræði er notað til að leysa sakamál í Noregi, að því er fram kemur í frétt TV2. Þátturinn var sýndur í norsku sjónvarpi um helgina. Í fréttinni er sagt frá því að konan hafi fundist í ruslagámi í höfuðborginni Osló þann 11. ágúst 1990. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu tókst ekki að hafa uppi á blóðmóður stúlkunnar og var talið að ekki yrði lengra komist til að leysa málið. Åsted Norge greindi hins vegar frá því að tekist hafi að hafa uppi á móðurinni. Var notast við ættfræðigrúsk, DNA-rannsóknir og nýjar upplýsingar bornar saman við rannsóknargögn lögreglu. „Á öllum mínum tíma hjá rannsóknarlögreglunni, hef ég aldrei tekið þátt í rannsókn á máli sem leysist á þennan máta,“ segir Asbjørn Hansen í samtali við TV2. Stúlkan fannst í gámi á iðnaðarsvæðinu Bjølsen í Osló. Segja þáttastjórnendur að líkt og með önnur slík mál vekja þau mikla athygli þegar þau koma fyrst upp, en gleymast svo. Rannsókn lögreglu hafi hins vegar ekki borið ávöxt. „Gámabarnið“, sem svo var kallað í norskum fjölmiðlum, fékk svo nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid. Lítið var svo fjallað um málið, en ritstjórn Åsted Norge fékk svo ábendingu í febrúar frá vinkonu Ingrid sem benti á að „gámabarnið“ frá árinu 1990 hefði áhuga á að leita uppruna síns. Rannsókn ritstjórnar hefur stóð yfir í marga mánuði, en lífsýni gat loks staðfest að tekist hefði að hafa uppi á líffræðilegri móður Ingrid. Höfðu aðstandendur þáttarins tekið eftir gloppum í útskýringum konu, sem hafði verið yfirheyrð árið 1990, og þannig komist á rétt spor. Ingrid segist sjálf vorkenna konunni, sem hafi þurft að fela leyndarmálið í 29 ár. „Hún hefur þurft að fara í gegnum þetta allt saman án þess að geta rætt við neinn,“ sagði Ingrid þegar hún fékk upplýsingar um að líffræðileg móðir hennar væri fundin. Fékk Ingrid einnig að vita að konan hefði áhuga á að hitta hana. Enn hefur ekki verið greint frá útskýringum móðurinnar eða mögulegum fundi þeirra lýst, en enn á eftir að fjalla um málið í fleiri þáttum.Nánar er fjallað um málið í frétt TV2. Noregur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Stjórnendur norska sjónvarpsþáttarins Åsted Norge á TV2 hafa haft uppi á móður konu sem var skilin eftir sem ungbarn í ruslagámi fyrir 29 árum. Er þetta í fyrsta skipti sem samband DNA-rannsókna og ættfræði er notað til að leysa sakamál í Noregi, að því er fram kemur í frétt TV2. Þátturinn var sýndur í norsku sjónvarpi um helgina. Í fréttinni er sagt frá því að konan hafi fundist í ruslagámi í höfuðborginni Osló þann 11. ágúst 1990. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu tókst ekki að hafa uppi á blóðmóður stúlkunnar og var talið að ekki yrði lengra komist til að leysa málið. Åsted Norge greindi hins vegar frá því að tekist hafi að hafa uppi á móðurinni. Var notast við ættfræðigrúsk, DNA-rannsóknir og nýjar upplýsingar bornar saman við rannsóknargögn lögreglu. „Á öllum mínum tíma hjá rannsóknarlögreglunni, hef ég aldrei tekið þátt í rannsókn á máli sem leysist á þennan máta,“ segir Asbjørn Hansen í samtali við TV2. Stúlkan fannst í gámi á iðnaðarsvæðinu Bjølsen í Osló. Segja þáttastjórnendur að líkt og með önnur slík mál vekja þau mikla athygli þegar þau koma fyrst upp, en gleymast svo. Rannsókn lögreglu hafi hins vegar ekki borið ávöxt. „Gámabarnið“, sem svo var kallað í norskum fjölmiðlum, fékk svo nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid. Lítið var svo fjallað um málið, en ritstjórn Åsted Norge fékk svo ábendingu í febrúar frá vinkonu Ingrid sem benti á að „gámabarnið“ frá árinu 1990 hefði áhuga á að leita uppruna síns. Rannsókn ritstjórnar hefur stóð yfir í marga mánuði, en lífsýni gat loks staðfest að tekist hefði að hafa uppi á líffræðilegri móður Ingrid. Höfðu aðstandendur þáttarins tekið eftir gloppum í útskýringum konu, sem hafði verið yfirheyrð árið 1990, og þannig komist á rétt spor. Ingrid segist sjálf vorkenna konunni, sem hafi þurft að fela leyndarmálið í 29 ár. „Hún hefur þurft að fara í gegnum þetta allt saman án þess að geta rætt við neinn,“ sagði Ingrid þegar hún fékk upplýsingar um að líffræðileg móðir hennar væri fundin. Fékk Ingrid einnig að vita að konan hefði áhuga á að hitta hana. Enn hefur ekki verið greint frá útskýringum móðurinnar eða mögulegum fundi þeirra lýst, en enn á eftir að fjalla um málið í fleiri þáttum.Nánar er fjallað um málið í frétt TV2.
Noregur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira