Ólympíumeistari í hnefaleikum hætt af því hún er hrædd við að missa sjónina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 09:30 Nicola Adams með annað Ólympíugullið sitt. Getty/ Jan Kruger Nicola Adams er tvöfaldur Ólympíumeistari í hnefaleikum en hún mun ekki reyna við þriðja Ólympíugullið sitt á ÓL í Tókýó næsta sumar. Nicola Adams varð fyrsta konan til að vinna Ólympíugull í hnefaleikum á ÓL í London 2012 og varði síðan Ólympíugullið sitt á ÓL í Ríó fjórum árum síðar."I'm immensely honoured to have represented our country - to win double Olympic gold medals and then the WBO championship belt is a dream come true… But it's not without taking its toll on my body." Nicola Adams has retired from boxinghttps://t.co/J9bfAk9Bqhpic.twitter.com/JXvSo4hvjI — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019Hún gerðist atvinnumaður árið 2017 og er núverandi heimsmeistari WBO í fluguvigt. Nicola Adams er nú 37 ára gömul og varð að taka stóra ákvörðun á dögunum. „Mér var ráðlagt það að hætta að boxa því fái ég annað högg á augað þá eru miklar líkur á varanlegum skaða og blindu,“ sagði Nicola Adams í viðtali í Yorkshire Evening Post. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir mína þjóð og það var algjör draumur að vinna tvö Ólympíugull og svo heimsmeistarabeltið hjá WBO. Það hefur kostað sínar fórnir og hefur tekið sinn toll af líkama mínum,“ sagði Adams.'You’ve championed me from the very start of my career and so I wanted you to be the first to know I’ve made the very difficult decision to step down from the ring.'https://t.co/HXdXnRMyZA — YorkshireEveningPost (@LeedsNews) November 6, 2019 Adams barðist síðast 28. september síðastliðinn þar sem hún varði heimsmeistaratitilinn sinn í fluguvigtinni. Hún barðist alls sex sinnum sem atvinnumaður, vann fimm bardaga og gerði eitt jafntefli. Það leit allt út fyrir að Nicola Adams yrði meðal keppenda á ÓL í Tókýó á næsta ári enda eflaust mjög freistandi fyrir hana að fullkomna þrennuna. Hún ýtti undir þær sögusagnir þegar hún áframsendi myndband á Twitter síðu sinni þar sem var verið að kynna verðlaunapeningana á ÓL 2020. Nicola Adams skrifaði undir: „Ég velti því fyrir mér hvernig þessi verðlaunapeningur myndi líta út á arinhillunni minni.“ Nú er aftur á móti ljóst að ekkert verður að því.Double Olympic champion Nicola Adams announces retirement from boxing - https://t.co/vpGV1H0Jx0 — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 6, 2019 Box Bretland Ólympíuleikar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Nicola Adams er tvöfaldur Ólympíumeistari í hnefaleikum en hún mun ekki reyna við þriðja Ólympíugullið sitt á ÓL í Tókýó næsta sumar. Nicola Adams varð fyrsta konan til að vinna Ólympíugull í hnefaleikum á ÓL í London 2012 og varði síðan Ólympíugullið sitt á ÓL í Ríó fjórum árum síðar."I'm immensely honoured to have represented our country - to win double Olympic gold medals and then the WBO championship belt is a dream come true… But it's not without taking its toll on my body." Nicola Adams has retired from boxinghttps://t.co/J9bfAk9Bqhpic.twitter.com/JXvSo4hvjI — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019Hún gerðist atvinnumaður árið 2017 og er núverandi heimsmeistari WBO í fluguvigt. Nicola Adams er nú 37 ára gömul og varð að taka stóra ákvörðun á dögunum. „Mér var ráðlagt það að hætta að boxa því fái ég annað högg á augað þá eru miklar líkur á varanlegum skaða og blindu,“ sagði Nicola Adams í viðtali í Yorkshire Evening Post. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir mína þjóð og það var algjör draumur að vinna tvö Ólympíugull og svo heimsmeistarabeltið hjá WBO. Það hefur kostað sínar fórnir og hefur tekið sinn toll af líkama mínum,“ sagði Adams.'You’ve championed me from the very start of my career and so I wanted you to be the first to know I’ve made the very difficult decision to step down from the ring.'https://t.co/HXdXnRMyZA — YorkshireEveningPost (@LeedsNews) November 6, 2019 Adams barðist síðast 28. september síðastliðinn þar sem hún varði heimsmeistaratitilinn sinn í fluguvigtinni. Hún barðist alls sex sinnum sem atvinnumaður, vann fimm bardaga og gerði eitt jafntefli. Það leit allt út fyrir að Nicola Adams yrði meðal keppenda á ÓL í Tókýó á næsta ári enda eflaust mjög freistandi fyrir hana að fullkomna þrennuna. Hún ýtti undir þær sögusagnir þegar hún áframsendi myndband á Twitter síðu sinni þar sem var verið að kynna verðlaunapeningana á ÓL 2020. Nicola Adams skrifaði undir: „Ég velti því fyrir mér hvernig þessi verðlaunapeningur myndi líta út á arinhillunni minni.“ Nú er aftur á móti ljóst að ekkert verður að því.Double Olympic champion Nicola Adams announces retirement from boxing - https://t.co/vpGV1H0Jx0 — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 6, 2019
Box Bretland Ólympíuleikar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stresuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira