Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 15:49 Mikill fjöldi lögreglumanna er á vettvangi vegna árásarinnar. Getty Images/Chris J Ratcliffe Karlmaður var skotinn til bana af lögreglunni í London um klukkan tvö í dag grunaður um hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni. Nokkur fjöldi manna slasaðist við árásina.Þetta er það sem við vitum um árásina:Tilkynnt var um hnífaárás á London Bridge um klukkan 14Breska lögreglan brást við atvikinu sem um hryðjuverk væri að ræðaVopnaðir lögreglumenn skutu árásarmanninn til bana á London BridgeNokkrir særðust í hnífaárásinniÁrásarmaðurinn var klæddur í gervisprengjuvestiLondon Bridge verður áfram lokuð og lögreglumenn verða áberandi í grennd til að tryggja öryggi almenningsLögreglan biðlar til almennings um myndbönd og myndir teknar af vitnumTæknideild lögreglu er við störf á vettvangiSky News er með beina fréttaútsendingu hér að neðan.Breska lögreglan var laust fyrir klukkan þrjú í dag kölluð út að London Bridge vegna manns sem réðst að fólki vopnaður hnífi. Maðurinn er sagður hafa náð að særa nokkra að því er fram kemur á vef Breska ríkisútvarpsins BBC. Einn hefur verið skotinn af lögreglu. Lögreglan í London segir atburðarásina enn óljósa en til segjast bregðast við atburðinum eins og um hryðjuverk sé að ræða. Mikil skelfing greip um sig á meðal viðstaddra en lögregla hefur nú lokað umferð í báðar áttir. Vitni segjast hafa heyrt tvo skothvelli.Fólk flúði af brúnni Mikill fjöldi lörgeglumanna, margir hverjir gráir fyrir járnum, mætti á svæðið og beindi verkamönnum og ferðamönnum af svæðinu. Svæðið í kringum London Bridge er pakkað af háum skrifstofubyggingum, bönkum, veitingastöðum og krám. Starfsmönnum í byggingum hefur verið sagt að halda kyrru fyrir innandyra. London brúin tengir viðskiptahverfi borgarinnar við suðurbakka árinnar Thames.London Bridge Attack pic.twitter.com/1R6v0j1o51— Wolfgang Kitzler (@wolfgangert) November 29, 2019 Lögreglan segir einn mann hafa verið tekinn höndum og nokkur fjöldi hafi særst. Vitni lýstu því að hafa orðið vör við það sem virtust vera slagsmál á brúnni og svo heyrðust skothvellir. Sky News greindi frá því að sá sem var skotinn hafi verið meintur árásarmaður.Heyrði skothvelliEinar Orn, útvarpsmaður í London, fylgdist með því sem fram fór á svölum skrifstofubyggingar þar sem hann vinnur. Einar sat utandyra en á leiðinni inn eftir hádegishlé þegar hann sá allt í einu lögreglubíla mæta á svæðið. Svo heyrði hann hvelli. „Við héldum að þetta væru byssuskot eða flugeldar, vorum ekki viss. Nokkrum mínútum síðar þá heyrðum við miklu fleiri byssuskot, fólk byrjaði að hlaupa af brúnni að götunum. Strætóarnir stoppuðu, fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla komu á svæðið svo það hefur margt verið að gerast,“ sagði Einar Orn í viðtali við BBC. Hann segir mjög marga hafa verið á brúnni, líklega í kringum 300 hlaupandi á brúnni og nokkrir á götunni, en svo hafi bílar og strætóar blokkað útsýni hans. Einar Orn birti þessi myndbönd í dag en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort hann sé af íslensku bergi brotinn.pic.twitter.com/tUuUBCTVTp— Einar Orn (@einarorn_) November 29, 2019 Lögreglan í London lækkaði viðbúnaðarstig sitt vegna hryðjuverkaárása þann 4. nóvember síðastliðinn. Fór hættustigið úr mjög miklu í töluvert sem þýðir að líkur voru taldar á hryðjuverkaárás en áður voru þær taldar miklar. Íbúar og vegfarendur í London eru hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna lögreglu taki það eftir einhverju grunsamlegu.Að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi í London. "There was a rush of people running into the cafe...people rushed in, immediately the manager ran and shut the door and locked it, and everybody basically dove under the tables," says a witness who was at a cafe near London Bridge during the incident https://t.co/uyjGx0cpS5 pic.twitter.com/UUhBCyX2ir— CNN International (@cnni) November 29, 2019 Athugasemd ritstjórnarVinnustöðvun vefblaðamanna stendur yfir á Vísi. Fréttastofa óskaði eftir undanþágu til að geta flutt lesendum sínum fregnir af atburðunum í London sem gætu varðað öryggi Íslendinga á svæðinu. Undanþágunefnd Blaðamannafélags Íslands samþykkti undanþágubeiðnina. Bretland England Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Karlmaður var skotinn til bana af lögreglunni í London um klukkan tvö í dag grunaður um hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni. Nokkur fjöldi manna slasaðist við árásina.Þetta er það sem við vitum um árásina:Tilkynnt var um hnífaárás á London Bridge um klukkan 14Breska lögreglan brást við atvikinu sem um hryðjuverk væri að ræðaVopnaðir lögreglumenn skutu árásarmanninn til bana á London BridgeNokkrir særðust í hnífaárásinniÁrásarmaðurinn var klæddur í gervisprengjuvestiLondon Bridge verður áfram lokuð og lögreglumenn verða áberandi í grennd til að tryggja öryggi almenningsLögreglan biðlar til almennings um myndbönd og myndir teknar af vitnumTæknideild lögreglu er við störf á vettvangiSky News er með beina fréttaútsendingu hér að neðan.Breska lögreglan var laust fyrir klukkan þrjú í dag kölluð út að London Bridge vegna manns sem réðst að fólki vopnaður hnífi. Maðurinn er sagður hafa náð að særa nokkra að því er fram kemur á vef Breska ríkisútvarpsins BBC. Einn hefur verið skotinn af lögreglu. Lögreglan í London segir atburðarásina enn óljósa en til segjast bregðast við atburðinum eins og um hryðjuverk sé að ræða. Mikil skelfing greip um sig á meðal viðstaddra en lögregla hefur nú lokað umferð í báðar áttir. Vitni segjast hafa heyrt tvo skothvelli.Fólk flúði af brúnni Mikill fjöldi lörgeglumanna, margir hverjir gráir fyrir járnum, mætti á svæðið og beindi verkamönnum og ferðamönnum af svæðinu. Svæðið í kringum London Bridge er pakkað af háum skrifstofubyggingum, bönkum, veitingastöðum og krám. Starfsmönnum í byggingum hefur verið sagt að halda kyrru fyrir innandyra. London brúin tengir viðskiptahverfi borgarinnar við suðurbakka árinnar Thames.London Bridge Attack pic.twitter.com/1R6v0j1o51— Wolfgang Kitzler (@wolfgangert) November 29, 2019 Lögreglan segir einn mann hafa verið tekinn höndum og nokkur fjöldi hafi særst. Vitni lýstu því að hafa orðið vör við það sem virtust vera slagsmál á brúnni og svo heyrðust skothvellir. Sky News greindi frá því að sá sem var skotinn hafi verið meintur árásarmaður.Heyrði skothvelliEinar Orn, útvarpsmaður í London, fylgdist með því sem fram fór á svölum skrifstofubyggingar þar sem hann vinnur. Einar sat utandyra en á leiðinni inn eftir hádegishlé þegar hann sá allt í einu lögreglubíla mæta á svæðið. Svo heyrði hann hvelli. „Við héldum að þetta væru byssuskot eða flugeldar, vorum ekki viss. Nokkrum mínútum síðar þá heyrðum við miklu fleiri byssuskot, fólk byrjaði að hlaupa af brúnni að götunum. Strætóarnir stoppuðu, fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla komu á svæðið svo það hefur margt verið að gerast,“ sagði Einar Orn í viðtali við BBC. Hann segir mjög marga hafa verið á brúnni, líklega í kringum 300 hlaupandi á brúnni og nokkrir á götunni, en svo hafi bílar og strætóar blokkað útsýni hans. Einar Orn birti þessi myndbönd í dag en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort hann sé af íslensku bergi brotinn.pic.twitter.com/tUuUBCTVTp— Einar Orn (@einarorn_) November 29, 2019 Lögreglan í London lækkaði viðbúnaðarstig sitt vegna hryðjuverkaárása þann 4. nóvember síðastliðinn. Fór hættustigið úr mjög miklu í töluvert sem þýðir að líkur voru taldar á hryðjuverkaárás en áður voru þær taldar miklar. Íbúar og vegfarendur í London eru hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna lögreglu taki það eftir einhverju grunsamlegu.Að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi í London. "There was a rush of people running into the cafe...people rushed in, immediately the manager ran and shut the door and locked it, and everybody basically dove under the tables," says a witness who was at a cafe near London Bridge during the incident https://t.co/uyjGx0cpS5 pic.twitter.com/UUhBCyX2ir— CNN International (@cnni) November 29, 2019 Athugasemd ritstjórnarVinnustöðvun vefblaðamanna stendur yfir á Vísi. Fréttastofa óskaði eftir undanþágu til að geta flutt lesendum sínum fregnir af atburðunum í London sem gætu varðað öryggi Íslendinga á svæðinu. Undanþágunefnd Blaðamannafélags Íslands samþykkti undanþágubeiðnina.
Bretland England Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira