Enski boltinn

Keane og Schmeichel slógust á hóteli klukkan fjögur um nótt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keane og Schmeichel voru ekki bestu vinir.
Keane og Schmeichel voru ekki bestu vinir. vísir/getty
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, hefur engar áhyggjur af öðru en að þeir Raheem Sterling og Joe Gomez slíðri sverðin.

Sterling og Gomez lenti saman á æfingu enska landsliðsins á mánudaginn með þeim afleiðingum að sá fyrrnefndi var settur út úr enska hópnum fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær. Gomez byrjaði á bekknum en fékk heldur óblíðar móttökur þegar hann kom inn á.

Keane segir að þetta hafi ekki verið stórmál. Sjálfur segist hann hafa lent í átökum við samherja sína.

„Ég slóst einu sinni við Peter Schmeichel í anddyri hótels klukkan fjögur um nótt. Sem betur fer voru ekki margir viðstaddir. Sir Alex Ferguson skildi okkur að og lét okkur heyra það,“ sagði Keane á ITV Sport í gær.

„Peter baðst afsökunar og við héldum áfram. Þetta hafði aldrei nein áhrif á liðið.“

Keane og Schmeichel léku saman hjá United á árunum 1993-99. Á þeim tíma urðu þeir fjórum sinnum Englandsmeistarar, þrisvar sinnum bikarmeistarar og einu sinni Evrópumeistarar.


Tengdar fréttir

Sterling: Rangt að púa á Gomez

Raheem Sterling kom Joe Gomez til varnar á Twitter eftir að áhorfendur á Wembley púuðu á þann síðarnefnda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×