Þungatakmarkanir á Ölfusárbrú með tilkomu nýrrar brúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2019 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að þungatakmarkanir verði settar á Ölfusárbrú á Selfossi um leið og ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Ný sex milljarða króna brú yfir Ölfusá verður tilbúin 2024 en gjaldtaka verður á brúnni. Núverandi brú yfir Ölfusá var tekin í notkun 22. Desember 1945 og er hún því að verða 74 ár gömul. Brúin er 84 metra löng á milli stöpla. Mikið álag er á brúnni enda fara mörg þúsund bíla yfir brúnna á hverjum degi, bílar af öllum stærðum og gerðum. Brúin er farin að slitna og láta á sjá. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála hefur áhyggjur af brúnni. „Við munum bara sjá á næstu árum vaxandi umferð og jafnvel líka vaxandi umferð þungaflutninga þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar ný brú kemur, sem að við erum með hugmyndir um að koma fyrr á dagskrá með því að fara aðra fjármögnunarleið, þá verði samhliða settar takmarkanir um þungaflutninga yfir gömlu brúnna,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Hún þolir alveg þá umferð sem hún er með og við þurfum ekkert að óttast það en við munum sjá á næstu árum aukningu á umferð yfir brúnna. Ég held að það sé skynsamlegt þegar að ný brú er komin að setja þá takmarkanir um þungaflutninga á brúnni.“Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgönumála.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir geti hafist við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun fara yfir efri Laugardælaeyju út í Ölfusá fram hjá Selfossi. Stefnt er á að bjóða brúnna út 2021 og að hún yrði tilbúin þremur árum síðar, eða 2024. Gjaldtaka verður yfir brúnna en hún mun kosta um sex milljarða króna. En erum við að tala um 200 krónur, 500 krónur eða 1.000 krónur, sem það mun kosta að aka yfir brúna? „Ég þori ekki að segja til um upphæðina en ég býst við að hún verði frekar í lægri kantinum af því, sem nefnt er hér,“ segir samgönguráðherra. Nýja brúin yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Alþingi Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir að þungatakmarkanir verði settar á Ölfusárbrú á Selfossi um leið og ný brú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Ný sex milljarða króna brú yfir Ölfusá verður tilbúin 2024 en gjaldtaka verður á brúnni. Núverandi brú yfir Ölfusá var tekin í notkun 22. Desember 1945 og er hún því að verða 74 ár gömul. Brúin er 84 metra löng á milli stöpla. Mikið álag er á brúnni enda fara mörg þúsund bíla yfir brúnna á hverjum degi, bílar af öllum stærðum og gerðum. Brúin er farin að slitna og láta á sjá. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála hefur áhyggjur af brúnni. „Við munum bara sjá á næstu árum vaxandi umferð og jafnvel líka vaxandi umferð þungaflutninga þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar ný brú kemur, sem að við erum með hugmyndir um að koma fyrr á dagskrá með því að fara aðra fjármögnunarleið, þá verði samhliða settar takmarkanir um þungaflutninga yfir gömlu brúnna,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Hún þolir alveg þá umferð sem hún er með og við þurfum ekkert að óttast það en við munum sjá á næstu árum aukningu á umferð yfir brúnna. Ég held að það sé skynsamlegt þegar að ný brú er komin að setja þá takmarkanir um þungaflutninga á brúnni.“Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgönumála.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir geti hafist við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar, sem verður stagbrú með sextíu metra háum turni. Brúin mun fara yfir efri Laugardælaeyju út í Ölfusá fram hjá Selfossi. Stefnt er á að bjóða brúnna út 2021 og að hún yrði tilbúin þremur árum síðar, eða 2024. Gjaldtaka verður yfir brúnna en hún mun kosta um sex milljarða króna. En erum við að tala um 200 krónur, 500 krónur eða 1.000 krónur, sem það mun kosta að aka yfir brúna? „Ég þori ekki að segja til um upphæðina en ég býst við að hún verði frekar í lægri kantinum af því, sem nefnt er hér,“ segir samgönguráðherra. Nýja brúin yfir Ölfusá verður stagbrú með sextíu metra háum turni.
Alþingi Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira