Jürgen Klopp: Við getum ekki haldið svona áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 08:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/ Andrew Powell Liverpool vann sigur í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru aðrar fréttir sem pirruðu knattspyrnustjóra Liverpool og voru til umræðu á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrr um daginn var það gefið út að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á tveimur dögum í desember og þurfi þar að tefla fram tveimur mismunandi liðum því leikirnir eru í sitthvorri heimsálfunni. Hér er um að ræða leik á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins (17. desember) og leik í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar (18. desember).Jurgen Klopp says "we cannot carry on like this" after it was decided his Liverpool side will play two games in two days in December.https://t.co/6mlnfRHhnW#LFC#bbcfootballpic.twitter.com/HhP3TXT21V — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019„Við verðum að finna lausnir á þessu. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári koma upp sömu aðstæður. Sumum finnst þetta vera fyndið, fimm leikir á þremur dögum, sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Jürgen Klopp pirraður. Það er ljóst að álagið verður svakalegt á Liverpool í jólamánuðinum. Frá 23. nóvember til 2. janúar mun Liverpool liðið spila 12 leiki á 37 dögum en leikirnir eru í þremur keppnum. „Forráðamenn deildabikarsins láta eins og að við viljum ekki spila í þeirra keppni en það er ekki rétt. Ég skil bara ekki af hverju það þarf að spila tvo leiki í undanúrslitunum. Ég er ekki hrifinn af því þegar það eru svona margir aðrir leikir,“ sagði Klopp. „Þú spilar aðeins í heimsmeistarakeppni félagsliða ef þú vinnur Meistaradeildina og það gerir ekki fimm milljón sinnum svo þú stekkur á þann möguleika. Er þetta besti tími ársins? Nei, en við förum þangað og reynum að spila alla leikina með öllu því sem við búum yfir,“ sagði Klopp. Að mati Klopp er enski deildabikarinn ekki eina vandamálið heldur þarf að létta á allri uppröðun tímabilsins. „Það gengur ekki upp að lausnin sé að lið detti bara út úr einni af þessum keppnum. Vil ég að við hættum með einhverjar keppnir? Ég er frá Þýskalandi og af hverju ætti ég að vilja hætta með keppnir í Englandi. Það ætti að vera hægt að spila allar þessar keppnir,“ sagði Klopp. „Við getum samt ekki haldið svona áfram. Við verðum að setjast við borð og finna lausnir. Hingað til koma lausnirnar með alltof mörg vandamál,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Liverpool vann sigur í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru aðrar fréttir sem pirruðu knattspyrnustjóra Liverpool og voru til umræðu á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrr um daginn var það gefið út að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á tveimur dögum í desember og þurfi þar að tefla fram tveimur mismunandi liðum því leikirnir eru í sitthvorri heimsálfunni. Hér er um að ræða leik á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins (17. desember) og leik í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar (18. desember).Jurgen Klopp says "we cannot carry on like this" after it was decided his Liverpool side will play two games in two days in December.https://t.co/6mlnfRHhnW#LFC#bbcfootballpic.twitter.com/HhP3TXT21V — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019„Við verðum að finna lausnir á þessu. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári koma upp sömu aðstæður. Sumum finnst þetta vera fyndið, fimm leikir á þremur dögum, sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Jürgen Klopp pirraður. Það er ljóst að álagið verður svakalegt á Liverpool í jólamánuðinum. Frá 23. nóvember til 2. janúar mun Liverpool liðið spila 12 leiki á 37 dögum en leikirnir eru í þremur keppnum. „Forráðamenn deildabikarsins láta eins og að við viljum ekki spila í þeirra keppni en það er ekki rétt. Ég skil bara ekki af hverju það þarf að spila tvo leiki í undanúrslitunum. Ég er ekki hrifinn af því þegar það eru svona margir aðrir leikir,“ sagði Klopp. „Þú spilar aðeins í heimsmeistarakeppni félagsliða ef þú vinnur Meistaradeildina og það gerir ekki fimm milljón sinnum svo þú stekkur á þann möguleika. Er þetta besti tími ársins? Nei, en við förum þangað og reynum að spila alla leikina með öllu því sem við búum yfir,“ sagði Klopp. Að mati Klopp er enski deildabikarinn ekki eina vandamálið heldur þarf að létta á allri uppröðun tímabilsins. „Það gengur ekki upp að lausnin sé að lið detti bara út úr einni af þessum keppnum. Vil ég að við hættum með einhverjar keppnir? Ég er frá Þýskalandi og af hverju ætti ég að vilja hætta með keppnir í Englandi. Það ætti að vera hægt að spila allar þessar keppnir,“ sagði Klopp. „Við getum samt ekki haldið svona áfram. Við verðum að setjast við borð og finna lausnir. Hingað til koma lausnirnar með alltof mörg vandamál,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira