Færa úrslitaleikinn frá Síle til Perú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 11:30 River Plate frá Argentínu og Flamengo frá Brasilíu spila til úrslita í ár. Mynd/Twitter/@Libertadores Mótmælin í Síle hafa ekki aðeins áhrif á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og ferðir sænska aðgerðasinnans Gretu Thunberg heldur einnig á stærstu fótboltakeppni Suður-Ameríku. Úrslitaleikurinn í Suðurameríkukeppni félagsliða, CopaLibertadores, átti að fara fram í Santiago í Síle en ekkert verður af því. Úrslitaleikurinn hefur nú verið færður frá Síle til nágrannaríkisins Perú. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP25, hafði áður verið flutt frá Síle til Spánar. Así será la devolución de entradas de la Final Única de la #Libertadores: los hinchas que habían comprado boletos tendrán prioridad para adquirir tickets para @Lima2019https://t.co/GgsXuD57dK — CONMEBOL Libertadores (@Libertadores) November 6, 2019 Mótmælin í Síle hófust 20.október síðastliðinn og hafa síðan þróast út í margra vikna mótmæli gegn miklum ójöfnuði í landinu. Tuttugu hafa dáið í mótmælunum og yfir sjö þúsund manns hafa verið handtekin. Leikurinn sem er á milli, RiverPlate frá Argentínu og Flamengo frá Brasilíu, fer nú fram í Lima, höfuðborg Perú 23. nóvember næstkomandi. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku fundaði sérstaklega vegna málsins og tók þessa ákvörðun eftir að hafa fengið tilboð frá stjórnvöldum í Perú. Vináttulandsleikur Bólivíu og Síle, sem átti að fara fram 15. nóvember, hefur einnig verið frestað. Þetta er annað árið í röð sem þarf að flytja úrslitaleik CopaLibertadores en í fyrra kom það til eftir óeirðir í BuenosAires þar sem ráðist var á liðsrútu BocaJuniors á leið hennar í seinni leikinn.BuenosAires liðin RiverPlate og BocaJuniors mættust í úrslitaleiknum í fyrra en seinni úrslitaleikurinn var á endanum færður til Spánar. Í ár fer bara fram einn úrslitaleikur í keppninni í stað tveggja áður. Leikurinn fer líka fram á hlutlausum velli en ekki á heimavöllum beggja liða eins og áður. Chile Fótbolti Perú Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Mótmælin í Síle hafa ekki aðeins áhrif á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og ferðir sænska aðgerðasinnans Gretu Thunberg heldur einnig á stærstu fótboltakeppni Suður-Ameríku. Úrslitaleikurinn í Suðurameríkukeppni félagsliða, CopaLibertadores, átti að fara fram í Santiago í Síle en ekkert verður af því. Úrslitaleikurinn hefur nú verið færður frá Síle til nágrannaríkisins Perú. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP25, hafði áður verið flutt frá Síle til Spánar. Así será la devolución de entradas de la Final Única de la #Libertadores: los hinchas que habían comprado boletos tendrán prioridad para adquirir tickets para @Lima2019https://t.co/GgsXuD57dK — CONMEBOL Libertadores (@Libertadores) November 6, 2019 Mótmælin í Síle hófust 20.október síðastliðinn og hafa síðan þróast út í margra vikna mótmæli gegn miklum ójöfnuði í landinu. Tuttugu hafa dáið í mótmælunum og yfir sjö þúsund manns hafa verið handtekin. Leikurinn sem er á milli, RiverPlate frá Argentínu og Flamengo frá Brasilíu, fer nú fram í Lima, höfuðborg Perú 23. nóvember næstkomandi. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku fundaði sérstaklega vegna málsins og tók þessa ákvörðun eftir að hafa fengið tilboð frá stjórnvöldum í Perú. Vináttulandsleikur Bólivíu og Síle, sem átti að fara fram 15. nóvember, hefur einnig verið frestað. Þetta er annað árið í röð sem þarf að flytja úrslitaleik CopaLibertadores en í fyrra kom það til eftir óeirðir í BuenosAires þar sem ráðist var á liðsrútu BocaJuniors á leið hennar í seinni leikinn.BuenosAires liðin RiverPlate og BocaJuniors mættust í úrslitaleiknum í fyrra en seinni úrslitaleikurinn var á endanum færður til Spánar. Í ár fer bara fram einn úrslitaleikur í keppninni í stað tveggja áður. Leikurinn fer líka fram á hlutlausum velli en ekki á heimavöllum beggja liða eins og áður.
Chile Fótbolti Perú Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira