Slökkviliðsstjóri segist bera ábyrgð á því að reykkafari hætti lífi sínu fyrir tölvu Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2019 22:30 Slökkviliðsstjóri segir það alfarið á sína ábyrgð að hafa stefnt lífi reykkafara í hættu til að bjarga tölvu úr stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ. Mannvirkjastofnun gagnrýnir atvikið og eiganda hússins sem sinnti ekki sínum skyldum Reykkafarinn féll niður um hæð eftir að tvö reykköfunarteymi höfðu verið send inn í húsið til að bjarga tölvu frá Marel sem geymdi verðmætan hugbúnað. Hafði reykkafarinn opnað dyr og við það fallið niður á næstu hæð. Reykkafarinn bjargaði sér með slöngu sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Bæði teymin voru fjarskiptalaus. Mannvirkjastofnun segir í skýrslu sinni að það teljist umhugsunarvert að senda reykkafara inn í bygginguna þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða.„Eftir á að hyggja hefðum við átt að grípa inn í mun fyrr og á því berg ég ábyrgð. Í þessu tilviki mátum við að það væri óhætt því þetta var í þeim enda sem var minni eldsvoði í. Síðan var búið að breyta skipan veggja þarna og setja hurðir þar sem var ekki áður, þannig að menn hálfpartinn villtust. Það er í rauninni ástæðan fyrir því hvernig fór. En sem betur fer bar hann ekki tjón af þessu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu var áður kvikmyndastúdíó Latabæjar. Því var síðar breytt í lager fyrir verslun Icewear sem ekki var sótt um leyfi fyrir og jók brunaálag hússins til muna.Þetta sýnir þá kannski mikilvægi þess að sótt er um leyfi fyrir breytingum? „Það undirstrikar það að menn fylgi þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar varðandi byggingar. Það eru aðalskilaboðin í skýrslu Mannvirkjastofnunar, það er ekki skortur á lögum, reglugerðum og leiðbeiningum heldur skortur á að menn fari eftir þeim.“ Brunavarnir voru því ekki sem skyldi, vöntun var á reykræsti opum og vatnsúðarakerfi sem hefði geta auðveldað slökkvistarf. „Ábyrgð þeirra sem á eignina er algjör, það er ekki hægt að semja sig frá henni og ekki hægt að víkja sér undan henni heldur.“ Garðabær Slökkvilið Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir það alfarið á sína ábyrgð að hafa stefnt lífi reykkafara í hættu til að bjarga tölvu úr stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ. Mannvirkjastofnun gagnrýnir atvikið og eiganda hússins sem sinnti ekki sínum skyldum Reykkafarinn féll niður um hæð eftir að tvö reykköfunarteymi höfðu verið send inn í húsið til að bjarga tölvu frá Marel sem geymdi verðmætan hugbúnað. Hafði reykkafarinn opnað dyr og við það fallið niður á næstu hæð. Reykkafarinn bjargaði sér með slöngu sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Bæði teymin voru fjarskiptalaus. Mannvirkjastofnun segir í skýrslu sinni að það teljist umhugsunarvert að senda reykkafara inn í bygginguna þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða.„Eftir á að hyggja hefðum við átt að grípa inn í mun fyrr og á því berg ég ábyrgð. Í þessu tilviki mátum við að það væri óhætt því þetta var í þeim enda sem var minni eldsvoði í. Síðan var búið að breyta skipan veggja þarna og setja hurðir þar sem var ekki áður, þannig að menn hálfpartinn villtust. Það er í rauninni ástæðan fyrir því hvernig fór. En sem betur fer bar hann ekki tjón af þessu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu var áður kvikmyndastúdíó Latabæjar. Því var síðar breytt í lager fyrir verslun Icewear sem ekki var sótt um leyfi fyrir og jók brunaálag hússins til muna.Þetta sýnir þá kannski mikilvægi þess að sótt er um leyfi fyrir breytingum? „Það undirstrikar það að menn fylgi þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar varðandi byggingar. Það eru aðalskilaboðin í skýrslu Mannvirkjastofnunar, það er ekki skortur á lögum, reglugerðum og leiðbeiningum heldur skortur á að menn fari eftir þeim.“ Brunavarnir voru því ekki sem skyldi, vöntun var á reykræsti opum og vatnsúðarakerfi sem hefði geta auðveldað slökkvistarf. „Ábyrgð þeirra sem á eignina er algjör, það er ekki hægt að semja sig frá henni og ekki hægt að víkja sér undan henni heldur.“
Garðabær Slökkvilið Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira