Öryrkjar megi ekki verða vopn í baráttu sérfræðilækna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 13:19 Margir sérfræðilæknar hafa gripið til þess ráðs að tukka sjúkling um aukagjald. EGILL AÐALSTEINSSON Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttu sérfræðilækna til að knýja fram nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að margir sérfræðilæknar hefðu gripið til þess ráðs að rukka sjúklinga um aukagjald. Þeir sögðust ekki sjá sér fært um annað í ljósi þess að þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. Þuríður Harpa segir að staðan sem er komin upp sé afar slæmt og bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Okkur finnst auðvitað einstaklega vont að þeir sem veikast eru settir í þjóðfélaginu beri fjárhagslegar byrðar af því að sjúkratryggingar og sérfræðilæknar ná ekki samningum. Sérfræðilæknar eru mikilvægir þjónustuveitendur fyrir fatlað fólk og sjúklinga og við höfum líka áhyggjur af því að góð áform heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku lífeyrisþega fari út um þúfur í þessu stríði. Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að greiðsluþátttaka verði á pari við hin Norðurlöndin og fari upp í 75% en hún er í dag 50% á Íslandi. Það er því mjög alvarleg staða sem komin er upp hvað varðar öryrkja og fatlað fólk en sá hópur er sennilega stærstur hluti þeirra sem sækja þarf sérfræðiþjónustu vegna sinnar fötlunar og sinna sjúkdóma. Lífeyrisþegar eru bara mjög illa varðir þegar svona hlutir koma upp sem getur haft verulega slæmar afleiðingar fyrir þá,“ segir Þuríður Harpa sem bætir við að Öryrkjabandalagið hafi lagt áherslu á að læknisþjónusta fyrir örorkulífeyrisþega verði gjaldfrjáls.Hafið þið fengið margar ábendingar?„Nei, við höfum það nú ekki en þetta er mál sem var að koma upp fyrir ekkert svo löngu síðan og við höfum verið að búa okkur undir það að fá hingað fólk sem hefur athugasemdir við þetta eða kvartar undan þessu. Við vitum að það kemur inn ábyggilega hópur af fólki og sennilega bara núna í vikunni.“En getur þessi hópur staðið undir þessu? „Það er dálítið misjafnt. Hér erum við að tala allt upp undir 10 þúsund krónur og það er bara allt of mikið fyrir fólk að leggja út og meira að segja þessir einstaklingar sem eiga að borga 1-2.000 krónur eru bara oft ekki í þeirri stöðu að geta það. Við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu.“ Þuríður Harpa segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttunni. „Auðvitað hljóta sjúkratrygginar og sérfræðilæknar að setjast niður og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Þetta má ekki bitna á þessum hópi sem verst er sttur í okkar þjóðfélagi sem hefur minnstar tekjur og erfiða framfærslugetu. Menn verða bara að hysja upp um sig. Þetta má ekki vera þannig að örorkulífeyrisþegar verði gerðir að vopni í þessari baráttu. Það bara má ekki verða þannig,“ segir Þuríður Harpa. Félagsmál Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttu sérfræðilækna til að knýja fram nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að margir sérfræðilæknar hefðu gripið til þess ráðs að rukka sjúklinga um aukagjald. Þeir sögðust ekki sjá sér fært um annað í ljósi þess að þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. Þuríður Harpa segir að staðan sem er komin upp sé afar slæmt og bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Okkur finnst auðvitað einstaklega vont að þeir sem veikast eru settir í þjóðfélaginu beri fjárhagslegar byrðar af því að sjúkratryggingar og sérfræðilæknar ná ekki samningum. Sérfræðilæknar eru mikilvægir þjónustuveitendur fyrir fatlað fólk og sjúklinga og við höfum líka áhyggjur af því að góð áform heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku lífeyrisþega fari út um þúfur í þessu stríði. Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að greiðsluþátttaka verði á pari við hin Norðurlöndin og fari upp í 75% en hún er í dag 50% á Íslandi. Það er því mjög alvarleg staða sem komin er upp hvað varðar öryrkja og fatlað fólk en sá hópur er sennilega stærstur hluti þeirra sem sækja þarf sérfræðiþjónustu vegna sinnar fötlunar og sinna sjúkdóma. Lífeyrisþegar eru bara mjög illa varðir þegar svona hlutir koma upp sem getur haft verulega slæmar afleiðingar fyrir þá,“ segir Þuríður Harpa sem bætir við að Öryrkjabandalagið hafi lagt áherslu á að læknisþjónusta fyrir örorkulífeyrisþega verði gjaldfrjáls.Hafið þið fengið margar ábendingar?„Nei, við höfum það nú ekki en þetta er mál sem var að koma upp fyrir ekkert svo löngu síðan og við höfum verið að búa okkur undir það að fá hingað fólk sem hefur athugasemdir við þetta eða kvartar undan þessu. Við vitum að það kemur inn ábyggilega hópur af fólki og sennilega bara núna í vikunni.“En getur þessi hópur staðið undir þessu? „Það er dálítið misjafnt. Hér erum við að tala allt upp undir 10 þúsund krónur og það er bara allt of mikið fyrir fólk að leggja út og meira að segja þessir einstaklingar sem eiga að borga 1-2.000 krónur eru bara oft ekki í þeirri stöðu að geta það. Við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu.“ Þuríður Harpa segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttunni. „Auðvitað hljóta sjúkratrygginar og sérfræðilæknar að setjast niður og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Þetta má ekki bitna á þessum hópi sem verst er sttur í okkar þjóðfélagi sem hefur minnstar tekjur og erfiða framfærslugetu. Menn verða bara að hysja upp um sig. Þetta má ekki vera þannig að örorkulífeyrisþegar verði gerðir að vopni í þessari baráttu. Það bara má ekki verða þannig,“ segir Þuríður Harpa.
Félagsmál Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45