Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 13:37 Roger Stone fyrir utan dómshúsið. getty/Chip Somodevilla Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarspins. Dómurinn frétti af því að hann hafi logið til um það að hann hafi reynt að komast að því hvenær WikiLeaks hygðist birta gögn um tölvupóstsamskipti Hillary Clinton árið 2016. Kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn á föstudag eftir tveggja daga umræður í Washingtonborg. Stone gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist bara fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Fyrir hvert og eitt hinna brotanna gæti hann áttátt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Dómurinn frétti af því að Stone hafi logið í september 2017 þegar hann bar vitni í rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningum Bandaríkjanna ári áður. Þá var hann spurður út í birtingu WikiLeaks á gögnum um Clinton sem var mótherji Trumps í forsetakosningunum. Eftir að dómsúrskurðurinn var kveðinn upp á föstudag hélt Trump því fram að Stone hafi verið fórnarlamb „tvískinnungs,“ og sagði að meðal annarra hafi Hillary Clinton og fyrrverandi yfirmenn löggæslunnar og leyniþjónustunnar líka logið þegar þau báru vitni fyrir þinginu.....A double standard like never seen before in the history of our Country? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2019 Þá var John Podesta, einn kosningastjóra Clinton kosningaherferðarinnar, heldur sáttur með niðurstöðu dómsins.Just about to take off on a long transatlantic flight in a middle coach seat. I think I will just sit back, relax, and enjoy it:https://t.co/JkvyMZRx7j — John Podesta (@johnpodesta) November 15, 2019 Stone er sjötti aðstoðarmaður- eða ráðgjafi Trumps sem hefur verið sakfelldur í sakamáli í kjölfar þess að skýrsla Roberts Mueller var gerð opinber. Dómurinn komst að því að Stone hafi meðal annars logið til um samtöl sín við starfsmenn Trump-kosningabaráttunnar og meinta milligöngu sína við WikiLeaks í ágúst 2016. Þá hafi hann einnig logið til um tilveru ákveðinna SMS skilaboða og tölvupósta. Saksóknari sagði við dóminn að Stone hafi logið til að venda ímynd Trumps. Stone hélt því sjálfur fram að verið væri að sækja málið gegn honum í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarspins. Dómurinn frétti af því að hann hafi logið til um það að hann hafi reynt að komast að því hvenær WikiLeaks hygðist birta gögn um tölvupóstsamskipti Hillary Clinton árið 2016. Kviðdómurinn kvað upp úrskurð sinn á föstudag eftir tveggja daga umræður í Washingtonborg. Stone gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist bara fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. Fyrir hvert og eitt hinna brotanna gæti hann áttátt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Dómurinn frétti af því að Stone hafi logið í september 2017 þegar hann bar vitni í rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningum Bandaríkjanna ári áður. Þá var hann spurður út í birtingu WikiLeaks á gögnum um Clinton sem var mótherji Trumps í forsetakosningunum. Eftir að dómsúrskurðurinn var kveðinn upp á föstudag hélt Trump því fram að Stone hafi verið fórnarlamb „tvískinnungs,“ og sagði að meðal annarra hafi Hillary Clinton og fyrrverandi yfirmenn löggæslunnar og leyniþjónustunnar líka logið þegar þau báru vitni fyrir þinginu.....A double standard like never seen before in the history of our Country? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 15, 2019 Þá var John Podesta, einn kosningastjóra Clinton kosningaherferðarinnar, heldur sáttur með niðurstöðu dómsins.Just about to take off on a long transatlantic flight in a middle coach seat. I think I will just sit back, relax, and enjoy it:https://t.co/JkvyMZRx7j — John Podesta (@johnpodesta) November 15, 2019 Stone er sjötti aðstoðarmaður- eða ráðgjafi Trumps sem hefur verið sakfelldur í sakamáli í kjölfar þess að skýrsla Roberts Mueller var gerð opinber. Dómurinn komst að því að Stone hafi meðal annars logið til um samtöl sín við starfsmenn Trump-kosningabaráttunnar og meinta milligöngu sína við WikiLeaks í ágúst 2016. Þá hafi hann einnig logið til um tilveru ákveðinna SMS skilaboða og tölvupósta. Saksóknari sagði við dóminn að Stone hafi logið til að venda ímynd Trumps. Stone hélt því sjálfur fram að verið væri að sækja málið gegn honum í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39
Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. 25. október 2019 23:33