Unnsteinn stefnir Húsasmiðjunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 20:36 Unnsteinn sést hér í tónlistarmyndbandinu við lagið Glow, sem stefnan snýst um. Skjáskot/Youtube Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur stefnt Húsasmiðjunni fyrir höfundarréttarbrot vegna lags sem fyrirtækið notaði í auglýsingaherferð. RÚV greindi frá málinu í fréttum sínum í kvöld. Málið er rakið í frétt RÚV. Þar kemur fram að auglýsingastofa á vegum Húsasmiðjunnar hafi óskað eftir því í fyrra að fá að nota hluta úr laginu Glow, sem Retro Stefson flytur og Unnsteinn samdi, í auglýsingaherferð. Samkomulag hafi ekki náðst um málið og Retro Stefson hafi því ekki gefið leyfi fyrir notkun lagsins. Herferðin hófst innan við mánuði síðar. Í henni var notuð tónlist sem Unnsteinn telur að sé bæði brot á höfundarrétti sínum og óheimil notkun á hugverki, að því er segir í frétt RÚV. Unnsteinn hefur því nú höfðað mál gegn Húsasmiðjunni og krefst þess að fá greiddar bætur. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haft er eftir Smára Hilmarssyni lögmanni Húsasmiðjunnar í frétt RÚV að forsendur kröfunnar séu mjög hæpnar. Tónlistarmenn á vegum Húsasmiðjunnar hafi jafnframt verið fengnir til að greina líkindin og sagt þau ekki til staðar. Hér að neðan mátti sjá eina auglýsingu Húsasmiðjunnar úr herferðinni og hluta úr umræddu lagi. Húsasmiðjan hefur nú tekið auglýsinguna úr birtingu. Og í spilaranum hér að neðan má hlýða á lagið Glow með Retro Stefson.Unnsteinn hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá dómstólum. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á lögmann hans, Magnús Hrafn Magnússon. Retro Stefson var um árabil ein vinsælasta hljómsveit landsins og umrætt lag, Glow, er eitt vinsælasta lag sveitarinnar. Retro Stefson lagði upp laupana árið 2016 en Unnsteinn, svo og aðrir meðlimir sveitarinnar, hefur verið nokkuð virkur í íslenskri tónlistarsenu síðan. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29 Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30 Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur stefnt Húsasmiðjunni fyrir höfundarréttarbrot vegna lags sem fyrirtækið notaði í auglýsingaherferð. RÚV greindi frá málinu í fréttum sínum í kvöld. Málið er rakið í frétt RÚV. Þar kemur fram að auglýsingastofa á vegum Húsasmiðjunnar hafi óskað eftir því í fyrra að fá að nota hluta úr laginu Glow, sem Retro Stefson flytur og Unnsteinn samdi, í auglýsingaherferð. Samkomulag hafi ekki náðst um málið og Retro Stefson hafi því ekki gefið leyfi fyrir notkun lagsins. Herferðin hófst innan við mánuði síðar. Í henni var notuð tónlist sem Unnsteinn telur að sé bæði brot á höfundarrétti sínum og óheimil notkun á hugverki, að því er segir í frétt RÚV. Unnsteinn hefur því nú höfðað mál gegn Húsasmiðjunni og krefst þess að fá greiddar bætur. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haft er eftir Smára Hilmarssyni lögmanni Húsasmiðjunnar í frétt RÚV að forsendur kröfunnar séu mjög hæpnar. Tónlistarmenn á vegum Húsasmiðjunnar hafi jafnframt verið fengnir til að greina líkindin og sagt þau ekki til staðar. Hér að neðan mátti sjá eina auglýsingu Húsasmiðjunnar úr herferðinni og hluta úr umræddu lagi. Húsasmiðjan hefur nú tekið auglýsinguna úr birtingu. Og í spilaranum hér að neðan má hlýða á lagið Glow með Retro Stefson.Unnsteinn hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá dómstólum. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á lögmann hans, Magnús Hrafn Magnússon. Retro Stefson var um árabil ein vinsælasta hljómsveit landsins og umrætt lag, Glow, er eitt vinsælasta lag sveitarinnar. Retro Stefson lagði upp laupana árið 2016 en Unnsteinn, svo og aðrir meðlimir sveitarinnar, hefur verið nokkuð virkur í íslenskri tónlistarsenu síðan.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29 Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30 Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29
Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30
Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48