Sportpakkinn: Rammgöldróttur Lionel Messi og betra gengi Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 22:30 Messi skoraði tvö mörk gegn Valladolid. Getty/Tim Clayton Tólfta umferðin í spænsku 1. deildinni í fótbolta hefst á morgun, Barcelona, Real Madríd og Atletico Madríd verða öll í eldlínunni. Leikir liðanna verða sýndir á íþróttarásum Sýnar. Lionel Messi var rammgöldróttur á þriðjudaginn, skoraði tvö og lagði upp önnur tvö mörk þegar Barcelona vann Real Valladolid 5-1. Katalóníuliðið getur aukið forystuna á Real Madríd í fjögur stig, sækir Levante heim klukkan 15. Barcelona vann báða leikina í deildinni á síðustu leiktíð en tapaði 2-1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Barcelona vann 3-0 í seinni leiknum á Nou Camp. Levante var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en vann góðan sigur á útivelli gegn Real Socidad á miðvikudag og er í 11. sæti. Á þar síðustu leiktíð vann Levante Barcelona á Borgarleikvanginum í Valencia, 5-4. Atletico Madrid á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sevilla í Andalúsíu. Liðin eru jöfn að stigum, með 20 stig, tveimur á eftir Barselona sem reyndar á leik til góða. 1-1 urðu úrslitin í báðum leikjum liðanna á síðustu leiktíð en á þar síðustu leiktíð burstaði Madrídarliðið, Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla 5-2. Antoine Grizemann skorað þrennu í leiknum en hann gékk í sumar til liðs við Barcelona. Traustur varnarleikur er einkennismerki Atletico Madríd, í 11 leikjum í deildinni hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk, helmingi færri en Sevilla. Andalúsíuliðið hefur unnið þrjá leiki á heimavelli í röð. Flautað verður til leiks Sevilla og Atletico Madríd klukkan 17,30. Leikurinn verður sýndur á Sport 3. Real Madríd spilar á heimavelli gegn Real Betis, leikurinn byrjar klukkan 20 í beinni útsendingu á Sport 3. Í lokaumferðinni á síðustu leiktíð, tapaði Real á heimavelli fyrir Betis. Það var tólfti ósigur Madrídarliðsins á leiktíðinni. Stuðningsmenn Real Madríd urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu leiktíð, Real varð þá 19 stigum á eftir Barcelona, nokkuð sem harðir stuðningsmenn Real áttu erfitt með að þola. Real tapaði fjórum sinnum í deildinni í 10 fyrstu leikjunum og vann aðeins fjóra þeirra. Nú gengur betur, eini ósigurinn kom í 9. umferðinni 1-0 gegn Mallorca. Forseti Real, Florentino Pérez, gerir allt til að liðið endurheimti Spánarmeistaratitilinn úr klóm erkifjendanna í Barcelona. Sterkir leikmenn voru keyptir; Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao, Ferland Mendy og brasilíski táningurinn Rodrygo. Þeim er ætlað að koma Madrídarliðinu í fremstu röð á nýjan leik og sækja 34. Spánarmeistartitilinn. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í spænska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Spænski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira
Tólfta umferðin í spænsku 1. deildinni í fótbolta hefst á morgun, Barcelona, Real Madríd og Atletico Madríd verða öll í eldlínunni. Leikir liðanna verða sýndir á íþróttarásum Sýnar. Lionel Messi var rammgöldróttur á þriðjudaginn, skoraði tvö og lagði upp önnur tvö mörk þegar Barcelona vann Real Valladolid 5-1. Katalóníuliðið getur aukið forystuna á Real Madríd í fjögur stig, sækir Levante heim klukkan 15. Barcelona vann báða leikina í deildinni á síðustu leiktíð en tapaði 2-1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Barcelona vann 3-0 í seinni leiknum á Nou Camp. Levante var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en vann góðan sigur á útivelli gegn Real Socidad á miðvikudag og er í 11. sæti. Á þar síðustu leiktíð vann Levante Barcelona á Borgarleikvanginum í Valencia, 5-4. Atletico Madrid á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sevilla í Andalúsíu. Liðin eru jöfn að stigum, með 20 stig, tveimur á eftir Barselona sem reyndar á leik til góða. 1-1 urðu úrslitin í báðum leikjum liðanna á síðustu leiktíð en á þar síðustu leiktíð burstaði Madrídarliðið, Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla 5-2. Antoine Grizemann skorað þrennu í leiknum en hann gékk í sumar til liðs við Barcelona. Traustur varnarleikur er einkennismerki Atletico Madríd, í 11 leikjum í deildinni hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk, helmingi færri en Sevilla. Andalúsíuliðið hefur unnið þrjá leiki á heimavelli í röð. Flautað verður til leiks Sevilla og Atletico Madríd klukkan 17,30. Leikurinn verður sýndur á Sport 3. Real Madríd spilar á heimavelli gegn Real Betis, leikurinn byrjar klukkan 20 í beinni útsendingu á Sport 3. Í lokaumferðinni á síðustu leiktíð, tapaði Real á heimavelli fyrir Betis. Það var tólfti ósigur Madrídarliðsins á leiktíðinni. Stuðningsmenn Real Madríd urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu leiktíð, Real varð þá 19 stigum á eftir Barcelona, nokkuð sem harðir stuðningsmenn Real áttu erfitt með að þola. Real tapaði fjórum sinnum í deildinni í 10 fyrstu leikjunum og vann aðeins fjóra þeirra. Nú gengur betur, eini ósigurinn kom í 9. umferðinni 1-0 gegn Mallorca. Forseti Real, Florentino Pérez, gerir allt til að liðið endurheimti Spánarmeistaratitilinn úr klóm erkifjendanna í Barcelona. Sterkir leikmenn voru keyptir; Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao, Ferland Mendy og brasilíski táningurinn Rodrygo. Þeim er ætlað að koma Madrídarliðinu í fremstu röð á nýjan leik og sækja 34. Spánarmeistartitilinn. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í spænska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Spænski boltinn
Sportpakkinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira