Sætasta og skemmtilegasta svín landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2019 19:15 Mikill vinskapur hefur skapast á milli Gríshildar og Siggu enda tímir hún ekki að slátra henni og hvað þá að borða hana um jólin. Gríshildur elskar að láta Siggu klóra sér. Vísir/Magnús Hlynur Einstakt samband hefur skapast á milli bónda í Rangárvallasýslu og svínsins á bænum, kattarins og hundsins. Svínið fengu hjónin á bænum í brúðkaupsgjöf í sumar en þau tíma alls ekki að slátra því eða borða það um jólin því það er svo kátt og skemmtilegt. Hér erum við að tala um bæinn Hrafntóftir í Rangárþingi ytra þar sem þau hjónin Sigurbjörg Björgólfsdóttir og Þórir Ófeigsson búa ásamt börnum Á bænum snýst allt um gyltuna Gríshildi, sem þau Sigurbjörg, alltaf kölluð Sigga og Þórir fengu í brúðargjöf í sumar frá Stefáni, syni Siggu. Þá var hún bara eins mánaða grís en nú er hún orðin fimm mánaða og á eftir að stækka enn meira. Sigga, hundurinn Sammi, kötturinn Grettir og Gríshildur fara í göngutúr daglega og þá oftast niður að á þar sem allir fá að njóta sín. „Stundum hef ég verið að koma heim úr vinnunni og farið inn í hesthús, þá er bara búið að rústa öllu, Home Alone, ég hef alveg stundum verið að gefast upp en svo náttúrulega kemur alltaf eitthvað krúttlegt og skemmtilegt í staðinn alveg eins og með krakkana. Gríshildur er alveg skelfilega sæt, það er ekki hægt að segja annað, hún er náttúrulega sætasta svínið myndi ég segja,“ segir Sigga og hlær. Sigga segir dásamlegt að sjá samband hundsins, kattarins og svínsins, allir séu bestu vinir og njóti lífsins í sveitinni. „En ég veit ekki alveg hvernig þessi saga endar, ég hef allavega alls ekki list á að borða hana, það eru alltaf allir að segja, jólasteikin, jólasteikin, mér finnst það ekkert sniðug, ég ætla ekki að fara að borða hana, hún er orðin allt of mikil vinkona til þess.“ Sigga elskar að búa í sveit og umgangast dýrin sín alla daga. Þess á milli vinnur hún í Arion banka á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Gríshildur þarf að éta mikið enda fær hún alla afganga af veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu, auk afganga af heimilinu hjá Siggu en uppáhalds maturinn Gríshildar er brauð og mjólk blandað saman.En hver er framtíð Gríshildar? „Það er það sem ég veit ekki, það er stóra spurningin. Ég er svona að hugsa eitt og annað. Ef að fólk vill fá að fylgjast með henni þá verður það bara að kíkja á Facebook síðunnar hennar, sem heitir Gríshildur, the happy pig, þar verður örugglega hennar saga hvernig sem hún endar,“ segir Sigga. Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Einstakt samband hefur skapast á milli bónda í Rangárvallasýslu og svínsins á bænum, kattarins og hundsins. Svínið fengu hjónin á bænum í brúðkaupsgjöf í sumar en þau tíma alls ekki að slátra því eða borða það um jólin því það er svo kátt og skemmtilegt. Hér erum við að tala um bæinn Hrafntóftir í Rangárþingi ytra þar sem þau hjónin Sigurbjörg Björgólfsdóttir og Þórir Ófeigsson búa ásamt börnum Á bænum snýst allt um gyltuna Gríshildi, sem þau Sigurbjörg, alltaf kölluð Sigga og Þórir fengu í brúðargjöf í sumar frá Stefáni, syni Siggu. Þá var hún bara eins mánaða grís en nú er hún orðin fimm mánaða og á eftir að stækka enn meira. Sigga, hundurinn Sammi, kötturinn Grettir og Gríshildur fara í göngutúr daglega og þá oftast niður að á þar sem allir fá að njóta sín. „Stundum hef ég verið að koma heim úr vinnunni og farið inn í hesthús, þá er bara búið að rústa öllu, Home Alone, ég hef alveg stundum verið að gefast upp en svo náttúrulega kemur alltaf eitthvað krúttlegt og skemmtilegt í staðinn alveg eins og með krakkana. Gríshildur er alveg skelfilega sæt, það er ekki hægt að segja annað, hún er náttúrulega sætasta svínið myndi ég segja,“ segir Sigga og hlær. Sigga segir dásamlegt að sjá samband hundsins, kattarins og svínsins, allir séu bestu vinir og njóti lífsins í sveitinni. „En ég veit ekki alveg hvernig þessi saga endar, ég hef allavega alls ekki list á að borða hana, það eru alltaf allir að segja, jólasteikin, jólasteikin, mér finnst það ekkert sniðug, ég ætla ekki að fara að borða hana, hún er orðin allt of mikil vinkona til þess.“ Sigga elskar að búa í sveit og umgangast dýrin sín alla daga. Þess á milli vinnur hún í Arion banka á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Gríshildur þarf að éta mikið enda fær hún alla afganga af veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu, auk afganga af heimilinu hjá Siggu en uppáhalds maturinn Gríshildar er brauð og mjólk blandað saman.En hver er framtíð Gríshildar? „Það er það sem ég veit ekki, það er stóra spurningin. Ég er svona að hugsa eitt og annað. Ef að fólk vill fá að fylgjast með henni þá verður það bara að kíkja á Facebook síðunnar hennar, sem heitir Gríshildur, the happy pig, þar verður örugglega hennar saga hvernig sem hún endar,“ segir Sigga.
Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira