Gagnrýna „söguleg mistök“ Evrópusambandsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2019 19:15 Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október. Leiðtogar Frakklands, Danmerkur og Hollands stóðu gegn því á leiðtogaráðsfundi októbermánaðar að hefja aðildarviðræður við ríkin tvö á Balkanskaga. Franski forsetinn Emmanuel Macron er sagður hafa farið fremst í flokki. Niðurstaðan olli vonbrigðum, bæði innan ríkjanna tveggja sem og innan sambandsins sjálfs. The Guardian fjallaði á sínum tíma um fordæmingu ákvörðunarinnar. Haft var eftir Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, að um söguleg mistök væri að ræða. Evrópusambandið þyrfti að standa við gefin loforð. Norður-Makedónar bjuggust fastlega við því að leiðin yrði greið að Evrópusambandsaðild eftir að áratugalöng deila við Grikki um nafn ríkisins var leyst í febrúar. Grikkir höfðu staðið gegn aðild ríkisins að Evrópusambandinu en horfið frá þeirri andstöðu þegar Makedónar urðu Norður-Makedónar. Matthew Palmer, bandarískur erindreki, tók í sama streng í dag, staddur á fundi með Aleksandar Vucic Serbíuforseta. Að okkar mati var um söguleg mistök að ræða. Þau senda slæm skilaboð til svæðisins alls,“ sagði Palmer og bætti við að Bandaríkin vildu sjá aukna samvinnu ríkjanna á vestanverðum Balkanskaga við Evrópusambandið. Bandaríkjastjórn myndi reyna að sannfæra Evrópusambandið um að endurskoða málið fyrir næsta leiðtogaráðsfund. Albanía Bandaríkin Evrópusambandið Norður-Makedónía Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október. Leiðtogar Frakklands, Danmerkur og Hollands stóðu gegn því á leiðtogaráðsfundi októbermánaðar að hefja aðildarviðræður við ríkin tvö á Balkanskaga. Franski forsetinn Emmanuel Macron er sagður hafa farið fremst í flokki. Niðurstaðan olli vonbrigðum, bæði innan ríkjanna tveggja sem og innan sambandsins sjálfs. The Guardian fjallaði á sínum tíma um fordæmingu ákvörðunarinnar. Haft var eftir Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, að um söguleg mistök væri að ræða. Evrópusambandið þyrfti að standa við gefin loforð. Norður-Makedónar bjuggust fastlega við því að leiðin yrði greið að Evrópusambandsaðild eftir að áratugalöng deila við Grikki um nafn ríkisins var leyst í febrúar. Grikkir höfðu staðið gegn aðild ríkisins að Evrópusambandinu en horfið frá þeirri andstöðu þegar Makedónar urðu Norður-Makedónar. Matthew Palmer, bandarískur erindreki, tók í sama streng í dag, staddur á fundi með Aleksandar Vucic Serbíuforseta. Að okkar mati var um söguleg mistök að ræða. Þau senda slæm skilaboð til svæðisins alls,“ sagði Palmer og bætti við að Bandaríkin vildu sjá aukna samvinnu ríkjanna á vestanverðum Balkanskaga við Evrópusambandið. Bandaríkjastjórn myndi reyna að sannfæra Evrópusambandið um að endurskoða málið fyrir næsta leiðtogaráðsfund.
Albanía Bandaríkin Evrópusambandið Norður-Makedónía Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira