Sterling lék ekki með Englandi í gær. Honum lenti saman við Gomez á landsliðsæfingu á mánudaginn og landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate setti hann út úr hópnum fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi.
Hluti áhorfenda á Wembley lét óánægju sína í ljós þegar Gomez kom inn á þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Sterling var undrandi á þeim viðbrögðum.
„Það var erfitt að sjá púað á liðsfélaga minn fyrir eitthvað sem var mér að kenna,“ skrifaði Sterling á Twitter.
„Joe gerði ekkert af sér og að púa á einhvern sem leggur sig svona mikið fram, sérstaklega eftir erfiða viku, var rangt að mínu mati. Ég tek fulla ábyrgð og samþykkti afleiðingarnar.“
To all the @England fans, I wanted to leave things at it was but tonight I have to speak again : it was hard for me to see my team mate get booed for something that was my fault. Joe hasn’t done anything wrong & for me to see someone who keeps his head down and work hard..
— Raheem Sterling (@sterling7) November 14, 2019
especially after a difficult week for him to be booed when he came on tonight was wrong.
I’ve taken full responsibility and accepted the consequence.
I felt as though I had to say this get home safe every one #Euro2020
— Raheem Sterling (@sterling7) November 14, 2019
Leikurinn í gær var þúsundasti landsleikur Englands og enska liðið hélt upp á tímamótin með stórsigri.
Harry Kane skoraði þrennu fyrir Englendinga sem hafa unnið alla leiki sína í A-riðli undankeppninnar nema einn.