Lestur eykst með auknum vinsældum hljóðbóka Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. nóvember 2019 15:39 Aukin áhersla hefur verið lögð á lestur ungmenna síðustu ár. Fréttablaðið/Stefán Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Könnunin var gerð fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir niðurstöður benda til þess að lestur hafi aukist frá síðustu könnunum. „Konur og barnafjölskyldur lesa mest og líka sækir hljóðbókin greinilega á. Ákveðinn hópur ungs fólks, svona 18 til 35 ára, les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum,“ segir Hrefna. Spurt var bæði um lestur og hlustun en að sögn Hrefnu er það hlustun hljóðbóka sem helst skýrir aukninguna. „Frá því fyrir tveimur árum þegar við spurðum sömu spurningar þá er meðaltalið núna 2,3 bækur miðað við tvær bækur þá. Þannig að þetta er talsverð aukning. Fyrir tveimur árum hlustuðu 35% á hljóðbók á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir ári í samanburði við 41% núna í ár,“ bætir hún við. Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru. En aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.Nú er Daguríslenskrar tungu í dag og unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum, heldur þú að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?„Ja, kannski ekki beinlínis áhyggjur en auðvitað er þetta ákveðið merki um það að ungt fólk er ekki eins háð íslenskunni þegar það les eins og aðrir aldurshópar. Það er náttúrulega líka gott að ungt fólk geti lesið sér til gagns og gamans á öðrum tungumálum en við þurfum bara að vera meðvituð um það að það komi ekki niður á íslenskunni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Könnunin var gerð fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir niðurstöður benda til þess að lestur hafi aukist frá síðustu könnunum. „Konur og barnafjölskyldur lesa mest og líka sækir hljóðbókin greinilega á. Ákveðinn hópur ungs fólks, svona 18 til 35 ára, les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum,“ segir Hrefna. Spurt var bæði um lestur og hlustun en að sögn Hrefnu er það hlustun hljóðbóka sem helst skýrir aukninguna. „Frá því fyrir tveimur árum þegar við spurðum sömu spurningar þá er meðaltalið núna 2,3 bækur miðað við tvær bækur þá. Þannig að þetta er talsverð aukning. Fyrir tveimur árum hlustuðu 35% á hljóðbók á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir ári í samanburði við 41% núna í ár,“ bætir hún við. Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru. En aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.Nú er Daguríslenskrar tungu í dag og unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum, heldur þú að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?„Ja, kannski ekki beinlínis áhyggjur en auðvitað er þetta ákveðið merki um það að ungt fólk er ekki eins háð íslenskunni þegar það les eins og aðrir aldurshópar. Það er náttúrulega líka gott að ungt fólk geti lesið sér til gagns og gamans á öðrum tungumálum en við þurfum bara að vera meðvituð um það að það komi ekki niður á íslenskunni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta.
Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira