Asprilla rifjaði þetta upp í heimildamynd sem var gefin út í tilefni af fimmtugsafmæli hans.
Asprilla og Chilavert voru báðir reknir út af í leik Kólumbíu og Paragvæ í undankeppni HM árið 1997.
Eftir leikinn hringdi leigumorðingi á hótelherbergi Asprillas og tjáði honum að hann ætlaði að myrða Chilavert.
„Ertu brjálaður?“ sagði Asprilla. „Þú átt eftir að eyðileggja kólumbískan fótbolta. Það sem gerist á fótboltavellinum verður eftir þar.“
Sem betur náði Asprilla að sannfæra leigumorðinginn um að láta það vera að myrða Chilavert. Þremur árum áður var Andreas Escobar, varnarmaður kólumbíska landsliðsins, myrtur fyrir utan skemmtistað í Medellín í Kólumbíu vegna sjálfsmarks sem hann skoraði í leik gegn Bandaríkjunum á HM.
