Mikil þörf reyndist fyrir sárafátæktarsjóð Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 23:09 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina. Rauði krossinn hóf að úthluta sárafátæktarsjóði í mars á þessu ári en honum var komið á laggirnar með 100 milljón króna stofnframlagi af sjálfsaflafé hreyfingarinnar. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að fram að stofnun sjóðsins hafi hreyfingin aðeins stutt við fólk sem búi við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin. Hins vegar sé ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið í kring enda glími allt að sex þúsund manns við sára fátækt á hverjum tíma á Íslandi samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Styrkþegar í þessum hópi eigi ekkert eitt sameiginlegt. „Stundum barnmargar fjölskyldur. En í rauninni er ekkert eitt sem þetta fólk á sameiginlegt. Þau eru af ólíkum uppruna og koma víðs vegar að af landinu.“Er þetta fólk sem jafnvel er á vinnumarkaði eða er þetta fólk sem er í bótakerfinu?„Langflestir sem hafa fengið úthlutað eru að einhverju leyti á styrk frá sveitarfélögum,“ segir Brynhildur. Þá oftast fólk sem einhverra hluta vegna fá ekki fullan styrk frá sveitarfélögunum. Úthlutun hófst í mars á þessu ári og hafa um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón. Bætur líkt og húsaleigubætur, barnabætur og meðlag eru ekki teknar með inn í þá tölu. Einstaklingar geta fengið allt að 40 þúsund krónur og hjón eða sambúðarfólk 50 þúsund krónum tvisvar á ári.Þannig að þetta er það fólk sem virkilega býr við kröppustu kjörin í samfélaginu?„Já, það má segja það. Þegar við fórum af stað vonuðum við að enginn myndi fá úthlutað, að enginn myndi uppfylla skilyrðin. En það hefur komið í ljós að það er þörf þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir. En auk þessarar aðstoðar úthlutar Rauði krossinn eins og áður styrkjum til efnalítils fólks fyrir jólin. Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina. Rauði krossinn hóf að úthluta sárafátæktarsjóði í mars á þessu ári en honum var komið á laggirnar með 100 milljón króna stofnframlagi af sjálfsaflafé hreyfingarinnar. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að fram að stofnun sjóðsins hafi hreyfingin aðeins stutt við fólk sem búi við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin. Hins vegar sé ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið í kring enda glími allt að sex þúsund manns við sára fátækt á hverjum tíma á Íslandi samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Styrkþegar í þessum hópi eigi ekkert eitt sameiginlegt. „Stundum barnmargar fjölskyldur. En í rauninni er ekkert eitt sem þetta fólk á sameiginlegt. Þau eru af ólíkum uppruna og koma víðs vegar að af landinu.“Er þetta fólk sem jafnvel er á vinnumarkaði eða er þetta fólk sem er í bótakerfinu?„Langflestir sem hafa fengið úthlutað eru að einhverju leyti á styrk frá sveitarfélögum,“ segir Brynhildur. Þá oftast fólk sem einhverra hluta vegna fá ekki fullan styrk frá sveitarfélögunum. Úthlutun hófst í mars á þessu ári og hafa um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón. Bætur líkt og húsaleigubætur, barnabætur og meðlag eru ekki teknar með inn í þá tölu. Einstaklingar geta fengið allt að 40 þúsund krónur og hjón eða sambúðarfólk 50 þúsund krónum tvisvar á ári.Þannig að þetta er það fólk sem virkilega býr við kröppustu kjörin í samfélaginu?„Já, það má segja það. Þegar við fórum af stað vonuðum við að enginn myndi fá úthlutað, að enginn myndi uppfylla skilyrðin. En það hefur komið í ljós að það er þörf þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir. En auk þessarar aðstoðar úthlutar Rauði krossinn eins og áður styrkjum til efnalítils fólks fyrir jólin.
Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent