Erlent

Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögregluþjónn við dómshús í Chelmsford þar sem ökumaður flutningabílsins kom fyrir dómara í vikunni.
Lögregluþjónn við dómshús í Chelmsford þar sem ökumaður flutningabílsins kom fyrir dómara í vikunni. Vísir/EPA
Breska lögreglan segir að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl í Essex í síðustu viku hafi allir verið víetnamskir ríkisborgarar. Niðurstöður krufningar á líkum fólksins liggur enn ekki fyrir og þá hefur ekki verið greint frá nöfnum fólksins.

Upphaflega var talið að fólkið hefði verið Kínverjar. Nú segir lögreglan um Víetnama hafi verið að ræða og að hún hafi verið í samskiptum við ríkisstjórn Víetnams, fjölskyldur fólksins þar og á Bretlandi. Nokkrar víetnamskar fjölskyldur höfðu þegar stigið fram og sagt að ástvinir þeirra væru á meðal þeirra látnu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Fólkið, 31 karlmaður og átta konur, fannst látið í gámu flutningabíls á iðnaðarsvæði í Essex og talið er að það hafi verið fórnarlömb mansals.

Ökumaður flutningabílsins, norður-írskur karlmaður, kom fyrir dómara á mánudag en hann er meðal annars ákærður fyrir 39 manndráp. Breska lögreglan hefur einnig krafist framsals á 22 ára gömlum karlmanni sem var handtekinn í Dyflinni. Þá er tveggja norður-írskra bræðra leitað vegna málsins. Þeir eru grunaðir um manndráp og mansal.


Tengdar fréttir

Þrjú látin laus úr haldi

Þrjú sem handtekin voru í tengslum við dauða þeirra 39 sem fundust í gámi vörubíls í Essex hafa verið látin laus úr haldi gegn tryggingu.

Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur

Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×