Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2019 23:15 Samherjafólk skálar fyrir namibískum gestum sínum í Íslandsferð í október árið 2012. Wikileaks Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins, þar sem Íslendingar koma við sögu eins og afhjúpað var í kvöld. Þar verður mútuþægni namibískra embættismanna í forgrunni, ekki síst dómsmálaráðherrans Sacky Shangala og sjávarútvegsráðherrans Benhard Esau en þeir ásamt athafnamanninum James Hatuiklipi eru sagðir hafa þegið um 150 milljónir namibíudala undir borðið. The Namibian er einn þeirra miðla sem hefur unnið úr gögnunum sem Jóhannes Stefánsson lak til Wikileaks og þarlendra stjórnvalda, en þau síðarnefndu rannsaka nú myndina sem þar er teiknuð upp. Gögnin hafa fengið heitið Fishrot Files, sem er einmitt yfirskrift fréttar á vef The Namibian þar sem greint er frá forsíðuumfjöllun morgundagsins. Á forsíðunni er slegið upp fyrirsögninni Kickback Kings, sem einfaldast væri að þýða sem Mútukóngarnir og er þar vísað til fyrrnefnda tríósins. Auk myndar úr einni af Íslandsheimsóknum Namibíumannanna, sem Samherji er sagður hafa greitt milljónir fyrir til að styrkja tengslin við namibíska ráðamenn, eru myndir af helstu persónum og leikendum í fiskveiðifléttunni. Þeirra á meðal eru Shangala, Esau og Hatuiklipi, en einnig Victória de Barros Neto, sjávarútvegsráðherra Angóla, og athafnamaðurinn Ricardo Gustavo. Íslendingar eiga jafnframt sína fulltrúa á forsíðunni; þá Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og uppljóstrarann Jóhannes, sem var stjórnandi Samherja í Namibíu. Forsíðu The Namibian á morgun má sjá hér að neðan. Tomorrow's front page: pic.twitter.com/n4SNOaSOxr— The Namibian (@TheNamibian) November 12, 2019 Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins, þar sem Íslendingar koma við sögu eins og afhjúpað var í kvöld. Þar verður mútuþægni namibískra embættismanna í forgrunni, ekki síst dómsmálaráðherrans Sacky Shangala og sjávarútvegsráðherrans Benhard Esau en þeir ásamt athafnamanninum James Hatuiklipi eru sagðir hafa þegið um 150 milljónir namibíudala undir borðið. The Namibian er einn þeirra miðla sem hefur unnið úr gögnunum sem Jóhannes Stefánsson lak til Wikileaks og þarlendra stjórnvalda, en þau síðarnefndu rannsaka nú myndina sem þar er teiknuð upp. Gögnin hafa fengið heitið Fishrot Files, sem er einmitt yfirskrift fréttar á vef The Namibian þar sem greint er frá forsíðuumfjöllun morgundagsins. Á forsíðunni er slegið upp fyrirsögninni Kickback Kings, sem einfaldast væri að þýða sem Mútukóngarnir og er þar vísað til fyrrnefnda tríósins. Auk myndar úr einni af Íslandsheimsóknum Namibíumannanna, sem Samherji er sagður hafa greitt milljónir fyrir til að styrkja tengslin við namibíska ráðamenn, eru myndir af helstu persónum og leikendum í fiskveiðifléttunni. Þeirra á meðal eru Shangala, Esau og Hatuiklipi, en einnig Victória de Barros Neto, sjávarútvegsráðherra Angóla, og athafnamaðurinn Ricardo Gustavo. Íslendingar eiga jafnframt sína fulltrúa á forsíðunni; þá Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og uppljóstrarann Jóhannes, sem var stjórnandi Samherja í Namibíu. Forsíðu The Namibian á morgun má sjá hér að neðan. Tomorrow's front page: pic.twitter.com/n4SNOaSOxr— The Namibian (@TheNamibian) November 12, 2019
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14