Börn, eitur og stokkur Stefán Benediktsson skrifar 4. nóvember 2019 08:00 Hilmar þór Björnsson arkitekt spyr sig og aðra hversvegna við þurfum Miklubrautarstokkinn og hvað eigi að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Mér er meira en ljúft að reyna að svara varðandi þetta efni. Til að byrja með vil ég benda á að stokkurinn snýst ekki bara um „fallegt og skemmtilegt“ heldur er hann lausn á raunverulegum vanda. Hversvegna þurfum við að fara í þessa framkvæmd? Einfalda svarið er að hún leysir viðvarandi og vaxandi heilsufarsógn í Hlíðunum. „Talið er að yfir 38 þúsund manns hafi dáið ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma 2015 vegna mengunar frá dísilbílum, og um 174 þúsund muni deyja 2040. Nature Magazine maí 2017“.Hlíðarnar og þá sérstaklega næsta nágrenni Miklubrautarinnar eru, vegna mjög mikillar bílaumferðar, afar mengað umhverfi. Þar skipta mestu sót, níturoxíð og kolmónoxíð. Sót og níturoxíð er krabbameinsvaldandi eiturefnakokkteill sem veldur öndunarfærasýkingum og kolmónoxíð bindur rauð blóðkorn og hindrar súrefnisupptöku. Þegar mengun er mikil verða foreldrar barna á leikskólanum á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar að sækja þau börn sem eiga við öndunarvanda að stríða og/eða veikindi í öndunarfærum. Níturoxíðmengunin, sem er langhættulegust, teygir sig samkvæmt mælingum langt út frá Miklubrautinni. Umferðarmengun í Hlíðunum fer nær daglega yfir samþykkjanleg mörk. Aðeins lítið brot umferðar milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á erindi í Hverfið, en bílarnir dvelja þar samt lengur og menga meira en nauðsyn krefur, vegna tappans við Lönguhlíð. Stokkurinn margumræddi, sem ætti að vera kominn fyrir löngu, leysir Lönguhlíðartappann og lengingin frá Kringlumýrarbraut og út fyrir Snorrabraut lokar á krabbameinsvaldandi áhrif umferðarinnar á íbúa Hverfisins. Vernd gegn eiturefnum umferðar er tekjuskapandi fyrir samfélagið og því er stokkurinn hagkvæmur fyrir samfélagið og heilsuverndandi og lífsbætandi aðgerð fyrir þúsundir fólks eins og Ævar kollegi okkar Hilmars sagði í Fréttablaðinu um daginn. Þá er hin spurningin. Hvað á að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Það eru til allskyns lausnir á að halda umferð gangandi í stórframkvæmdum í borgum, jafnvel við þrengri aðstæður en á Miklubrautinni, en aldrei með sömu afköstum. Aðalatriðið er að tryggja að neyðarumferð og almenningsvagnar komist leiðar sinnar. Öruggt er að það verða miklar umferðartafir, í einhver ár. Ökumenn neiðast til að laga sig að aðstæðum á þann hátt sem þeim best hentar á meðan á framkvæmdum stendur. Hlíðabúar eiga það inni hjá höfuðborgarbúum því umferðarmengunin hefur fyrir langa löngu náð samþykkjanlegu hámarki. Að hætta við stokkinn kemur ekki til greina því það væri yfirlýsing Ríkis og Borgar um að Hlíðabúar væru annars flokks og heilsa þeirra minna virði en ferðatími akandi höfuðborgarbúa. Eitt er víst að þótt tafirnar verði miklar verða þær ekki heilsuspillandi fyrir aðra en Hlíðabúa meðan á þeim stendur. Aðrar lausnir. Vatnsmýrar og Grensássgöng eru dálítið heillandi hugmynd og svo er alltaf sú hugmynd sem sett var fram fyrir um tíu árum. Að þrengja Miklubrautina frá Kringumýrarbraut að Nauthólsvegi í tvær akreinar fyrir bíla og eina fyrir almenningsfarartæki og þökuleggja svo rest eða þökuleggja Miklubrautina bara algerlega á þessum ofmengaða kafla.Höfundur er arkitekt og Hlíðabúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Skipulag Stefán Benediktsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hilmar þór Björnsson arkitekt spyr sig og aðra hversvegna við þurfum Miklubrautarstokkinn og hvað eigi að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Mér er meira en ljúft að reyna að svara varðandi þetta efni. Til að byrja með vil ég benda á að stokkurinn snýst ekki bara um „fallegt og skemmtilegt“ heldur er hann lausn á raunverulegum vanda. Hversvegna þurfum við að fara í þessa framkvæmd? Einfalda svarið er að hún leysir viðvarandi og vaxandi heilsufarsógn í Hlíðunum. „Talið er að yfir 38 þúsund manns hafi dáið ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma 2015 vegna mengunar frá dísilbílum, og um 174 þúsund muni deyja 2040. Nature Magazine maí 2017“.Hlíðarnar og þá sérstaklega næsta nágrenni Miklubrautarinnar eru, vegna mjög mikillar bílaumferðar, afar mengað umhverfi. Þar skipta mestu sót, níturoxíð og kolmónoxíð. Sót og níturoxíð er krabbameinsvaldandi eiturefnakokkteill sem veldur öndunarfærasýkingum og kolmónoxíð bindur rauð blóðkorn og hindrar súrefnisupptöku. Þegar mengun er mikil verða foreldrar barna á leikskólanum á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar að sækja þau börn sem eiga við öndunarvanda að stríða og/eða veikindi í öndunarfærum. Níturoxíðmengunin, sem er langhættulegust, teygir sig samkvæmt mælingum langt út frá Miklubrautinni. Umferðarmengun í Hlíðunum fer nær daglega yfir samþykkjanleg mörk. Aðeins lítið brot umferðar milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á erindi í Hverfið, en bílarnir dvelja þar samt lengur og menga meira en nauðsyn krefur, vegna tappans við Lönguhlíð. Stokkurinn margumræddi, sem ætti að vera kominn fyrir löngu, leysir Lönguhlíðartappann og lengingin frá Kringlumýrarbraut og út fyrir Snorrabraut lokar á krabbameinsvaldandi áhrif umferðarinnar á íbúa Hverfisins. Vernd gegn eiturefnum umferðar er tekjuskapandi fyrir samfélagið og því er stokkurinn hagkvæmur fyrir samfélagið og heilsuverndandi og lífsbætandi aðgerð fyrir þúsundir fólks eins og Ævar kollegi okkar Hilmars sagði í Fréttablaðinu um daginn. Þá er hin spurningin. Hvað á að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Það eru til allskyns lausnir á að halda umferð gangandi í stórframkvæmdum í borgum, jafnvel við þrengri aðstæður en á Miklubrautinni, en aldrei með sömu afköstum. Aðalatriðið er að tryggja að neyðarumferð og almenningsvagnar komist leiðar sinnar. Öruggt er að það verða miklar umferðartafir, í einhver ár. Ökumenn neiðast til að laga sig að aðstæðum á þann hátt sem þeim best hentar á meðan á framkvæmdum stendur. Hlíðabúar eiga það inni hjá höfuðborgarbúum því umferðarmengunin hefur fyrir langa löngu náð samþykkjanlegu hámarki. Að hætta við stokkinn kemur ekki til greina því það væri yfirlýsing Ríkis og Borgar um að Hlíðabúar væru annars flokks og heilsa þeirra minna virði en ferðatími akandi höfuðborgarbúa. Eitt er víst að þótt tafirnar verði miklar verða þær ekki heilsuspillandi fyrir aðra en Hlíðabúa meðan á þeim stendur. Aðrar lausnir. Vatnsmýrar og Grensássgöng eru dálítið heillandi hugmynd og svo er alltaf sú hugmynd sem sett var fram fyrir um tíu árum. Að þrengja Miklubrautina frá Kringumýrarbraut að Nauthólsvegi í tvær akreinar fyrir bíla og eina fyrir almenningsfarartæki og þökuleggja svo rest eða þökuleggja Miklubrautina bara algerlega á þessum ofmengaða kafla.Höfundur er arkitekt og Hlíðabúi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun