Vilja rækta papaja og mangó í Ölfusi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 06:15 Íslenskir bananar í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Fréttablaðið/Vilhelm Félagið Paradise Farms og sveitarfélagið Ölfus hafa ákveðið að ganga frá viljayfirlýsingu um að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. „Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya og fleira,“ segir um áformin í fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss. „Við erum að velta fyrir okkur hvort við getum gert Ísland að matvælalandi heimsins,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms sem sagt er stefna að fimm þúsund tonna framleiðslu fyrsta árið og horfa sérstaklega til útflutnings.“ Erlendir fjárfestar standa að félaginu. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir eitt hundrað þúsund fermetrum undir gleri – með stækkunarmöguleika upp í fimm hundruð þúsund fermetra sem samsvarar áðurnefndum 50 hekturum. „Það þarf ríflegt olnbogapláss ef þetta á að verða að veruleika,“ segir hann. Aðspurður hvort raunhæft sé að rækta hér hinar suðrænu ávaxtategundir sem fyrr eru nefndar kveður Gunnar það háð orkuverði. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað um það atriði. „Þetta snýst um það að við fáum orku, bæði rafmagn og heitt vatn, á skynsamlegu verði,“ segir hann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, bendir á að mannkynið þurfi á næstu fjörutíu árum að framleiða jafn mikið af matvælum og næstu átta þúsund árin þar á undan. Ölfus hafi mikla sérstöðu og hafi þá stefnu að marka sér sérstöðu í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. „Hér erum við með 730 ferkílómetra af landi og stóran hluta á lágsléttu. Við erum með sennilega stærstu vatnsgeyma í jörðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Og við erum með eitt orkuríkasta svæði landsins og svo erum við með inn- og útflutningshöfn.“ Sveitarstjórn Ölfuss hefur einnig samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að skoða möguleika á að félagið Iceland Circular fái úthlutað allt að 50 hektara lóð. „Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi,“ segir um áætlanir Iceland Circular. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Félagið Paradise Farms og sveitarfélagið Ölfus hafa ákveðið að ganga frá viljayfirlýsingu um að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. „Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya og fleira,“ segir um áformin í fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss. „Við erum að velta fyrir okkur hvort við getum gert Ísland að matvælalandi heimsins,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms sem sagt er stefna að fimm þúsund tonna framleiðslu fyrsta árið og horfa sérstaklega til útflutnings.“ Erlendir fjárfestar standa að félaginu. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir eitt hundrað þúsund fermetrum undir gleri – með stækkunarmöguleika upp í fimm hundruð þúsund fermetra sem samsvarar áðurnefndum 50 hekturum. „Það þarf ríflegt olnbogapláss ef þetta á að verða að veruleika,“ segir hann. Aðspurður hvort raunhæft sé að rækta hér hinar suðrænu ávaxtategundir sem fyrr eru nefndar kveður Gunnar það háð orkuverði. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað um það atriði. „Þetta snýst um það að við fáum orku, bæði rafmagn og heitt vatn, á skynsamlegu verði,“ segir hann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, bendir á að mannkynið þurfi á næstu fjörutíu árum að framleiða jafn mikið af matvælum og næstu átta þúsund árin þar á undan. Ölfus hafi mikla sérstöðu og hafi þá stefnu að marka sér sérstöðu í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. „Hér erum við með 730 ferkílómetra af landi og stóran hluta á lágsléttu. Við erum með sennilega stærstu vatnsgeyma í jörðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Og við erum með eitt orkuríkasta svæði landsins og svo erum við með inn- og útflutningshöfn.“ Sveitarstjórn Ölfuss hefur einnig samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að skoða möguleika á að félagið Iceland Circular fái úthlutað allt að 50 hektara lóð. „Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi,“ segir um áætlanir Iceland Circular.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira