Elverum náði í sín fyrstu stig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld gegn PPD Zagreb.
Botnlið A riðils mættust í Noregi, en bæði voru án stiga eftir fimm umferðir.
Gestirnir frá Zagreb byrjuðu leikinn betur og voru með undirtökin í fyrri hálfleik. Þeir leiddu 18-13 að honum loknum.
Heimamenn náðu þó að minnka muninn í seinni hálfleik og lokamínúturnar voru æsispennandi. Svo fór á endanum að liðin skildu jöfn 30-30.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Elverum.
